Áramót - 01.11.1905, Blaðsíða 7
stendur yfir á djöfullinn aö vera bundinn, svo að það
verði blessaður hvíldartími fyrir hinn kristna söfnuð á
jörðinni og hinn síðasti náðartími fyrir þá, sem enn hafa
ekki veitt fagnaðarerindinu viðtöku. En þegar það tíma-
bil er á enda, verður djöfullinn leystur aftur stutta stund
og gjörir hina síðustu svæsnu árás á riki guðs á jörð-
inni. Og svo kemur endirinn, og hann verðivr bundinn
um eilífð fOp. 20, 7—io). — Þessi lærdómur um iooo
ára rikið er yfir höfuð að tala torskilinn, og fullkominn
skilning á honum fáum vér ekki fyrr en tímar fullkomn-
unarinnar renna upp.
3. Eftir upprisuna kemur dótnurinn. Hann er sagð-
ur fyrir svo viða í nýja testamentinu, að það er óþarft
að tiltaka sérstaka staði. Það er Jesús Kristur, sem á
að dæma heiminn, og hann dæmir hvern mann eftir
verkum hans, þ. e.: eftir þvi, hvernig lífsstefna hans
og líf hefir verið hér á jörðinni.
Við dóminn verður gjörður eilífur greinarmunur á
góðum mönnum og vondum, þeim, sem hafa viljað
þiggja hjálpræði Jesú Krists og láta anda hans ráða
lifsstefnu sinni, og þeim, sem hafa ekki viljað þetta.
Þá verða hinir vondu um eilifð reknir burtu frá
guði, og tilvera þeirra eftir það verður sú vansæla, sem
er óumflýjanleg afleiðing þeirrar syndar, sem ekki er
fyrirgefin. Þetta hlutskifti hafa þeir sjálfir kosið sér,
jþví fyrirgefningin, náðin, stóð þeim til boða, en þeir
vildu ekki þiggja hana. Um þetta vansælu-ástand
talar ritningin alt af í likingum, svo að vér getum ekki
gjört oss ljósa grein fyrir því, í hverju það er fólgið; og
cg vona, að enginn af oss fái nokkurn tíma að þekkja
það. Mannlegan huga hryllir, eins og eðlilegt er, við