Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.04.1994, Qupperneq 61

Bókasafnið - 01.04.1994, Qupperneq 61
pósti eða með símbréfi. Mörg einkafyrirtæki eru farin að sérhæfa sig í að senda ljósrit af tímaritsgreinum til safna og einstaklinga. Hægt er að komast í samband við slík fyrir- tæki í gegnum Internet og er þá hægt að láta senda grein- ina með símbréfi, í gegnum tölvuna þannig að viðkomandi prentar greinina í sínum tölvuprentara eða með pósti. Hægt er að greiða fyrir slíka þjónustu með greiðslukortum. Ekki er langt síðan að söfn fóru að taka greiðslu fyrir milli- safnalán. Söfnin leitast við að veita aðgang að fjölbreyttri upplýs- ingaþjónustu. Beinlínuleitir er mikilvæg þjónusta við not- endur rannsókna- og sérfræðisafna. Flest söfn hafa aðgang að mörgum gagnagrunnum bæði í gegnum gagnanet Pósts og síma og Internet. Þessi þjónusta hefur tíðkast í yfir tíu ár og þykir nú ómissandi. Hægt er að leita að efni greina víðsvegar að úr heiminum. Flest bókasöfn eru enn áskrifendur að prentuðum skrám fyrir þá notendur sem vilja frekar leita í þeim en tölvunum. Helstu skrár yfir efni erlendra tímarita eru til hér á landi. Sum bókasöfn hafa efnistekið íslensk tímarit þar sem þau eru ekki hluti af erlendum gagnagrunnum. Þetta efni er bæði til í prentuðum skrám og í tölvutæku formi. Þannig er hægt að Ieita að öllum tímaritum í heilbrigðisfræðum frá 1986 fram til dagsins í dag í Libis tölvukerfi Borgarbóka- safns og Landspítalans. Geisladiskar sem hafa að geyma tilvísanir í greinar eru orðnir algengir á söfnum. Notendur leita í þessum upplýs- ingum sjálfir og með góðum árangri. Starfsmenn safnanna hafa lengi litið á sig sem upplýs- ingamiðlara og ekki verið sáttir við þá ímynd sem hefur viljað loða við þá að þeir séu á söfnunum til að gæta bókanna. Þaðan er reyndar orðið bókavörður komið. Starfsfólk safnanna er sérhæft á sínu sviði og er tengiliður við bæði það efni sem til er hér á landi og það sem til er er- lendis. Eitt af hlutverkum okkar er að fræða notendur um Ieið- ir til að nálgast upplýsingar. Margir vísindamenn eru komnir með sínar eigin tölvur bæði heima og á vinnustað. Bókasafnsfræðingar miðla af sinni þekkingu til að notend- ur geti tengst með sínum eigin tækjum innlendum og erlendum gagnagrunnum og gert heimildaleitir eftir þörf- um. Bókasafnsfræðingar hafa staðið fyrir námskeiðum til að kenna fólki að leita sjálft. Einnig er fólk hvatt til að panta greinar sjálft því ekki er nauðsynlegt að bókasöfnin ein geri það. Söfnin vilja sem sagt veita þeim aðstoð sem vilja og hafa áhuga á að gera heimildaleitir sjálfir. Gerð hefur verið könnun á því hve margir vilja gera sína leit sjálfir en sú könnun leiddi í Ijós að það voru aðeins 25% notenda, hinir vildu Iáta starfsmenn safnanna gera þær fyrir sig. Starfsmenn safnanna gera það þá fúslega. Internet er alþjóðleg nettenging gagnagrunna og nýtist hún vísindamönnum vel. Þar er ekki aðeins hægt að leita í gagnagrunnum fyrir tímaritsgreinar heldur einnig í skrám ýmissa safna bæði hér á landi og erlendis. Einnig er hægt að nota hann fyrir bréfapóst og til að panta tímaritsgreinar. Þeir sem vinna á rannsóknar- og sérfræðisöfnum leitast við að tileinka sér allar nýjungar bæði hvað varðar tækni og rekstur bókasafna. Tengsl við önnur söfn eru mikilvæg og eru söfnin meðlimir í félögum sem styrkja þessi tengsl. Einnig er mikilvægt að efla tengsl við notendur safnsins og hjá mörgum söfnum starfa bókasafnsnefndir skipaðar starfsmönnum og notendum til þess að þeir síðarnefndu geti komið sínum sjónarmiðum á framfæri og komið með ábendingar um ritakaup. Einnig hafa bókasafnsnefndir reynst söfnum vel hvað varðar öflun fjárveitinga til þeirra. Framtíðin Nútíma tækni hefur breytt miklu hvað varðar upplýs- ingaöflun og þróunin mun halda áfram. Þegar eru fræði- bækur til á geisladiskum og eru myndgæðin mjög góð. Tækin til að lesa bækur á geisladiskum eru dýr og líklegra að fyrst í stað verði þetta aðeins til á bókasöfnum. Framtíð fræðibóka ætti að vera bjartari því þessi tækni býður upp á að efnið sé endurnýjað mikið oftar. Má þar nefna Scientific American Textbook of Medicine sem sendir endurnýjun einu sinni í mánuði. Fræðibækur verða þá með mikið nýrri upplýsingar. Þessi tækni kemur til með að vera mjög vinsæl sem kennslugagn og má t.d. nefna bækur í vöðvafræði þar sem myndgæðin eru betri en sést hefur og hægt að sjá vöðvann í heild sinni eða hluta í þrívídd. Gagnagrunnar koma til með að samtengjast enn frekar í gegnum alþjóðleg net eins og Internet og verður sífellt auðveldara að leita í þeim. Stefnt er að því að notandinn geti leitað í mörgum gagnagrunnum í einni Ieit og notað sömu leitartækni fyrir gagnagrunna af mismunandi uppruna. Þannig væri þá t.d. hægt að tengjast Internet og leita í Gegni og Dobis/Libis í einu eins og það sé eini og sami gagnagrunnurinn. Samnýting á safnkosti ólíkra safna verður sífellt auðveld- ari með tilkomu tölvulesara (scanners) og almennri út- breiðslu bréfasíma. Framtíð bókasafna í allri þessari tækni er óráðin. Við, sem vinnum á rannsóknarsöfnum, vitum að hægt er að nálgast mikið efni án þess að stíga fæti inn á bókasafn. Notandi getur gert tölvuleit í alþjóðlegum gagnagrunnum, og valið úr leidnni það sem honum líkar. Síðan getur hann farið í samband við gagnagrunn sem sendir honum greinar í gegnum tölvuna og hann Ies hana á skjánum hjá sér og getur prentað hana út ef hann vill. Þessi fyrirtæki sem senda greinina hafa ekki tímaritin sjálf heldur gagnagrunn af greinum sem það hefur fengið frá söfnum eins og Bridsh Lending Library og geymir síðan inn á sinni tölvu. Fræðibækur verða iíklega inni á þessum gagnagrunnum og getur þá notandinn leitað í þeim á sama hátt og prentað eða lesið það sem hann hefur áhuga á. Rannsóknir sem eru í gangi og niðurstöður þeirra verða lík- Iega einnig inni á gagnagrunnum og getur þá hver og einn skoðað rannsóknarniðurstöður um leið og metið þær eftir vild. Þegar er farið að gefa út fræðirit sem eru aðeins í tölvutæku formi. Þetta kemur sér vel fyrir okkur íslendinga því þá þurfum við ekki að greiða virðisaukaskatt af þessu efni. Framtíð þeirra sem vinna á söfnum verður í auknum mæli að skrá upplýsingar inn í gagnagrunna og aðstoða notendur við að tengjast slíkum grunnum. Safnkostur fer líklega minnkandi og minni söfn munu í vaxandi mæli reiða sig á stór geymslusöfn eins og British Lending Libr- ary eða gagnagrunna sem hafa að geyma greinar og bækur. Lokaorð Söfnin eru þó enn mikilvægur hlekkur í rannsóknar- starfsemi hér á landi. Þau hafa að geyma niðurstöður inn- lendra rannsókna og gagnagrunna þar sem hægt er að finna efni. Söfnin gera fólki kleift að stunda frekari rannsóknir. Eins og fram hefur komið hefur hlutverk okkar bóka- safnsfræðinga breyst og þróast í takt við aukið upplýsinga- Bókasafnið 18. árg. 1994 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.