Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Side 53

Bókasafnið - 01.04.1994, Side 53
Markaðssetjum bókavörðinn! Nordbok námskeið í Kaupmannahöfn 25.-29. október 1993 „Stærkere profil og image“ , v\°áii yinii Fimm íslenskir almenningsbókaverðir sóttu á Norbok- námskeið í Kaupmannahöfn sem bar yfirskriftina Stærkere profil og image. Þessir fróðleiksfúsu almennings- bókaverðir eru Hlíf Arndal, Hveragerði/Selfoss; Hólmkell Hreinsson, Akureyri; Marta Hildur Richter, Mosfellsbæ; Nanna Þóra Áskelsdóttir, Vestmannaeyjum og Pálína Magnúsdóttir, Seltjarnarnesi. _ ^ Námskeiðshald fór fram Amákri í Danska bókavarða- skólanum. Dönunum tókst vel upp við að hrista sam- an námskeiðsgesti, eins og þeirra var von og Uv vísa. Var mikið um glaum og gleði bland. Auk þess heimsóttum við Is- lendingaslóðir í Kaupmannahöfn á rölti okkar milli vertshúsa og rifjuð- um upp söguna sem Björn Th. sagði svo vel í bók sinni. En um hvað fjallaði , svo námskeiðið? í stuttu máli má segja að það hafi fjallað um ímynd og mark- aðssetningu bókasafna og þeirr- ar þjónustu sem bókasöfn veita. Tími er kominn til að kasta gömlum hugmyndunum og taka upp nýjar. Breyta þarf ímyndinni og nota nýjar aðferðir til þess. ®H’Z. O Á því var hamrað að bókasöfn standa og falla með starfs- fólkinu, svona svipað og veitingastaðir. Kannanir sýna að allt að 90% notenda taka góða þjónustu fram yfir gæði safnkosts. Okkur ber að hugsa eins og við séum að reka fyr- irtæki (ekki stofnun) og reyna að selja. En hvað á að selja? Jú, það á að selja bókaverði - ekki söfn; upplýsingaþjónustu - ekki söfn; sveigjanleika - ekki reglur. Við eigum að hætta að leggja áherslu á hið nei- kvæða, t.d. reglur, boð og bönn og draga heldur fram allt það jákvæða og það sem er í boði. Hvenær höfum við séð verslun eða fyrirtæki auglýsa meira það sem ekki má held- ur en það sem er á boðstólnum? Bókaverðir verða að vera vel kynntir og sýnilegir jafnt utan safns sem innan og leggja þarf áherslu á tengsl og sam- skipti við m.a.: - almenning - sveitarstjórnarmenn (peningavaldið) - börn - unglinga - foreldra - blaðamenn/fréttamenn - rithöfunda o.fl. Við þurfum að ná til þeirra sem ekki nota söfnin, hinir eru til staðar. Jákvætt viðhorf sveitarstjórnar- manna til safnanna er lífsspursmál, bóka- verðir verða að koma þeim í skilning mikilvægi starfseminnar og sjá til þess að þeir séu vel upp- Iýsdr um hana. Að hitta ráðamenn persónulega utan safnsins t.d. á golf- vellinum, eða annars staðar er mikilvægara en marga grunar. Til að vekja at- hygli á okkur eru blöð, tímarit og fjölmiðlar nauð- synleg. Frétta- menn nenna ekki að skrifa um ekki neitt, við verðum að skilja það. Þeir vilja „fréttir" og við þurfum að búa þær til - gera eitthvað frétt- næmt og hafa samband að fyrra bragði. Við þurfum að gera foreldr- grein fyrir því að það er mikil- vægur og sjálfsagður hlutur í uppeldi barna að venjast á notkun bókasafna. I gegnum skólana náum við til barna og unglinga. Og við verðum að hafa frumkvæðið. Vinsamleg samskipti við rithöfunda eru bókasöfnunum til framdráttar. ímynd bókavarða! Enn og aftur var fjallað um mikilvægi þess að treysta og styrkja sjálfsímynd og sjálfsálit bókavarða svo og ímynd bókavarða út á við. Aðalatriðið er að sýna fram á faglega og starfslega hæfni okkar. Við verðum að vera sýnileg. Mjög athyglisvert var að heyra hversu langt Svíar eru komnir í markaðssetningu bókasafna. Þeir hafa þegar ráðið sérstaka PR-bókaverði (stendur fyrir public relations; al- mannatengsl) í almenningsbókasöfn. Það var einmitt PR- bókavörðurinn frá Eskilstuna, Björn Lindwall sem sagði: „Hættum að biðjast afsökunar á því að vera til. Við erum dugleg, klár, falleg og flott. Byrjum hvern morgun á því að segja þetta við okkur sjálf, og förum svo út og segjum öll- um hinum frá því.“ Björn kom einnig fram með tuttugu tillögur um hvernig drepa má niður hugmyndir, og tuttugu tillögur um hvernig svara á tillögum sem drepa niður hug- Bókasafhið 18. árg. 1994 53

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.