Alþýðublaðið - 05.01.1967, Page 3

Alþýðublaðið - 05.01.1967, Page 3
Harönandi árásir í gárð Kínverja PARÍS, 4. janúar (NTB-Rcuter). Franslci kommúnistaleiðtoginn ; Waldeck Rocliet sagði viíf setn- Nýárskveðjur til forsetans MEÐÁL ÁRNAÐARÓSKA sem for seta íslands bárust á nýársdag voru kveðjur frá þessum þjóðhöfðingj- um: Frederik IX., konungi Danmerkur Olav V. konungi Noregs Gustaf VI. Adolf, konungi Svíþj. Urho Kekkonen, forseta Finnlands Franz Jonas, forseta Austurríkis Lyndon 13. Johnson forseta USA Georgi Traikov, forseta Bulgariu Felix H. Boigny fors. Fílabeinsstr. Charles de Gaulle, forseta Frakkl. Konstantin, konungi Grikklands Juliönu, drottningu Hollands. Framliald á 15. síðu. ingu 18. þings franska kommún- istaflokksins í dag að' Rússar neyddust til að senda Norður- Vietnammönnum vopn og vistir með flugvélum til að sneiða hjá því að Kínverjar torvelduðu þessa flutninga á landi. J Moskvu sögðu þrír sovézkir blaðamenn í dag, að þeir hefðu verið reknir frá Kína, þar sem Kínverjar óttuðust að þeir segðu allan sannleikann um hina svo- kölluðu menningarbyltingu sem raunverulega miðaði að því að treysta völd Mao Tse-tungs her- væðfi landið og vanvirða alla hreyfingu kommúnista. í ályktunartillögu, sem sam_ þyklct var á fundi starfsmanna sovézka kommúnistaflokksins í Moskvu í dag segir, að ardsovézk stefna Kínverja sýni að stórveld isstefna Mao Tse-tungs sé komin á alvarlegt stig. Látnar eru í ljós áhyggjur vegna stefnu kínverskra leiðtoga í alþjóðamálum. afstöðu þeirra til annarra sósíalistaríkja og fjandskapar þeirra við sov- Framhald á 15. síðu. Ok brott eftir ákeyrslu Rvík - SJÓ. Snemma morguns á gamlársdag var ekið harkalega á kyrrstæða bif reið, sem stóð við Kleppsveg nr. 26 Ók sá bifreiðarstjórinn, sem á- rekstrinum olli, þegar á brott. Var lögreglunni tilkynnt um,á- rekstur þennan kl. 7,45 þennan morgun og fór hún þegar á vett vang. Eftir nákvæma rannsókn á- leit lögreglan, að ákeyrslan hefði orðið með þeim hætti, að ökumað ur hefði ekið eftir Brekkulæknum og verið á það hraðri ferð, að hann hefði ekki náð be.vgjunni og lent með þeim afleiðingum á Fiat-fólks bifreið, R-8820, sem stóð þar í samfelldri röð bifreiða. Við árekst urinn skemmdist Fiat-fólksbifreið in töluvert á báðum hliðum en hún kastaðist við árekstúrinn á Chevró lét, sem dældaðist við það á ann ari liliðinni. Er að var komið lágu grábláar lakkflísar á víð og dreif um svæðið, sem talið er að séu af þeirri bifreið, sem árekstrinum olli, en einnig mátti merkja greini leg lijólför og eftir þeim að dæma hefur bifreiðarstjórinn flýtt sér á brott hið skjótasta. Ef einliver kynni að hafa séð bif reið á hraðri ferð á þessu svæði og um þetta leyti morguns, er sá hinn sami beðinn að hafa samband við lögregluna. I NÝÁRSFAGNAÐUR ALÞÝÐU- I FLOKKSFÉLAGSINS s S NÝÁRSFAGNAÐUR Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur verður S haldinn í kvöld fimmtudaginn 5. janúar í Lídó og hefst kl. S 8.30. Dagskrá: Emil Jónsson, utanríkisráðherra, flytur ný- S ársávarp. Hinn heimskunni töframaður Tom Miller sýnir S listir sínar og Ómar Ragnarsson flytur nýjan skemmtiþátt. ^ Að lokum vgrður dansað til kl. 1 Hljómsveit Ólafs Gauks ^ leikur, söngvarar Svánhildur Jakebsdóttir og Björn R. Einars ^ son. — Framreiddur verður matur fyrir þá sem þess óska. ^ Aðgöngumiðar í skrifstofu Alþýðuflokksins. Ólga í brezka blaðaheiminum Mikillar ólgu gætir í brezka blaða heiminum þar sem blaðið „The Gu ardian“ birti leyniskýrslur þar sem jafnt blaðaútgefendur sem verka lýðsfélög sæta gagnrýni fyrir að sóa allt að fimm milljónum punda á ári vegna þess að of fjölmennt starfslið er látið vinna við blaða útgáfu. Tímaritið „The Eeonomist" hef ur gert nákvæma athugun á kjör um brezkra blaða, og verður skýrsl an rædd á fundi í sameiginlegri nefnd blaðanna á mánudaginn. Har old Wilson forsætisráðherra skor aði i gær á blöðin að birta skýrsl una eftir að hafa sjálfur gagnrýnt blaðaútgefendur og haldið því fram ða hömlur verkalýðsfél væru hneyksli. Skýrslan er samin skömmu eftir að blaðakóngurinn. Thomson lávarður tók við rekstrþ kunnasta blaðs Breta, „The Times“.: í skýrslunni er blaðaútgefendumi að miklu leyti kennt um erfiðleika blaðanna. Þeir hafi sýnt af Iitinn-, áhuga á nýtízku aðferðum og var ið óf eftirlátssamir við verkalýðs, félögin. Jafnframt eru verkalýðsfó lögin vöruð við því, að andstaðg' þeirra gegn ráðstöfunum til að. færa rekstur blaðanna í nýtízkp- horf geti haft alvarlegar afleiðing ar. A æfingu í gær: Talið frá vinstri: Guðlaugur Rósinkranz, Matthías Johannessen, Benedikt Arna- son, Gísli Alfreðsson, Lárus Pálsson og Valur G .siason. (Mynd: Bjarnl.) „Leikrit eiga helzt oð vera miskunnarlaus,. TVEIR einþáttungar eftir Matthías Johannesen verða frumsýndir í Lindarbæ nk. sunnudag Nefnast þeir Eins og þér sjáið . . . og Jón gamli. Eru þetta fyrstu leikrit höfund arins sem sett eru á svið en áður hefur komði út eftir hann leikritið Sólmyrkvi. Leikstjóri beggja einþáttung ana er Benedikt Árnason og eru leikendur þrír, og leika allir í báðum leikritunum. Eru það þeir Valur Gíslason Lárus Pálsson og Gisli Alfreðsson. í fyrri einþáttungnum leikur Val ur Jónatan nokkurn, Gísli prest og Lárus fer með hlut- verks myrkrahöfðingjans, sem þarna kemur við sögu eins og oftar. í síðarnefnda þættinum fer Valur með titilhlutverkið, Gísli leikur unglinginn Frissa sem gengur með hár niður á axlir eins og tíðkast hjá þeim aldursfiokki nú til dags og Lár us leikur Karl, fyrrverandi tog arasjómann en er orðinn starfskraftur í b.akaríi. Kvisast hefur að Matthías taki í leikþáttum þessum á- kveðna menn og ákveðin atvik úr nútímalífinu til meðferðar. Aðspurður sagði hann, að hann hefði í huga vissar persónur sem hann hefur kynnzt, enda væri ekkert launungamál að rithöfundar skrifa sjaldnast um það sem þeir ekki þekkja.. Sagði hann að í þessum þátt um væyi margt óþægilegt sem sagt er, — en leikrit eiga að vera miskunnarlaus og engin vella. Og ætti fólk að geta lært af þeim. Anhars er samn ing þessarra þátta tilraun af minni hálfu. — Fyrri einþáttungurinn varð til upp úr inspírasjón sem mér datt í hug þegar ég var á rölti fram hjá gamla kirkju garðinum. Mér varð á' að brosa og hugsaði að gaman væri að gera svolítið grín, og skrifaði síðan einþáttungana og sýndi Benedikt Árnasyni þá. Hann hringi skömmu r.íðar og sagðist halda að þetta væru bara leikrit. Þá varð ég hissa. Siðan sýndi Benedikt þjóðleikhús- stjóra skrifin og hann var á sama máli og nú eru þættirn- ir að verða fullæfðir Matthías sagði að leikþátt unum hefði verið töluvert breytt frá fyrstu gerð er far ið var að æfa þá enda hefði hann notið góðra ábendinga í því efni hjá leikstjóra ng leik urum. 5. janúar 1967 ~ ALÞÝÐUBLAÐÝÐ ^

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.