Alþýðublaðið - 05.01.1967, Síða 15

Alþýðublaðið - 05.01.1967, Síða 15
Jafneðarmenn þinga í Róm ROM, 3. janúax-. (NTB-Rcnter). Jafnaðarmannaleiðtogar frá Vestur Evrópu, ísrael ogr Máritus hófu í dag vteggrja dagra við- ræ'ður í Róm um afstöðuna til konimúnista ástandið í fjármál um lieimsins og beiðni Breta um aðild að Efnahagsbandalaginu. Meðal fundarmanna eru Tage Erlander, forsætisráðherra Svía, Wiily Brandt, varakanzlari og ut anríkisráðherra Vestur-Þjóðverja, George Brown, utanríkisráðherra Breta, danski ráðherrann Hans Sölvhöj og Trygve Bratteli, for- maður norska Verkamannaflokks- ins. Surtsey Framhald af bls. 1. talíum hærra upp í hlíðina, heldur en það nú stendur. Húsið vegur ein níu tonn, og hérlendis er engin þyrla til sem lyft getur svo miklum þunga, en annars hefði verið auð veld leið að flytja húsið þannig. Eins og fyrr segir er húsið vá tryggt gegn tjóni af völdum eld gosa. Sagði Steingrímur, að húsið væri tryggt hjá Samvinnutrygging um og væri iðgjaldið aðeins 2% af matsverði og alls ekki óvenju lega hátt. Hann taldi að húsið mundi af hálfu Samvinnutrygginga endurtryggt hjá Lloyds í London. Fylgzt er með framrennsli liraunsins í eynni eftir mætti og í gær átti hraunið enn eftir góðan spöl að húsinu og rennslið var ekki mikið, en engu að síður var húsið talið í nokkurri hættu. HarÖnaPf*1* árásir Framhald af bls. 3 ézka kommúnistaflokkinn og sov- ézku þjóðina. LANDAMÆRASKÆRUR, Útvarpið í Belgrad hermir, að komið hafi til vopnaátaka á landa mærum Sovétríkjanna og Kín- verska alþýðulýðveldisins. en sov ézkar heimildir báru þessa frétt til baka og sögðu, að þótt Kín- verjar hefðu margoft gerzt sekir um yfirgang á landamærunum væri fráleitt að kalla það vopna- átök. Alvarlegasti atburðurinn á landamærunum átti sér stað 1963, þegar 60.000 ættbálkamenn flúðu frá Sinkiang til Kazakstan og Rússar neituðu að framselja þá. Blaðamennimir, sem reknir voru frá Kína, sögðu á blaða- mannafundi í dag, að þegar Kín verjar hugsuðu um styrjöld hugs uðu þeir fyrst og fremst um Bandaríkin, en einnig teldu þeir sér stafa hættu af Rússum. Einn blaðamannanna sagði, að Kínverj ar vissu ekki um aðstoð Rússa við Vietnam og könnuðust ekki við nöfn sovézku geimfaranna. •£• MAO ENDUR- SKOÐUNARSINNI. Á þingi franska kommúnista- flokksins sakaði Waldek Rochet Kínverja um að brjóta grundvaU aratriði marxismans og lenínis- mans. Kínverskir leiðtogar væru liinir einu og sönnu endurskoðun arsinnar. Þeir hefðu sagt skilið við marxisma og leninisma með menningarbyltingunni og i þess stað komið fram með maoisma, sem þeir vildu gera að allsherj arkenningu. Tveimur norður-vietnömskum ráðherrum og fulltrúum Vietcong var fagnað ákaflega á þinginu. Rochet sagði að franski komm- únistaflokkurinn héldi fast í það sjónarmið, að allir kommúnistar yrðu að njóta óskoraðs sjálfstæð is og að enginn flokkur mætti skipta sér að málefnum annarra flokka. Landhelgi Framhald af 1. síðu. krafizt útfærslu landhelginn. ar, þar sem erlend fiskiskip eru farin að stunda veiðar ná- lægt ströndinni. Hér er einkum um að ræða sovézka togara, en einnig kúbanska. Argentínumenn segja, að Chile, Perú og Kólombía hafi begar fært út landhelgi sína I 200 mílur. Verkstjórar í málmiðnaði: RAFHA vill ráða verkstjóra nú þegar eða síð- 'ar. Æskilegur aldur 25-40 ára. Meistararéttindi í málmiðnaði t. d., blikksmíði, vélsmíði eða rennismíði nauðsynleg. Góð vinnuskilyrði, ekki unnið á laugardögum. Umsóknir með upplýsingum um fyrri störf sendist fyrir 12. janúar nk. til: Hf. Raftækjaverksmiðjan Hafnarfirði. Höfum til sölu ú af notuðum bifrí Jón Loftsson hf. Vökull hf. 10600 rval iiöum Nýársskeyti Framhald af S. síðu. Eamon De Valera, forseta írlands Mohammad Reza Pahlavi, keisara íran Josip Broz Tito, forseta Júgóslavíu Dr. Osvaldo Dorticos Torrado, for- seta Kúbu Edward Ochab, forseta Póllands Leopold Sedar Senghor, forseta Senegal N. Podigorny, forseta Sovétríkj. Francisco Franco, rikisleiðtoga Spánar Antonin Novotny, forseta Tékkó- slóvakíu. Heinrich Liibke, forseta Sambands lýðveldisins Þýzkalands. hann mundi ekki yfirgefa húsið. Yngsta barn hjónanna, þriggja ára gamall drengur, lá í fasta- svefni á 8. hæð hússins þegar fað- ir hans var myrtur á götunni. Þrjú elztu börn Khiders eru á skóla í Sviss. Khider flúði til Sviss eftir vin- slit hans og -Ben Bella sumarið 1964, 'Seinna var hann gerður land rækur bæði í Sviss og Frakklandi vegna baráttu sinnar gegn Alsír- stjóm. Eftir flótta sinn frá Alsír 1964 var Khider sakaður um að hafa haft á brott með sér um fimm milljónir punda, sem voru í eigu stj órnarflokksins, Þj óðfrelsisfylk- ingarinnar. Þessi ákæra var hins vegar ekki staðfest í svissneskri rannsókn í málinu. Vietnam Framhald af 2. síðu. ur-Vietnam. En í Hanoi hefur verið hirt op- inber tilkynning þar sem segir að tillögur George Brown, utanríkis- ráðherra Breta, til lausnar Viet- namdeilunni séu óaðgengilegar og haittulegar. í yfirlýsingusrini er þess krafizt, að Bandaríkjamenn hætti árásaraðgerðum, flylji burt allt sitt herlið og fylgiríkja sinna frá Suður-Vietnam, liætti öllum styrjaldaraðgerðum gegn Norður- Vietnam og gefi vietnömsku þjóð inni færi ó að ráða sjálf fram úr vandamálum sínum. Um tillögu. Browns er sagt, að hún hafi varla verið lögð fram til að stuðla að öruggum friði. Reuters-frétt frá New York hermir, að forsætisráðherra Norð- ur-Vietnam, Pham Van Dong, hafi tjáð fréttaritara „New York Ti- mes“, Harrison E. Salisbury, að hefja megi viðræður i þeim til- gangi að binda enda á stríðið í Vietnam jafnskjótt og stjórnin í Washington fyrirskipi að hernað' araðgerðum verði hætt. Hann kvað þjóð Norður-Vietnam reiðu- búna að heyja langvarandi styrj- öld og staðráðna í að berjast unz heilög réttindi hennar væru viður- kennd. Fréttaskýrandi „Pravda“, Vik- tor Majevsky, segir í dag, að síð- asta friðarást stjórnarinnar í Washington sé aðeins tilraun til að skjótast undan ábyrgð á glæp- um sínum. Warrénnefndin Framhald af síðu 2. Jack Ruby, sem myrti hinn meinta morðingja Kennedys, verð ur jarðsunginn á morgun í Chi cago, þar sem hann fædist fyrir 55 árum. Lík hans var flutt í dag frá Dallas, þar sem hann andaðist í gær. Banamein hans var blóð tappi sem stafaði af krabbameini. Jack Ruby lézt án þes að verða dæmdur sem morðingi Iee Harvey Oswalds, þar sem dauðadómurinn yfir lionum var felldur úr gildi svo að taka mætti mál hans fyrir að nýju. Lögfræðingar sögðu að mál hans hefði ekki hlotið réttláta með ferð. Sovézka fréttastofan Tass hélt bvi fram í dag, að með dauða Jack Rubys væri horfið síðasta aðal- vitnið, sem hefði getað varpað ljósi á morð Kennedys forseta. Blöð í Sovétríkjunum hafa alltaf verið vantrúuð á skýrslu Warrennefndar innar, og kemur þessi vantrú fram í fyrirsögn hjá Tass fréttinni í dag: Dó á réttum tíma. MorlH Framhald af 2. síðu. Morðingjarnir komust undan, þótt lögreglan kæmi á staðinn ör- fáum mínútum eftir að morðið var framið. En í dag taldi lög- reglan að hún væri komin á slóð morðingjanna. Orðrómur er á kreiki um að Khider hafi hafnað boði um lög- regluvernd skömmu áður en hann var myrtur. Hann sagði þá, að My Fair Lady er ekki nógu ab- súrd. Kvikmyndin, sem einu sinni var leikrit eftir Bernard gamla Sliaw hefur verið breytt í söng- leik af þeim Alan Jay Lerner og Frederik Loewe. Nú er búið að setja allt á filmu. Þá er það víst hlutvérk okkar kvikmyndaskrif- ara að hefja hana til skýjanna svo sönigleikurinn megi öðlast meiri frægð en nokkru sinni hefur þekkzt. My Fair Lady er um 3ja " mynd og þaðan af langdreg- in. Öðru hvoru örlar þó á vel gerð- um atriðum. Framan af er kvik- myndin ósköp syfjuleg og leiðin- leg, en tekur síðan talsverðan fjör- ’'ídp, er lengra er á liðið eða allt frá því atriði, þegar Eliza lærir mælskusniildina til fullnustu. Þessi léttleiki helzt nokkurn veg- inn um miðbik mvndarinnar, en e.ndalókin eru leiðigiörn og lang- dregin. Það sem er lofsamlegast við mynd þessa er leikur aðalleik- endanna, Audrey Hepburn og Rex Harrison. Aukahlutverk eru ekki síður slaklega leikin; þar er minn- isverðast’”- Holloway í hlutverki föður Elizu. Eiginlega er þetta ekki annað en kvikmyndað- ur söngleikur frekar en hrein kvik mynd, því lítið sem ekkert er gert af því að nota hina tæknilegu möguleika kvikmyndarinnar. Kvik myndataka er t.d. ósköp staðbund- in. Skemmtilegir söngvar hressa nokkuð upp á andrúmsloftið, en aldrei hef ég samt kunnað \úð, að menn færu að syngja í hádrgma- tískum atriðum. Aldrei hafa söng- leikir verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér. En líklega hafa martgir gaman af slíku og þvi þá að vera að fárast út í bað? Hafi einhverj- ir gaman af söngleikjum. þá megi þeir njóta. My Fair Lady er ekki nógu absúrd. Sigurffur Jón Óiafssoii 5. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐÝÐ J5

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.