Alþýðublaðið - 05.01.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 05.01.1967, Blaðsíða 13
lítY pRL'BtRG POUL REICHHARDT GHITA NORBY HOLGER ÍUUL-HÁNSEN' GRETHÉ MOGtNSEN DARIO CAMPEOTTO BIRGÍTiiAOOUN POULHAGEN KARLSIEGGER OVESPROG0E . *' lnstiuktmn:AnflílöB‘MeiH3che * "' iÆMBíP P~'"' —: Slml £0184. Leðurblakan Spáný dönsk litkvikmynd. íburð armesta danska kvikmyndin í mörg ár. Listdansaramir Jón Valgeir og Margrét Brandsdótt ir koma fram í myndinni. Elti stúika ©g 33 sjómenn Sý»d kl. 7 og 9. Blaóaummæli: Leðurblakan í Bæjarbíó er kvik- mynd sem óhætt er að . mæla með. Mbl. Ó. Sigurðsson. PALLAOIUIVI præsenterer: ca J / lil ET j 83 El MUSEM - árets festl/gste farvefilm llame(tos- OQtnorDem, Pl®$@ö2 r MsnÉiæiifl f iscenesat af annelise reenbero BiRölT SADOLIN-MORTEfl GRUNWALD AXEL ST-R0BYE- POUL BUNDGAARD farver: VASTMftHCOLOR Bráðskemmtileg ný dönsk lit- m.vnd um ævintýralegt ferða- lag til Austurlanda. Sýnd kl. 6.45 og 9. Auglýsið í Álþýðublaðinu Auglýsingaséminn 14906 FRA8VIHALDSSAGA eftlr Dorothy Saville HYLDU TÁR ÞÍN — Þakka þér fyrir vinan. Þú lít ur vel út. — Er það? Það hlýtur að vera góða loftið. Henni fannst hún vera eldri en móðir hennar og þrosk aðri en hún: — Ég fékk gott her bergi fyrir þig. Það er við brautar * stöðina og við getum fengið okkur tebolla þar. — Það er gott. Það var selt te í lestinni en það var svo hræðilega dýrt. Rödd liennar masaði og masaði og virtist aldrei ætla að þagna. Þegar þær komu að hótelinu ;sagði Heaiher: — Við lótum senda te upp. — Er ekKÍ aukakostnaður við það? — Ég hélt þú vildir tala við mig í einrúmi sagði Heather og reyndi að halda aftur af reiði sinni. Herbergið lá út að garðinum og í sóiskini hefði útsýnið verið fallegt en nú var það leiðinlegt. Lagleg, unig stúlka kom með teið, þegar Ihún var farin, sagði Heather: — Til hvers komstu mamma? — Eg gat ekki skrifað þér það. Miles Tennant er kominn heim. — Er það? sagði Heather og gat með naumindum stillt sig um að segja: — Ég veit það. — Ég þurfti að fara til Way- ford !á mánudaginn og drakk kaffi í Pagoda oig þar ihitti ég Emily Fisher — það þótti mér slæmt. — Talaðirðu við hana? spurði Heather rólega. — Auðvitað. Ég held að Ernily gruni allt, en hún minntist vitan- lega ekld á það. Rétt áður en við skildum sagði hún mér að Miles Tennant væri kominn heim. Alan Parker sagði henni það. Heather hugsaði sig um. Miles hafði sagt henni að hann hefði farið til foreldra hennar og beð- ið um heimilisfang hennar, en þau hefðu neitað að segja það. — Komstu hingað til að segja mér þetta? spurði hún. — Mér kemur Miles Tennant ekkert við. — Það held ég nú samt. Því hann kom til okkar um kvöldið. Hann vildi vita hvar þú værir, en pabbi hans neitaði að segja honum það. Pabbi þinn neitaði einnig. — En svo . . . sagði Heather, en móðir hennar greip fram í fyrir henni. — Ég fór að hugsa málið. Hann vildi endilega ihitta þig. Ég er ekki viss um að pabbi þinn hafi toreytt rétt. — Heyrðu nú, mamma! Ég ætla ekki að giftast Miles. Ég meina það, mannna. Ég hef sagt þér það áður og ég hef ekki skipt um skoðun. — Það er meira en mánuður síðan og þú varst langt niðri þá. — Ég elska hann ekki. — Elskarðu hann ekki! Róm- antísk vellai Ég vonaði að þú hefðir hugleitt aðstæðurnar og værir komin til vitsins. Þegar Miles var farinn, talaði ég við pabba þinn og ef þú vilt hitta hann og liaga þér skynsamlega, þá . . . En hún var búin að hitta Miles. Átti hún að segja það? — Jæja, sagði mamma hennar hvasst. — Skilurðu ekki það, •sem hefur gerzt? Þú verður að taka tillit til barnsins þíns. — Því heldurðu að ég geri það ekki? spurði Heather. — Eins otg ég hafi gleymt því. — Miles Tennant gefur toarn- inu föðurnafn. — En ég hef sagt þér . . . — Svo þú ert enn eigingjarn- ari en ég hélt. — Eigingjarnari? Heather starði á móður sína. — Já, eiginigjarnari! Hvað um framtíðina, ef þú neitar að tala við Miles? Hvernig ætlarðu að fara að? Frú Forrester hefur þig aðeins þangað til barnið er fætt og ekki getum við haft það. Pabbi þinn hefur sína aðstöðu í toænum og við höfum alltaf ver- ið góðh- borgarar og ekki mátt vamm okkar vita. Það verður að ættleiða barnið — ekki geturðu haldið áfram að vera frú Winter alla ævi! Það getur enginn hald ið barni leyndu og þegar það stækkar stríða hin börnin því. Viltu það? Ég var hrædd um að þú myndir taka þessa afstöðu svo ég skrifaði Mæðrahjálpinni og óskaði eftir æt.tleiðingu. Ég fór til London og talaði við kon- ur þar. Neitir þú að tala við Miles skaltu koma með mér til London til að ganga þar frá öll- um skjölum. Þ,að var ótrúlegtt áð móBir hennar skyldi hafa gert þetta. — Þú liafðir enga heimild til þessa! sagði Heather öskureið. — Þú hafðir ekkert leyfi til að gera þetta í trássi við mig! — Ég hef allan þann rétt, sem ég þarfnast — ég er móðir þín. — Hvernig hefði þér liðið ef þú hefðir komizt að því áður en ég fæddist, að þú ættir að gefa mig? — Þá horfði allt öðru vísi við. Við vorum gift og höfðum verið það lengi og við igátum boðið þér gott heimili. En hugsaðu um barnið, það fer til fólks, sem þrá ir barn og getur veitt því allt það sem þú getur ekki veitt því. — Þetta er satt, hugsaði Heather. Hvað get ég veitt því nema ást? — En ég á ekkert annað! sagði hún örvæntingar- fuil. — Þú átt okkur. Við hugsum um þig. Þú ert of ung til að eyði leggja líf þitt. Þegar þú hefur gefið barnið geturðu hafið lífið aftur og seinna hittir þú annan mann. Hana langaði til að eiga barn- ið sitt en nú fór hún í fyrsta skipti að skilja sjónarmið for- eldra sinna og hve miklu máli þetta skipti þau. Ef til vill hafði móðir hennar á réttu að standa Hún lagði aftur augun. Þegar hún opnaði þau aftur sá hún að móðir hennar starði spennt á hana. — Leyfðu mér að hugsa málið í viku. Þá skal ég skrifa ykkur og fara með þér til London. — Lofar þú því, Heather? — Já, ég lofa því. Æ, ef hún fengi aðeins að vera í friði! Heather var með ofsalegan höfuðverk þegar þær settust all ar þrjár að matborði á heimili Christine. Hún talaði naumast orð allt kvöldið en samt igengu hlutirnir hetur en hún liafði bú- izt við. Mamma og -Christine ræddu garðrækt og eftir að þær voru búnar að drekka kaffi, sagði Christine: — Ég skal fylgja mömmu þinni 'á hótelið, Heather. Þú ert mjög þreytuleg. Hún fylgdi þeim fram. — Góða nótt, mamma. Ég kem í fyrra- málið. Hvenær fer lestin? — Klukkan ellefu. — Ég kem á hótelið. Hún fór fram í eldhús og þvoði upp. Hvað skyldu þær tala um á leiðinni, móðir hennar og Chris- tine? Hún þerraði síðustu disk- ana og átti erfitt með að hugsa skýrt. Svo fór hún upp á loft og hjó um sig. Hún hnerraði nokkrum sinnum og kuldahrollur fór um hana. Skyldi hún vera að verða veik? Þegar hún var hátt- uð, tók hún dagblað frá London, sem móðir hennar hafði komið með. Um leið heyrði hún úti- hurðinni lokað. Hún beið um stund og hélt að Christine kæmi inn til hennar en svo fór hún að lesa blaðið. Fljótlega kom hún auga á myndina. Þar var Colette Marig- ny ásamt dökkhærðum manni. Heather las textann, sem stóð undir myndinni: Ungfrú Colette Marigny hefur nýlega opinberað trúlofun sína og signor Piero Cansoni. Ungfrú Marigny hitti uimusta sinn þegar hún var í London s.l. ár. Signor Cansoni er hinn þekkti og vin- sæli eigandi veitingahúsakeðj- unnar Capelia. Brúðkaupið verð- ur haldið í . . . Dagblaðið rann út úr höndum Hether og hún hallaði séi; aftur á bak. Vissi Miles þetta? En því hafði hann ekki sagt það? Nú skildi hún allt betur. Miles hafði hrifizt af Colette meðan hún var í Englandi og því hafði hann sótt um starf hjá föður hennar. Þau höfðu verið saman í Cannes, en efth- það fór hann frá Grasse vegna þess að hann vissi að Col- ette ætlaði að giftast öðrum? Hvers vegna vildi hann þá fara aftur til Frakklands? Vildi hann sanna Colette að honum stæði á sama og hann hefði gifzt ann- arri? Það var ekki að undra þótt hann hefði ekki minnzt einu orði á ást. Heather kipptist til þegar bar- ið var að dyrum. Hún lagði blað- ið frá sér og Christine kom inn. — Hér er heit mjólk og aspirín, sagði Christine rólega. — Takk. Sagði mamma þér frá . . . — Frá mæðrahjálpinni? Já. Heather langaði til að spyrja Christine ráða en hún kunni ekki við það. Bruce var á milli þeirra. Hún dreypti á mjólkinni og óskaði þess að Christine færi, en hún settist við fótagaflinn. — Það er dálítið . . . sagði hún hik- andi, — sem mér hefur ekki gefizt tími til að segja þér. Rétt fyrir matinn hringdi Miles Ten- nant. — Miles? Hvað vildi hann? Hún þorði ekki að líta á Christi ine. — Hann veit, að þú ert hér| Hann sagðist vera á leiðinni ætlal að fá sér herbergi á hótelinu, sem mamma þín býr á og heim- sækja þig á morgun. — Ég get ekki hugsað mér það. Ef mamma hennar hitti nt| Miles! I , — Eg sagði honum, að ég bærí ábyrgð á þér og hann fengi ekki að tala við þig. — Heldurðu þá ekki að hann hætti við að koma? — Ég held hann komi, því hann var búinn að tala við föður sinn og hr. Tennant samþykkti það. — Ég fer. Ég fer með mömmu til London. En hún gat ekki ver- ið í London og ekki heldur far- ið heim til sín. Koparpípur og Rennilokar. Fittings, Ofnkranar, Tengikranar, Slöngukranar, Blöndunartæki, Bursiafell j Byggingavöruverzlun, Réttarholtsvegi 3. Síml 3 88 40. 5. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐÝÐ |,3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.