Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.04.1994, Qupperneq 30

Bókasafnið - 01.04.1994, Qupperneq 30
þeirri skilgreiningu sem svarendur könnunarinnar lögðu til. I sumum fræðsluumdæmum voru mjög fáir skólasafn- verðir, og náðu því ekki að vera einn í hverjum skóla. I ein- um skóla á Norðurlandi vestra, einum á Norðurlandi eystra og einum á Austurlandi var enginn talinn skólasafnvörður og í tveim skólum á Suðurlandi var enginn talinn ábyrgur fyrir safninu. Skólasafn- verðir voru nokkuð fleiri en söfnin og stafar það af því að í nokkrum til- vikum var ekki talað um neinn einn yf- irmann safns- ins heldur skiptu nokkr- ir því með sér. Mest var fjöl- breytnin í einum skóla á Reykjanesi þar sem fjórir skiptu með sér starfi í sama skólasafni. Aðstoðarmenn voru langfjölmennastir í Reykjavík. Þar voru skráðir 29 aðstoðarmenn alls, sem vinna mjög mis- jafnlega langan tíma, mest 18 tíma á viku. Fimm aðstoðar- menn voru á Reykjanesi, tveir á Vesturlandi, einn á Vest- fjörðum, einn á Norðurlandi vestra sem vinnur í 1 1/2 tíma, fimm á Norðurlandi eystra, enginn á Austurlandi og þrír á Suðurlandi. Aðstoðarmennirnir hafa yfirleitt þrenns konar hlutverki að gegna: oftast var um að ræða kennara sem halda safninu opnu mismunandi marga tíma á viku, og var það algengast í Reykjavílc. Aðrir aðstoðarmenn voru skrifstofustúlkur sem aðstoða við útlán og vélritun á spjald- skrárspjöldum, og húsverðir sem voru taldir liðtækir bæði við útlán og plöstun á bókum. Skólasöfn í Reykjavík hafa langflesta starfsmenn, eða 59 manns sem koma að einhverju leyti til vinnu við skólasöfn- in. Þessi tala var 29 á Reykjanesi, 13 á Vesturlandi, 6 á Vestfjörðum, 8 á Norðurlandi vestra, 24 á Norðurlandi eystra, 7 á Austfjörðum og 15 á Suðurlandi. Sé skoðuð menntun þeirra 115 starfsmanna sem töldust skólasafnverðir sést að langflestir voru kennarar, án nokk- urrar bókavarðamenntunar eða alls 55 (47.8%). Þótt um kennaramenntun sé að ræða var ekki algilt að skólasafn- verðir hefðu almennt kennarapróf heldur var einnig um að ræða handavinnukennara og íþróttakennara. Handavinnu- kennarar voru starfandi á skólasöfnum á Austurlandi og Suðurlandi, íþróttakennari starfar á Norðurlandi eystra og einn skólasafnvörður hefúr söngkennarapróf. Næstfjöl- mennasti hópurinn var starfsfólk sem ekki hafði neina sér- staka menntun til starfans, hvorki kennarapróf né bóka- safnsfræði. Þessi hópur taldi 12 manns eða 10.4%. Nokk- ur hópur kennara, eða alls 10 manns, hafði Iokið eins árs námi í skólasafnsfræði við Háskóla Islands, en ennþá fleiri tekið þátt í náminu en ekki lokið því. Níu skólasafnverðir höfðu farið til náms við Danmarks Lærerhöjskole. Örfáir höfðu próf í bókasafnsfræði án þess að hafa kennararéttindi samhliða, eða sex (5.2%) á öllu Iandinu. Sjö aðrir voru bókasafnsfræðingar sem höfðu einnig menntun í uppeldis- og kennslufræði eða kennarapróf. Alls voru því starfandi 13 bókasafnsfræðingar í grunnskólum landsins, sex í Reykja- vík, fimm á Reykjanesi, einn á Vesturlandi og einn á Suð- urlandi. Þrír skólasafnverðir höfðu stundað nám í Bréfa- skólanum sem boðið er upp á á vegum bókafulltrúa ríkis- ins innan menntamálaráðuneytisins. Menntun skólasafnvarða var mjög takmörkuð í mörg- um fræðsluumdæmum og hlýtur það að standa þróun fyrir þrifum. Þar sem engin reglugerð er í gildi um skóla- söfn hefur reynst erfitt að gera miklar náms- eða hæfniskröfur til þeirra sem annast skóla- söfnin og auk þess vantar þá hvatningu sem nauðsynleg er til þess að fólk mennti sig til þessara starfa. Viss hópur innan kennarasamtakanna hefur talið að bókasafnsfræðingar eigi ekki erindi inn á skólasöfn í grunn- skólum þar sem þá skorti kennsluþekkingu og reynslu. Bókasafnsfræðingar hafa einnig talið að kennarar sem ekki hafa neina þekkingu í bókasafnsfræði geti illa sinnt starfi skólasafnvarðar. Til þess að höggva á þennan hnút var gef- ið út bréf frá menntamálaráðuneytinu þann 15. maí 1984 sem gerði bæði kennurum og bókasafnsfræðingum jafnt undir höfði. Kennarar gætu bætt við sig eins árs námi í bókasafnsfræði til þess að hljóta ráðningu í störf í grunn- skólum og bókasafnsfræðingar gætu bætt við sig einu ári í uppeldis- og kennslufræði til að hljóta sama rétt: Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið, að kennarar, sem falla undir a) eða b) lið ll.gr. laga nr. 51/1987, um embættisgengi kennara og skóla- stjóra, og lokið hafa bókasafnsfræði sem aukagrein íyrir skólasafnverði (30 ein.), samkvæmt vottorði frá félagsvísindadeild Háskóla íslands, hafi rétt til að gegna stöðu skólasafnvarðar á grunnskólastigi. Á sama hátt staðfestir menntamálaráðuneytið að bókasafnsfræðingar sem lokið hafa námi í uppeldis- og kennslufræðum (30 ein.) frá félagsvís- indadeild Háskóla íslands hafa rétt til að gegna stöðu skólasafnvarðar á grunnskólastigi. Þetta bréf hefur þó ekki nægt til að slá á allar óánægju- raddir. Kennarasamband íslands hefur sett það á oddinn í Skólastefnu sinni (1987) að nám fyrir skólasafnverði skuli sett upp við Kennaraháskóla íslands. Þjónusta skólasafna I þessari grein er aðeins drepið á þrjú atriði varðandi þjónustu skólasafna. Gerð er grein fyrir opnunartíma bóka- safna og kennslu í safnnotkun, auk þess sem upplýsingar eru gefnar um útlán safna til nemenda. Opnunartími gefur vísbendingu um aðgang nemenda og kennara að safninu og safnefninu, kennsla í safnnotkun sýnir virkni skólasafnsins og tengsl við almenna kennslu í skólanum og útlánin sýna hvort safnkosturinn er til heimanota fyrir nemendur. Nokkur vandkvæði voru að reikna út tímafjöldann því að sumir mátu vinnu sína í kennslustundum og sumir í klukkustundum. Til þess að ná samræmingu í mælingum á vinnutíma og opnunartíma var kennslustundum breytt í klukkustundir eftir því sem hægt var. Var hér notuð sem Tafla 11. Menntun skólasafnvarða Rvík Rnes Vest Vestfj N-vest N-eyst Aust Suð N=115 n=30 n=24 n=ll n=5 n=7 n=19 n=7 n=12 Alls. Bókasafnsfr. 3 3 0 0 0 0 0 0 6 (5.2%) B + upp/kennsl. 3 2 1 0 0 0 0 1 7 (6.1%) Kennari 10 13 4 4 3 8 5 8 55 (47.8%) K + 30 e/H.Í. 4 1 1 0 0 3 0 1 10 (8.7%) K + Danm. 5 1 0 0 1 1 1 0 9 (7.8%) K + námskeið 4 1 0 0 0 2 0 0 7 (6.1%) Háskólapróf 0 0 1 1 0 2 0 0 4 (3.5%) Önnur m. 0 1 0 0 1 0 0 0 2 (1.8%) Hvorki B né K 1 1 4 0 1 3 1 1 12 (10.4%) Bréfanám eing. 0 1 0 0 1 0 0 1 3 (2.6%) 30 Bókasafnið 18. árg. 1994
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.