Áramót - 01.11.1905, Blaðsíða 4
154
svo að guödómstign og guödómsdýrð hans verð-
tn öllum augljós; hann kemur snögglega og öllum
á óvart, svo að óvinir hans skelfast. Um það segir svo
meðal annars í Matt. 24, 27: „Því eins og eldingin út
gengur frá austri og skín alt til vesturs, eins mun verða
tilkoma mannsins sonar.“ Þessi dýrðlega endurkorua
frelsarans til sigurs yfir öllum óvinum sínum var mjög
ofarlega í meðvitund manna i hinni fyrstu kristni; það
kemur ljóslega fram í bréfum nýja testamentisins; og
það er í alla staði eðlilegt, þegar vér hugsum til hinnar
hörðu baráttu, sem þá átti sér stað milli kristindóms og
heiðni, til postulanna og guðspjallamannanna annars
vegar, sem fullir af heilögum anda fiuttu sigurboðskap
Jesú Krists út um löndin, og hins vegar til ofurmagns-
myrkranna, sem á móti reis, til hinna ósegjanlega
grimmu og blóðugu ofsókna, sem kristnir menn urðu að:
þola. Það er skiljanlegt að þeim fyndust hinir síðustu
timar vera komnir og biðu i lifandi eftirvæntingu dýrð-
legrar opinberunar drottins síns og konungs.
2. En þegar drottinn opinberast í dýrð, þá fer frani
upprisa framliðinna, og um leið ummyndan þeirra, sem
þá verða á lífi á jörðinni. Af hinum rnörgu stöðum í
n.test., þar sem talað er um upprisuna, skal eg að eins í
þessu sambandi nefna þessa tvo: Jóh. 5, 28. 29. „Því
sá timi mun koma, að allir þeir, sem í gröfunum eru,
munu heyra hans raust, og þeir munu ganga út,
þeir, sem gott hafa gjört, til upprisu lífsins, en
þeir, sem ilt hafa aðhafst, til upprisu dómsins“; og I.
Kor. 15, 51: „Sjá, eg segi yður leyndardóm: Vér
munum ekki allir soína, en allir umbreytast, i vetfangi,
á einu augnabliki, við hinn síðasta lúðurs-þyt fþvi lúð-