Alþýðublaðið - 05.01.1967, Page 7

Alþýðublaðið - 05.01.1967, Page 7
Frá þingi bandaríska verkaiýðssambandsins. Forseti sambandsins, George Meany, í ræðustól. yinnuviku. í alríkislögunum eru á- kvæði um lágmarkslaun, en þau eru 1,25 dalur á vinnustund. Nokk uð er rætt um breytingar á þessu þannig að lágmarkslaunin verði hækkuð upp í 1.50 til 2 dali. Á ferðum okkar um vinnustaði varð okkur ljóst, að vinnan er hvarvetna vel skipulögð, vinnu- hraði og afköst því mjög góð. Verkafólk í Bandaríkjunum er að langmestu leyti sérþjálfað iðnverka fólk, sem vinnur mjög einhæf störf Aukin sjálfvirkni og tæknifram farir leysa sífellt stóra hópa af sérþjálfuðu verkafólki frá störf um og ógna þannig atvinnuör yggi þeirra. Það er því mikið vanda mál fyrir verkalýðsfélögin að út- vega slíku verkafólki önnur störf, ásamt nauðsynlegri þjálfun til þeirra og mun vera nokkuð sam starf í þessum málum milli verka lýðsfélaga, vinnuveitenda og jafn vel viðkomandi ríkisvalds, ef um Stærri vandamál er að ræða. í þessum tilfellum koma mjög til góða hinir stcrku sjóðir félag anna. Þegar við vorum I Detroit var eitt slíkt vandamál á döfinni. Fordverksmiðjurnar voru að taka upp nýja aðferð við stálbræðslu. Þessi aðferð átti að leysa frá störf «m stóran hóp af sérþjálfuðum mönnum, sem ekki var talið auð velt að koma fyrir annars staðar. Tfmabundið atvinnuleysi virðist því ekki óalgengt. Mun þykja gott hjá þesari fjölmennu þjóð, ef at vinnuleysi er ekki verulegt. Erfitt finnst mér að gera ná- kvæman samanburð á kjörum launþega í Bandaríkjunum og hér & landi. Til þess eru aðstæður á mörgum sviðum svo gjörólíkar. Enginn vafi er á því að launþegar 1 Bandaríkjunum búa við miklu hærri laun en eru hér á landi, en neyzlu- og þjónustuútgjöld virð ast líka vera mjög há þar í landi. Öll afkoman byggist á hinum stutta vinnutíma og þótt atvinna þeirra teljist örugg er ekki um neinar aukavinnutekjur að ræða. Hjá sum um félögunum er það bókstaflega refsivert, ef unnið er meira en til skilinn vinnudag, t.d. hjá prentur um í Seattle. Aðeins á einum stað vissum við dæmi um möguleika á mikilli yfirvinnu, en það var hjá hafnarverkamönnum í New Orle ans. Mér sýnist, að liinn bandaríski launþegi eigi auðvelt með að eyða sínum háu launum. En bandarísk launþegafjölskylda getur eflaust varið peningum sínum mjög skyn samlega á einhverjum fjölbreytt asta og bezta þjónustu- og neyzlu vörumarkaði, sem hugsast getur. Engir launþegar í Bandaríkjun um fá til ráðstöfunar það fé, sem greiða á í skatta — þeir eru allt af teknir af launum við útborgun þeirra. En skattar munu vera um 10—15% af lágum launum. Mér þætti ekki ósennilegt að þegar allt kemur til alls, þeir með sín liáu laun og stutta vinnutíma og við með okkar lága kaup og langa vinnutíma muni þykja gott hjá báðum, ef endarnir ná saman í lokin — tekjur og gjöld standist á. Þá þykir mér rétt að benda á það, að verkalýðshreyfingunni vest an hafs virðist hafa tekizt að halda Elinbergur Sveinsson formaður verkalýðsfélagsins Jökuls í Ól- afsvík, ferðaðist um Bandaríkin í fyrrasumar og kynnti sér mál efni verkalýðshreyfingárinnar þar í landi. í meðfylgjandi grein sem birtist í Skaganum á Akra nesi um hátíðarnar, segir Elin- bergur frá kynnum sínum af vinnandi fólki og samtökum þess vestra. sér utan við yfirráð stjórnmála flokka á samtökunum, en í þess — Þú gerir það sem þér þókn- stað tekið upp lilutdrægnislausa fræðslu um afstöðu einstakra þing manna til mála er varða hagsmuni verkalýðsfélaganna. í viðræðum okkar við fulltrúa verkalýðsfélag anna í ýmsum rikjum kom fram, að þeir virðast vera blessunarlega lausir við allar kreddur og eru mjög opnir í viðræðum og spurðu gjarnan mikið um okkar-hagi og skipulag. Þessi ferð okkar um Bandarík- in spannaði yfir miklar vegalengd ir, sem aðeins var liægt að komast á svo skömmum tíma með því að fljúga milli staða. Stundum fannst okur „prógrammið" fullstrangt og máttum hafa okkur alla við, ef við áttum að halda það. En það kastar engri rýrð á þetta ferðalag, sem var í alla staði mjög uppbyggi legt að okkar dómi. Og ekki má gleyma að geta þess, að hvarvetna var okkur tekið af mikilli vin semd og velvilja. Ég vil svo að lokum senda ferðafélögum mínum beztu kveðjur og vil þakka þeim fyrir góðan félagsskap, sem aldrei bar skugga á í þessu eftirminni lega ferðalagi okkar. Ólafsvík í desember 1966. Elínbergur Sveinsson. Hannes Pétursson: Bréfstúfur til Olafs Jónssonar 30. desember 1966. Kæri Ólafur. Smábókaflokkur menningarsjóðs er þér ekki með öllu skapfelldur. í ritdómi nú í dag lest þú honum lesturinn — og hefur reyndar gert það fyrr á síður Alþýðublaðsins — engan reiðilestur að vísu, en ert ofboðlítið önugur. Ég ætla mér ekki í karp út af því, vil þó benda á nokkur atriði. Þegar Bókaútgáfa menningar- sjóðs afréð árið 1959 að hefja út- gáfu smábóka í sérstökum flokki, var hugmyndin sú að koma á fram færi við íslenzka lesendur ýms- um stuttum ritverkum bókmennta legs eðlis, innlendum og erlend- um, gömlum og nýjum. Skyldi flokkurinn vera fjölbreyttur inn- an sinna takmarka, flytja skáld- skap bundinn og óbundinn, rit- gerðir, bréf og heimspekirit, en bækurnar skyldu aftur á móti vera íburðarlausar að frágangi og ó- dýrar í sölu. Að nokkru var hafður í huga bókaflokkur Insel-útgáf- unnar þýzku: Insel-Búcherei. Sjón armið þetta var kynnt félagsmönn um i boðsriti þá er fyrstu bælt- urnar komu á markað. Er skemmst frá því að segja að Smábókaflokkn um hef ég ritstýrt með hliðsjón af þessari fyrirætlun. „Meginhuig- mynd til l'eiðsagnar um hvað eigi þar heima og hvað ekki,“ sem þú telur að skorti, hefur verið sú ein, að rit flokksins, á því sviði sem honum er ætlað, væru boðleg góð- um lesendum. Auðvitað má stofna til bóka- flokka með ýmsu móti; þig langar t.d. í bókaflokk þar sem aðeins væru birt þýdd úrvalsrit, en eins mætti hugsa sér bókaflokka sem væru einskorðaðir við sérstaka tegund bókmennta, vísinda eða lista. Algengastir munu þó flokkar þar sem ýmsum bókmenntaverk- um, frumsömdum og þýddum, er ætlaður sess. Og svo er um Smá- bókaflokkinn. Af einhverjum á- stæðum ætlast þú til að hann sé sérhæfður, þótt það hafi aldrei fyrir útgáfunni vakað. Áþekkir bókaflokkar erlendis, en vitanlega mun stærri í sniðum, eru al'geng- ir, eins og ég nefndi, einnig svo að bækur þeirra eiga „ekkert sam- eiginlegt nema einkennisbúning sinn og sameiginlega númeraröð.“ Ég sé ekkert því til hindrunar að Smábókaflokkurinn megi sigla á sama báti. Aftur gleddist ég ef þú fengir því áorkað með blaðaskrif- um o'g öðrum tOtækum ráðum, að hér á landi hæfist útgáfa ritflokka í vasabókarbroti um ýmsar mennt- 5. iant | ir Gg listir, likt og nú tíðkast með mörgum siðuðum þjóðum, vitgáfa snoturra og vandaðra ritflokka^ sem væru þó svo að heiman búnir að herra Péturogpáll sæi sér fært að kaupa bækumar án þess að „slá víxil“. Er af og frá að hægf; yrði að koma á samvinnu íslenzkr^ útgefenda og jafnvel fleiri aðil^ um útgáfu slíkra bókaflokka? Ó-| víst má telja að einstakt útgáfu-; fyrirtæki réði við slikt sökum íá-( mennis vorrar þjóðar. Þú segir að helzt aldrei eigi a3 birta í Smábókaflokknum „efnl sem er líklegt til útigáfu í öðrum sniðum." Nú kreppir að. Iívaða rit áttu við sem óhugsandi væri að gefin yrðu út öðruvísi en £ flokki srri'ábóka? Að minni hyggju er ekkert ritverk til svo illa á vegi statt að komast ekki fyrir sjónir manna, ef í það færi, öðruvísi en í smábók. Ritgerð upp á 80 blað-t síður gæti birzt í safni ritgerðá, stutt skáldsaga í bók ásamt fleiri sögum (t.d. Rórneó og Júlía i sveitaþorpinu, enda þannig birt i ritum Kellers), smásögur á sama hátt, ljóðasyrpur og fleira og fleira. Að lyktum: Þú segir að ekki hafi verið „efnt það fyrirhcit um út- gáfu klassískra bókmennta á ís- lenzku sem fyrsta bókin í flokkn- um gaf, Samdrykkja Platóns í þýð ingu Steingríms Thorsteinssonar, svo dæmi sé nefnt“ (annað dæmi var ekki um að ræða). Ég hef aldrei heitið því fyrr né síðar, né heldur útgáfan, að Smábókaflokk- urinn yrði Vettvangur fornklass- ískra rita í islenzkri þýðingu, enda þótt hann hæfist á Samdrykkju Platóns. Samt væri mér mjög kært að stuðla að slíkri útgáfu, og ég gerði mér á tímabili von um nýja þýðingu á Samsæri Catilínu eftir Sallúst, en hún hefur því miður ekki borizt í mínar hendur. í Lands bókasafni má finna ýmsar þýð- ingar grískra og rómverskra rit- verka, og enda þótt menn sem um útgáfu þeirra gætu fjallað séu færri en vikudagamir, ætla ég ao biðja þig, kæri vinur, að missa ekki þolinmæðina, því úr kann að' rætast, hver veit nema Eyjólfui- hressist, eins og nú er tekið ti| orða og hver étur upp eftir öðrj- um, fyrst Nóbelsskáld eftir þeini Orðabókannönnum, svo landsi- menn eftir Nóbelsskáldi, en nú eí ég kominn út í aðra sálma og vertu margblessaður. Hannes Pétursson | ar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐÝÐ J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.