Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Page 24

Bókasafnið - 01.04.1994, Page 24
Hulda Björk Þorkelsdóttir, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, nú bæjarbókavörður í Keflavík, Kristín Björgvinsdóttir, Fjölbrautaskólanum við Armúla, Margrét Lofts- dóttir, Flensborgarskóla og Þórdís T. Þórarinsdóttir, Menntaskólanum við Sund Bókasöfn í framhaldsskólum Upphaflega samið á útmánuðum 1992 sem vinnuplagg af brýnni þörf því engin sérstök lög eða reglugerðir eru um starfsemi bókasafna í framhaldsskólum. Akveðið að birta þetta í blaðinu efaðrir vildu notfæra sér það. Endurskoðað íjanúar 1994. I. Markmið og leiðir Hlutverk bókasafna í framhaldsskólum er að vera upp- lýsingamiðstöð fyrir nemendur og kennara (sbr. 29. gr. laga nr. 57/1988 um framhaldsskóla). Bókasafnið á að styðja alla starfsemi skólans. Þar þurfa að vera til gögn sem styðja nám, kennslu, félagslíf, þróun- arstarf og rannsóknir. Markmið bókasafns er að bjóða upp á eftirfar- andi þjónustu: A. Aðgang að tölvuvæddum skrám yfir öll gögn safnsins og annarra safna. B. Upplýsingaþjónustu, heimildaleitir, tölvuleitir og ár- vekniþjónustu. C. Útlán, pantanaþjónustu og millisafnalán. D. Vinnuaðstöðu fyrir nemendur og kennara. E. Safnkynningar og safnfræðslu. Leiðir til að ná framangreindum markmiðum: A. Skrár 1. Tölvuskráningu eldri gagna verði lokið sem allra fyrst. 2. Nettenging tölvuskrár, þannig að hægt verði að leita í gagnabanka safnsins í öllum tölvum skólans. 3. Samskrá gagna í bókasöfnum framhaldsskóla. B. Upplýsingaþjónusta 1. Nákvæm efnisgreining gagna í tölvu er forsenda skil- virkrar upplýsingaþjónustu og heimildaleita (sbr. A). 2. Tenging við innlenda og erlenda gagnabanka. 3. Listum yfir nýtt efni á safni dreift reglulega. C. Útlán 1. Sem flest gögn séu til útlána til lengri eða skemmri tíma. 2. Hægt verði að fá bækur fráteknar þegar þær koma úr útlánum. 3. Millisafnalán frá innlendum og erlendum bókasöfn- um. D. Vinnuaðstaða 1. Vinnuaðstaða fyrir alla þá starfsemi sem fer fram á safninu, s.s. verkefnavinnu, heimanám og hópvinnu. E. Safnkynningar 1. Kynningar á safni fyrir nemendur og kennara, al- mennar og í tengslum við námsgreinar. 2. Safnfræðsla, þar sem m.a. er kennt er að nota skrár safnsins. Ttzki og búnaður til að ná framangreindum markmiðum: * Öflug tölva með netkerfi. * Útstöðvar á safni til að leita í gagnagrunnum. * Geisladrif, t.d. fyrir alfræðirit og orðabækur. * Mótald fyrir samskipti við önnur söfn og gagna- banka, t.d. í gegnum Islenska menntanetið. * Prentarar eftir þörfum. * Útstöð og lespenni fyrir tölvuvædd útlán. * Sími og bréfasími. * Ljósritunarvél. * Lesborð fyrir minnst 10% nemenda, hópvinnuher- bergi (eitt eða fleiri). * Ymis tæki, s.s. myndbandstæki, geislaspilarar, hlust- unartæki, skyggnuvélar. II. Tillögur að viðmiðum um lágmarkstölur Inngangur Bókasafnið er upplýsingamiðstöð sem þjónar nemend- um, kennurum og öðru starfsfólki skóla (sbr. Lög nr. 57/1988, gr. 29). Til að rækja hlutverk sitt þarf safnið skil- greind og framsækin markmið, nægan mannafla, fjármagn og húsnæði við hæfi. Öflun og úrvinnsla þekkingar er eitt af lykilatriðum menntunar. Á bókasafni er upplýsingum safnað saman, þær skipulagðar og notaðar. Bókasöfn eru þess vegna eitt helsta kennslutæki skóla. Þau eiga að veita bæði kennurum og nemendum stuðning í starfi. Bestur árangur næst þegar starfsemi safns er samofin öllu skólastarfinu. Bókasafnið á að vera sérstök deild innan skólans og yfir- maður þess hafi a.m.k. stöðu deildarstjóra. Mikilvægt er að hann þekki vei markmið skólans og taki þátt í umræðu og ákvarðanatöku innan hans. Hann sitji fundi stjórnenda skólans til að fylgjast með þróun skólastarfsins og til að geta veitt þjónustu í samræmi við hana. Þjónusta Bókasafnið á að geta boðið upp á eftirtalda þjónustu: 1. Aðgang að skrám yfir safnkost. 2. Upplýsingaþjónustu og heimildaleitir, tölvuleitir, gerð bókalista og árvekniþjónustu. 3. Útlán til lengri eða skemmri tíma, pantanaþjónustu og millisafnalán. 4. Náms- og vinnuaðstöðu, aðgang að búnaði og tækj- um, s.s. tölvum og ljósritunarvél. 5. Safnkynningar og safnfræðslu tengdar kennslu. 24 Bókasafnið 18. árg. 1994

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.