Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Side 20

Bókasafnið - 01.04.1994, Side 20
Áslaug Agnarsdóttir bókasafnsfræðingur, Háskólabókasafni Varðveisla í bókasöfnum Hugleiðingar að loknu námskeiði um varðveislu safnefnis úr pappír Dagana 8. til 29. september 1993 var haldið námskeið í Reykjavík um varðveislu pappírs og pappírsgagna. Námskeiðið var á vegum Endurmenntunarstofnunar Há- skóla íslands, en ýmsir aðilar aðrir tóku þátt í skipulagn- ingu þess eða studdu það fjárhagslega, þar á meðal Sendi- ráð Bandaríkjanna og Félags- vísindadeild Háskóla Islands. Einnig sendi Library of Con- gress Lage E. Carlson, deildar- stjóra í varðvörsludeild safns- ins, til að leiðbeina íslending- um um varðveislumál. Nám- skeiðið var opið öllum áhuga- mönnum um varðveislu, en var sérstaklega sniðið að þörf- um þeirra sem starfa við bóka-, skjala-, lista- eða minja- söfn. Nemendum í bókasafns- fræði var boðið að sækja nám- skeiðið og fá það metið til ein- inga, gegn því að skila skrif- legri greinargerð um ákveðna þætti þess. Þátttakendur voru milli þrjátíu og fjörutíu í allt og komu frá bókasöfnum, skjalasöfnum, skólum og ýms- um öðrum stofnunum. Námskeiðið var tvíþætt, annars vegar fyrirlestrar og safnaskoðun, hins vegar verkleg þjálfun. Haldnir voru íyr- irlestrar um pappír og pappírsgerð, þar sem fjallað var um kjörvarðveisluskilyrði pappírs, helstu orsakir fyrir eyðingu pappírs og hvaða ráð væru helst til varnar. Síðan var farið í heimsóknir á nokkur söfn til þess að reyna að meta raun- verulegar aðstæður hvað geymslu á pappírsefni varðar. Þeir sem skráðu sig í verklega hlutann fengu tilsögn í öskjugerð, frágangi bæklinga og pappírsviðgerðum. Báðir þættirnir voru vel skipulagðir og námskeiðið í heild bæði fróðlegt og skemmtilegt. Námskeiðið hófst á því að Carlson rakti í stuttu máli sögu pappírs og pappírsgerðar allt frá því að T’sai Lun tilkynnti keisaranum í Kína að hann hefði fundið upp pappír árið 105 e. Kr. Carlson fór einnig nokkrum orðum um bókagerð og bókband í áranna rás. Næsta dag var fjallað um mismunandi pappírsgerðir og einkenni þeirra, og síðan tók við hópvinna. Hver hópur fékk tíu mismun- andi pappírssýnishorn til athugunar og átti að flokka þau með tilliti til ýmissa atriða sem varða gæði, t.d. áferð, lit, þykkt, styrkleika, gagnsæi, trefjastefnu og vökvaþol. Urðum við þar margs vísari um eiginleika og notagildi pappírs strax í upphafi námskeiðsins. Þeir sem höfðu skráð sig í verklega hlutann fengu næstu daga að spreyta sig á því að búa til öskjur utan um bækur, sauma bæklinga og hreinsa og gera við skjöl af ýmsu tagi. Kom í ljós að það er á flestra færi að stunda einfaldar við- gerðir og öskjusmíði með tiltölulega einföldum tækjabún- aði og þar af leiðandi litlum tilkostnaði. Það má t.d. nefna að Carlson hreinsaði skjöl með því að raspa strokleður á blað og nudda síðan hvítum mulningnum varlega með hreinum fingurgómum yfir þá fleti skjalsins sem hreinsa átti. Síðan var mulningnum, sem nú var orðinn svartur, blásið burt. Þessi hluti námskeiðsins var, að mínum dómi, hvað gagnlegastur þegar upp er stað- ið og ómetanlegt að fá að vinna undir handleiðslu manns með þá reynslu sem Carlson hefur. Að verklega hlutanum loknum fjallaði Carlson um at- riði sem hafa áhrif á endingu pappírsgagna, svo sem geymsluskilyrði (hitastig, raka- stig, ljós), utanaðkomandi áhrif (mengun, pöddur, myglu), umgengni (rétta með- höndlun bæði starfsmanna og safngesta) og nauðsyn þess að gera björgunaráætlun sem hægt væri að grípa til, ef stór hluti safngagna skemmdist vegna flóða, eldsvoða eða ef eyðilegging yrði af völdum náttúruhamfara. Lokaþáttur námskeiðsins fólst í stuttum heimsóknum og ástandskönnun á þremur söfnum í Reykjavík: Lands- bókasafni, Háskólabókasafni og Þjóðminjasafni. Tilgang- urinn með þessum heimsóknum var að sýna þátttakendum í verki hvernig hægt væri að kanna ástand safnkosts undir handleiðslu sérfræðings. Eins og gefur að skilja var þetta fyrst og fremst í keiinsluskyni og aðeins fá atriði könnuð. Þátttakendum var skipt í þrjá hópa og fór hver hópur síð- an á vettvang í fylgd Carlsons. Ég var í þeim hópi sem fór á Landsbókasafn, og var þar farið niður í geymslur, á lestr- arsal og víðar og gerðar mælingar á ljósmagni og rakastigi. Mikill munur reyndist á ljósmælingum eftir því hvar þær voru gerðar. Ljós mældist um 135 stig við borðin glugga- megin á lestrarsalnum, en allt niður í 20-30 sdg hinum megin í salnum. I geymslum, þar sem reyndar er slökkt mestan hluta dags, mældist margfalt meira ljósmagn í efstu hillunum en í þeim neðstu. A síðasta fundi þátttakenda var gerð úttekt á ástandinu á þessum söfnum og hver hópur kynnti sínar niðurstöður fyrir hinum. í ljós kom að ástand pappírs er almennt ekki svo slæmt hérlendis. Að einhverju leyti er þetta líklega hinu hreina kalda íslenska loftslagi að þakka, en hrörnun pappírs er einmitt hraðari í heitu loftslagi en í köldu. Hvað rakastig varðar var loftið víðast hvar í þurrara lagi. Hér verður reyndar oft að gæta þess að ekki sé of lítill raki í loft- Hér liggja bœkur á víð og dreifum gólfið. Takið eftir bókinni sem hallast skakkt upp að skápnum vinstra megin á mynd- inni. Þessi skrifari hefði eflaust haft gagn af námskeiði Carlsons. 20 Bókasafnið 18. árg. 1994

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.