Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Page 13

Bókasafnið - 01.04.1994, Page 13
Landsbókasafn fslands Myndasyrpa Myndir þær sem birtast hér voru teknar af ívari Brynj- ólfssyni ljósmyndara haustið 1989. Myndirnar sýna allar fyrir- komulag bókakosts þjóðdeildar sem stofnuð var 1971. Nú þegar sú stund nálgast að starfsemi Landsbókasafns flytjist og sam- einist Háskólabókasafni í Þjóðar- bókhlöðu, er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg og kveðja þetta fal- lega hús með virðingu. Landsbókasafn Islands (Stifts- bókasafnið) telst stofnað 28. ágúst 1818. Fyrsti bókavörðurinn Jón Arnason var ráðinn 1848. Safnið var fyrst til húsa á Dóm- kirkjuloftinu og flutti síðan í Al- þingishúsið 1881 og þar var fyrst veittur aðgangur að lessal. Árið 1879 var samþykkt á Alþingi að byggja hús yfir söfn landsins, en ekkert varð af framkvæmdum. Loks árið 1905 fékkst samþykkt frumvarp á Alþingi sem heimilaði byggingu bókasafnahúss sem endast skyldi Landsbókasafni og Þjóðskjalasafni (Landsskjalasafni) næstu 50 til 60 ár. Safnahúsið við Hverfisgötu var reist á ótrúlega skömmum tíma. Hornsteinn var lagður að húsinu 23. september 1906 og Lands- bókasafn tók til starfa í nýja hús- næðinu í mars 1909. Þetta er ótrúlega stuttur byggingartími ef litið er til þess að hornsteinn að Þjóðarbókhlöðu var lagður í sept- ember 1981 og enn eru íbúarnir ekki fluttir inn, en gera það von bráðar. R.E. Bókasafiiið 18. árg. 1994 13

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.