Alþýðublaðið - 05.01.1967, Side 10

Alþýðublaðið - 05.01.1967, Side 10
- segir Ólafur Árnason, sem er 80 ára í dag Dessu ari liáseti á Leifi heppna, en var þar fremur stuttan tíma og fór yfir á togarann Geir og var á iionum óslitið til ársins 1942. En þá brá svo við, að ég gerði þriggja ára hlé á sjómennsku- störfum mínum og stundaði þá búskap ‘á Álftanesi þessi árin. Fór ég þá aftur á Geir og var á honum, þar til hann var seld- ur haustið ’46. Síðan hef ég ekki verið meira til sjós. — Nú má gera ráð fyrir því, Ólafur, að þú hafir lent í ein- hverjum svaðilförum eins og fleiri sjógarpar á þínum tíma. — Og heldur fór nú lítið fyr- ir því. Það var þá ihelzt á síð- ustu vertíðinni á skútunni Haf- steini 1920, en þá geisaði ótíð mikil og fárviðri. Og eflaust hafa margir hásetanna séð þá það versta í sínu lífi. Þetta var um sama leyti og Valtýr fórst. Við höfðum lagt út frá Vest- mannaeyjum, sem við vorum vanir að gera í þá tíð. Hávaða- rok var af suðvestan og var þá búið að ganga frá öllu uppi, en stóri kapallinn'á seglinu hafði rifnað og urðum við því að stýra alla nóttina. Undir morg- un hafði veðrinu slotað örlítið og þá gerðist hið óvænta, að mikill sjór skellti skútunni skyndilega á hliðina. Sem bet- ur fer sakaði engan, en nokk- urn tíma tók samt að rétta skút una við með því að moka til saltinu. — Urðu ekki miklar breyt- ingar á fiskveiðum okkar, þeg- ar togararnir komu til sögunn- ar? — Eflaust var það mesta þró- unin í sjómennskusögu okkar íslendinga, þegar togararnir tóku við af skútunum. Þegar maður var á þessum skútum var unnið alveg sleitulaust eða svo lenigf sem menn stóðu uppi. En með tilkomu togaranna létt ist þetta mikið og 1922 var svo samið um 6 tíma vaktavinnu, sem var til mikilla bóta. Það eru orðnar svo gífurlegar breyt ingar frá tímum skútunnar til dagsins í dag að það er algjör- lega óhugsandi að skýra ung- lingum í dag frá því, hvernig vinnustritið var áður fyrr. — Úr því þú minntist á æsk- una í dag, Ólafur, kannski við innum þig þá frekar eftir á- liti þínu á lienni. — Mér finnst mikil lausung á ungu fólki í dag. Það getur verið duglegt, ef það vill það við hafa og unglingarnir hafa meiri vinnuskilyrði en áður og betri menntun. — Víkjum nú að veru þinni í Sjómannafélaginu. — Ég hef verið í félaginu svo að segja frá upphafi, að vísu ekki einn af stofnendun- um, því ég gekk í félagið mán- uði eftir að það var stofnað. Einniig hef ég lengi átt sæti í stjórn félagsins; var reyndar oft tregur til þess starfs, þar eð ég var þá lítið í landi. Ég álít, að stjórnarmeðlimir þurfi helzt að vera menn, sem aðal- lega stundi störf sín í landi. — Hvenær byrjaðir þú að vinna hjá Bæjarútgerðinni? — Ég mun hafa byrjað hjá Bæjarútgerðinni 1949. Ég hef ávallt gegnt því starfi að vera svokallaður lagermaður, sem felst í því að taka til í skipin, afgreiða þau og annast mót- töku, og hef allfaf kunnað vel við þetta starf. En ég er á- kveðinn í því að hætta allri vinnu á þessu ári. Vona ég þar með, að ég hafi skiiað sæmi- legu dagsverki. S.TÓ ætti aö vinna á í dag er 80 ára Ólafur Árna- son, lagermaður við fiskverk- unarstöð Bæjarútgerðar Beykja víkur við Grandaveg. Ólafur hefur alið mestan hluta ævi sinnar við sjómennskustörf og átt m.a-. sæti í Sjómannafélagi Eeykjavíkur. Hann hefur verið í ■ Alþýðuflokknum frá stofnun hans. Ólafur er fæddur 5. janúar 1887 í Innri Akraneshreppi, Stóra-Býli og dvaldist þar til fjögurra ára aldurs. — Ég var lengst af á flæk- ingi um sveitir landsins, sagði Ólafur, er blaðið hitti hann að máli í gær. Frá Stóra-Býli flutti ég að Miðvogi, sem er skammt frá Akranesi. Var þar ekki nema einn vetur og íór síðan að Hvítanesi. Gerðist smali á sumrin og var á þess- um flækingi allt til 13 ára ald- urs. — Hvenær hófstu sjóvinnu- störfin? — Á sjómennskunni byrjaði ég fyrir alvöru 1904. Fór þá á skútu, sem gerð var út frá Sel- tjamarnesi. Hét hún þá Karó- lína og var skipstjóri á henni Runólfur Óiafsson í Pálsbæ. Á þessari skútu var ég frá ver- tíðarbyrjun til septemberloka og kunni ágætlega við mig — þó slíkt þætti víst ekki bjóð- andi nú til dags. — Svo komu togaramir til sögunnar? — Jú, fyrsti togarinn, sem ég komst á var hollenzkur og mun ég hafa verið eina vertíð á honum. Það var 1914. En síð- asta veran mín á skútu var 1920 og þá á þeirri sömu og ég byrj- aði á, en þá hafði nafninu verið hreytt og hét nú Hafsteinn. Upp frá því hófst togaravera min fyrir alvöru. Þá gerðist ég DANSNÁMSKEIÐ Námskeið í gömlu dönsunum, byrjenda- og framhaldsflokkar hefjast mánudaginn 9. og miðvikudaginn 11. janúar í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Einnig námskeið í þjóðdönsum. Innritun og upplýsingar í síma félagsins 12507. Skírteinaafhending fer fram að Fríkirkjuvegi 11, laugardaginn 7. janúar kl. 2-5. Þjóðdansafélag Reykjavíkur. Breyttur viðtalsfími Viðtalstími minn verður framvegis kl. 4,15- 5.15 nema þriðjudaga og föstudaga kl. 1,15- 2.15 og laugardaga kl. 9,15-10,15. ÓFEIGUR J. ÓFEIGSSON, Iæknir. ÞEIR HEPPRKIIRR ? (aðeins þeir sem eiga miða.) Dregið n, k. þriðjudag HnPPDRKlTI^ lí Kaupum hreinar léreftstuskur Prentsmiðja Alþýðublaðsins 10 5' J'anúar 1967 alþýoublaðýð

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.