Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Side 4

Bókasafnið - 01.04.1994, Side 4
Ása S. Þórðardóttir bókasafnsfræðingur, Þroskaþjálfaskóla íslands Bókaval barna Veturinn 1992-93 vann ég að BA-ritgerð sem nefnist Bókaval barna 1968-1991, svör barna í fjölmiðlakönn- unum 1968, 1979, 1985 og 1991. Ég hafði aðgang að gögnum Þorbjarnar Broddasonar dósents, en hann og sam- starfsfólk hans hafði framangreind ár lagt fyrir allfjölmenn úrtök 10-15 ára grunnskólabarna skriflega spurningalista varðandi tómstundir þeirra og þá sérstaklega fjölmiðla- notkun. Spurningalistarnir voru með svipuðu sniði öll árin og í öllum könnununum var spurt: „Hvað heitir síðasta bókin sem þú last, eða sem þú kannt að vera að lesa þessa dagana?“ Þetta var sú spurning sem ég vann mest með í BA-ritgerðinni. Markmið mitt var að efnisflokka bækurnar sem nefndar voru og athuga hvort einhver mismunur væri á bókavali barna eftir kyni og aldri. Öll umfjöllun hér á eft- ir er úrvinnsla úr svörum við þessari sömu spurningu. Tafla 1. Fjöldi þátttakenda og svör við spurningunni: „Hvað heitir síðasta bókin sem þú last, eða sem þú kannt að vera að lesa þessa dagana?“ Ár Fjöldi barna í könnun Fjöldi ncfndra bóka Fjöldi ncfndra titla Hlutfall barna um hvern titil 1968 602 564 (94%) 402 1,40 1979 795 703 (88%) 495 1,42 1985 821 708 (86%) 426 1,66 1991 817 639 (78%) 370 1,72 Eins og sést í Töflu 1 þá fækkar þeim hlutfallslega sem svara spurningunni um heiti á síðustu lesinni bók og telja má að minnkandi bóklestur barna hafi þar nokkur áhrif. Eigi að síður svaraði fjöldi þeirra spurningunni um heiti á síðustu lesinni bók sem ekki höfðu lesið neina bók síðustu 30 dagana. Hér kemur því fram bókaval bæði lestrarhest- anna sem og hinna sem lítið lesa. Alls voru nefndir 1.499 bókatitlar, þar af 214 sem nefndir voru í fleiri en einni könnun. Mér tókst að hafa upp á samtals 1.468 eða 98% þessara bóka. Þessar bækur skráði ég samkvæmt höfundi, titli, útgáfuári og blaðsíðufjölda. Þegar kom að því að flokka bækurnar var mér nokkur vandi á höndum. Ekki er hægt að ganga að einhverjum stöðluðum efnisflokkum, því þeir sem hafa notað efnis- flokka við flokkanir bóka í rannsóknum sínum eru langt frá því að vera samstíga í flokkun sinni og gerir það einnig all- an samanburð erfiðan (sjá t.d. Ashley, L.F., 1972; Auður Guðjónsdóttir og fl., 1978; Elley, W.B. og Tolley, C.W., 1972; Guðný Þ. ísleifsdóttir og Kristín Fenger, 1980; Int- onato, J.A. 1989; Marshall, M.R. 1982; Sigrún Jóna Krist- jánsdóttir, 1984; Símon Jóh. Agústsson, 1976). Flokkun mín er einskonar bræðingur úr hinum ýmsu flokkunum sem notaðar hafa verið og að endingu stóð ég uppi með 21 flokk sem ég raðaði í eftirfarandi 4 meginflokka: Skáldrit ætluð börnum og unglingum; skáldrit ætluð fullorðnum; önnur rit en skáldrit og bækur flokkaðar eftir formi. Með því að skipta skáldritum í þau sem eru skrifuð fyrir börn annars vegar og fullorðna hins vegar vildi ég eiga möguleika á að sjá þróunina í bókavali barna á svokölluðum afþrey- ingarbókmenntum ætluðum fullorðnum. Önnur rit en skáldrit eru bækur sem fjalla um ákveðið efni og geta verið ætlaðar bæði börnum og fullorðnum, s.s. fræðibækur, ævintýri og gamansögur. Hvað varðar bækur flokkaðar eftir formi þá er algengt við efnisflolckun bóka að taka út ákveðna formflokka og þó ég telji ekki æskilegt að blanda formflokkun við efnisflokkun tel ég það samt réttlætanlegt þar sem ákveðin form eru líkleg til að skipta máli við val á bókum. I. Skdldrit œtluð börnum og unglingum 1. Drengjasögur. Aðalsöguhetjurnar eru drengir og söguþráðurinn spinnst í kringum þá. 2. Telpnasögur. Aðalsöguhetjurnar eru stúlkur og söguþráðurinn spinnst í kringum þær. Bæði drengja- og telpnasögur fjalla um börn sem takast á við að- steðjandi vanda sem oft á tíðum snýr ekki að þeim persónulega. Hér er átt við vanda sem ekki krefst utanaðkomandi afskiptasemi. Fullorðnir koma að- eins inn í söguna sem aukapersónur eða sem hluti af þeim vanda sem börnin eru að leysa. 3. Fjölskyldu- og heimilissögur. Hér eru hvunndags- sögur sem tengjast daglegu lífi barna, fjalla um sam- skipti þeirra inni á heimilinu, tengsl milli barna og foreldra og/eða lýsa daglegu lífi söguhetja sem ekki eru sífellt að lenda í stórkostlegum ævintýrum og mannraunum. I þessum sögum er oft leitast við að bregða upp raunsærri mynd af lífi barna. 4. Leynilögreglusögur. Lausn dularfullra mála, spennu- og sakamálasögur. Hér eru börn í hlutverki leynilögreglu, njósnara eða aðstoðarmanna þeirra sem upplýsa mál tengd ýmiss konar afbrotum. 5. Lífsreynslu- og mannraunasögur. Sögur um íþrótt- ir, listamenn, landnema, indíána, sjóferðir, frum- skóga og sögur af svaðilförum á sjó, f lofti og á landi. 6. Börn við erfiðar aðstæður. Sögur þar sem ytri að- stæður barna eru erfiðar, t.d. drykkfelldir foreldrar, föður- eða móðurmissir, fátækt eða stríð. 7. Unglingasögur. Hér eru sögur þar sem söguþráður- inn snýst í kringum samsldpti kynja, áhugamál þeirra og hvernig unglingarnir uppgötva fyrstu ástina. II. Skáldrit œtluð fullorðnum 8. Astar- og örlagasögur. 9. Spennusögur. 10. Skáldrit, smásögur. f 8. og 9. flokki eru bækur sem teljast til afþreyingarbók- mennta en í 10. flokki eru rit sem teljast til fagurbók- mennta. III. Onnur rit en skáldrit 11. Bækur um trúarlegt efni eða sögur þar sem afstaða söguhetjunnar til trúar hefur afgerandi áhrif á sögu- þráðinn. 12. Fornrit, Islendingasögur. 4 Bókasafnið 18. árg. 1994

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.