Alþýðublaðið - 28.12.1966, Qupperneq 14
Tvenns konar skilningur á eðli drauma
„Yfir 'höfuð að tala hugsum við
nætur og daga sömu hugsanir, en
á nóttunni fer hið andlega starf
fram á lægra sviði, og þess vegna
verður vitundin að grípa til mynd
Ieturs. En því fylgir aftur, að nota
verður táknmál, sem ráða má á
ýmsa vegu eftir gáfnafari og
reynslu dre.vmandans, svo og þekk
ingu þeirra og lærdómi, sem fást
við ráðningu draumanna."
„í draumi eru' atriðin skýrð með
myndum eins og kvikmyndum eða
teiknimyndum og þar eð erfitt
getur reynzt að lýsa samsettum
hugsunum eingöngu með myndum,
verður oft að umskrifa þær. Það
leiðir aftur til þess að gera draum
ana stundum með afbrigðum ljósa
en stundum aftur á móti fjarlægja
liugann gersamlega því, sem draum
urinn fjailaði um í fyrstu.“
„Hugsýn sprettur upp af undir
vitundinni, eins og draumar gera
að nokkru leyti.-----Hugsýn er
liæfileiki til að leggja saman tvo
og tvo í undirvitundinni."
Þetta sem hér er tekið upp,
stendur í bók, sem ég las nýlega,
Svefn án lyfja eftir Erik Olaf
Hansen í þýðingu Kristínar Óiafs
dóttur læknis, og er þar verið að
gera grein fyrir eðli og undirrót
drauma. En þótt hvorki muni
þarna vera um að ræða ógreindan
höfund né ómerka bók, þá verðUr
' annað sagt en að þessi grein
argerð sé bæði óljós og ófullnægj
andi. Það má að vísu kalla það eðli
legt, að mönnum kæmi það fyrst í
HeHsuvernd
Næstu námskeið í tauga- og
vöðvaslökun og öndunaræf-
ingum, fyrir konur og karla
hefst miðvikudaginn 4. jan.
Upplýsingar í síma 12240.
Vignir Andrésson
íþróttakennari.
liug , að draumar séu eingöngu
komnir í huga eða vitund dreym
andans, því að fljótt á litið virðist
annað naumast geta komið til
greina. Og vitanlega skal því held
ur ekki neitað, að hugsanabrautir
hins sofandi manns, saga hans og
minningar, hafi áhrif á það, sem
hann dreymir. En sé betur aðgætt
þá eru draumar sofandi manns
jafnan annað og frábrugðið hugs
unum hans og reynslu, og kemur
nú eftirtekt á því reyndar fram
í þeim orðum, að stundum verði
að „umi3krifa“ hugsýnirnir svo
að það fjarlægi „hugann gersam
lega því, sem draumurinn fjallaði
um í fyrstu.“ En hvernig ætti nú
þeirri „umskrifun“ að vera varið?
Og það er ástæða til að spyrja ekki
einungis um það. Hvernig fer und
irmeðvitundin að þvi að búa til
þessar hugsýnir eða myndletur,
sem á flestan hátt virðist vera
miklu erfiðari tjáningaraðferð en
í orðum? Hvað sem hver segir, þá
getur vakandi maður á engan liátt
látið sig sjá einar saman hugrenn
ingar sínar á sama hátt og þegar
horft er á hluti eða staði, og
er þá mikil ástæða til að ætla
að hin sofandi vitund, hvort sem
hún er kölluð undirvitund eða eitt
hvað annað. geti það fremur? Ef
réttilega er gerð grein fyrir því,
hvað það er að sofna, þá er það um
fram allt hið sama og að gleyma
sér. Hugsun syfjaðs manns verður
sljó, og þegar honum fer að renna
í brjóst, er hún orðin óvirk að
mestu og því í ólíklegasta lagi til
þess að geta af einum saman eig
in rammleik búið það til, sem þá
kemur til sögunnar, draumana. Og
þegar svo þess er gætt að auki,
hve draumsýnirnar eru löngum frá
brugðnar því, sem dreymandinn
ætlaði þær vera eða þýddi þær
fyrir, þá verða þessi ólíkindi enn
meiri. Horft út frá því, hvernig
draumar manna raunverulega eru
verður langeðlilegast að ætla að
hugsýnirnar, þ.e. draummyndirnar,
séu undirrót eða efni draumanna,
en ekki hugur eða hugsanir sjálfs
dreymandans.
En hvernig verða þá draumsýn
ir manna til, ef þær eru ekki með
einhverjum hætti skapaðar af hon
um sjálfum?
í umgetinni bókí Svfen án lyfja,
er sagt frá því að ýmsir fi'ægir
menn, sem tilgreindir eru þai', hafi !
stundum í svefni öðlazt vitneskju
eða skilning varðandi sumt. það,
sem þeim hafði ekki tekizt að afla
sér í vöku, og er þar að sjálf-
sögðu gert ráð fyrir því, að undir
vitund þeirra hafi þá komið til
hjálpar. Skýringin var sú, að þeg
ar vökuvitund þeirra var orðin
þreytt á viðfangsefnum þeim, sem
hver þeirra hafði verið að glíma
við, hafi hin önnur vitund þeirra,
undir- eða svefnvitundin, tekið við
og leyst þrautirnar. En jafnvel
þótt slíkt gæti staðizt að sofandi
maður gæti leyst til reiknings-
þraut, sem hann í vöku var orðinn
ófær til að leysa af þreytu, þá kem
ur slíkt ekki til greina, er um það
er að ræða, sem skynjun manns
nær á engan hátt til. Það er eins
og allir ættu að geta séð, með öllu
óskynsamlegt að tala um undirvit
und varðandi það, sem einstakling
num var með öllu ómögulegt að
afla sér vitneskju um sjálfur. Þar
getur ekki annað komið til greina
en að þiggja af einhverjum öðrum.
Og hvort verðiir það þá ekki eina
leiðin til að skilja draumskynjan
irnar? — Það hefði í rauninni
aldrei átt að þykja fráleitara en
ýmislegt annað, sem menn hafa
hugsað sér í þessu sambandi, að
heili manns geti verið sendistöð
eða þá móttökutæki, en þegar það
má heita fullkomlega sannað, að
hugsanaflutningur eigi sér stað, þá
Skólar — Skrifstofur
Verzlanir — Vinnustaðir
yPA-MATIC
HANDKLÆÐASKÁPAR MEÐ
RÚLLUHANDKLÆÐIN
eru nauðsyn á hverju snyriherbergi.
HVER NOTANDI FÆR HREINT HAND-
KLÆÐI í HVERT SÍNN.
Ný sending — mikil verðlækkun
Kaupið handklæðaskáp hjá okkur strax
í dag.
Borgarþvottahúsið h.f.
7 Borgartúni 3. — Sími 10125.
X4 28. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ætti slikt að fara að geta blasað
hér við sem hin eðlilegasta skýring
Og þegar svo þess er gætt, sem
þegar var vikið að, ósamkvæmni
draummyndanna og þess, sem sof
andinn þýðir þær fyrir, þá verður
sú skýring enn sjálfsagðari. Það
kemur ekkert eins vel heim við
sjálfa draumana og einmitt það,
að þeir séu fyrst og fremst til orðn
ir fyrir samskynjanir manna á
milli, og verður þá nú að vísu að
hafa í liuga fleiri staði en þessa
jörð, sem við byggjum.
Það fer nú bráðum að verða hálf
öld liðin síðan út fór að koma bók
sem gefið var heitið Nýall, og var
höfundur hennar dr. Helgi Pjet-
urss. Þótti víst mörgum sú bók
vera nýstárleg, og hrifust víst ýms
ir af þeim kenningum, sem hún
flutti. Há skilningur, að líf jarðar
innar sé einungis þáttur í óþrot-
legu alheimslífi, var svo stórkost-
leg, og í svo beinu framhaldi af
því sem bezt hafði verið hugsað
,í heimsfræði og öðru, að marg
ir gáfaðir menn hlutu að hrífast
af. En þrátt fyrir þá hrifni, sem
einkum mun hafa átt sér stað með
al ungra og óforpokaðra manna, þá
hefur þessari kenningu enn ekki
orðið sigurs auðið. Enn grúfir að
mestu yfir þessi þoka dulrænu
eða undirvitundartrúar. En hvort
er nú samt ekki verið að nálgast
hinar nýalsku niðurstöður, stjörnu
líffræðina? Þó að sumir kunni að
vilja kalla það hjáróma athæfi a'ð
hafa orð á þesum kenningum, þá
er nú miklu meira en var fyrir svo
sem 20 árum talað um íbúa ann
arra hnatta og sambönd við þá. Og
þótt enn hafi fræðimönnum hér
ekki auðnazt að setja þetta tal í
samband við það, sem að hinu
leytinu hefir færst fram varðandi
athuganir É? draumum og viður
| kenning hugsanaflutnings, þá gæti
svo farið fyrr en varir að nauðsyn
leg tengsl fari að verða þar á
milli. Það sem verða þarf og
verða á er, að heimsfræði, líf
fræði og sálarfræði verði í full-
komnum tengslum hver við aðra,
j því að þá mundi geta farið að birta
ítil hér á jörðu. Það sem verða
: á er að menn viti það og læri að
færa sér þá vitneskju i nyt, og
„það sem þúsundir milljóna hafa
haldið vera líf í andaheimi eða
goðheimi, er lífið á ö'ðrum hnött
um“. En til þess að það geti orðið.
verða menn að hætta að trúa á
undirvitund og annað slíkt, en láta
sér skiljast þess í stað, að endur
næring slik sem svefninn veitir.
getur ekki orðið án þess að eitt
hvað sé þar, sem endurnærir, rétt
eins og það, að skynjan eigi sé”
1 ekki stað, án þess að eitthvað hafi
j verið skynjað. Að menn búi sér
til skynjanir af engu og þiggi vitn
j eskjur án þess að um vitneskju
; gjafa hafi verið að ræða, ættu all
| ir að geta séð, að það er ekki ann
að en rökleysa.
Þorsteinn Jónsson
á Úlfsstöðum
Bróðir okkar
Ásgeir Jón Guðmundsson
andaðist að heimili sinu Reykjavíkurvegi 1GB, Hafnarfirði
þann 26. des.
Fyrir hönd okkar systkinanna.
Kristín Guðmundsdóttir
Útför föður míns
Vilhjálms Ásgrímssonar
sem andaðist 19. þ. m. fer fram frá Fossvogskirkju fimmtu-
dag 29. þ. m. kl. 10.3Q.
Þeir, sem vildu minnast hins látna er bent á Blindrafélaglð
eða Minningarsjóð Margrétar Rasmussen.
Fyrir hönd var.damanna
Erlendur Vilhjálmsson,
Eiginkona mín og móðir okkar
Sigurborg Þórkatla Jóhannesdóttir
Háteigsvegi 22
andaðist að Sólvangi, Hafnarfirði að kvöldi 23. des.
Árni Sigurðsson
Gestur Árnason Jóhannes Árnason
Sigurður Árnason Guðríður Árnadóttir
Móðir mín
Guðbjörg Árnadóttir
andaðist á annan jóladag á sjúkraliúsinu Ilrafnistu.
Fyrir liönd systkina, tcngdabarnff og barnabarna
Tómas Vigfússon.