Áramót - 01.11.1905, Blaðsíða 6

Áramót - 01.11.1905, Blaðsíða 6
upprisuna. Dýrölegir veröum vér þá, líkir frelsara vor- um, konungi dýröarinnar; og oss er nóg að vita þaö; J)að er oss nægilegt tilhlökkunarefni, þó aö vér getum ekki fullkomlega útmálað oss hina einstöku drætti í þeirri dýröarmynd. En eitt er rétt að minnast á í þessu sambandi, og það er það, að í n. test. virðist vera gjört ráð fyrir því, að upprisa framliðinna fari fram í tvennu lagi, og að á milli fyrri og síðari upprisunnar sé hið svo nefnda iooo ára ríki. Þeir ritningarstaðír, sem sérstaklega benda á þetta, em þessir: i. Kor. 15, 22—24: „Því að eins og allir deyja í Adarn, eins nninu og allir lífgast í Kristi, en sérhver í sinni röð; Kristur er frumgróðinn, þar næst munu þeir, sem Kristi tilheyra, upp rísa í hans tilkomu. Þar eftir kemur endirinn.“ Ennfremur: i.Tess.4,16.17.: „Þvi sjálfur dróttinn mun með ákalli, með höfuðengils raust og með guðs lúðri af himni niður stíga; og þeir, sem í Kristó eru dánir, munu f y r s t upp rísa; síðan munum vér, sem eftir erum lifandi, verða hrifnir til skýja ásamt þeim til fundar við drottin í loftinu, og muinum vér siðan með drottni vera alla tíma,“ Og loks Op. 20, 4. 5: „Líka sá eg sálir þeirra, sem höfðu verið liálshöggnir fyrir vitnisburð Jesú og orð guðs, og þeirra, sem ekki höfðu tilbeðið dýrið eða þess líkneskju, og ekki höfðu bess merki á ennum sér eða hendi. Þeir lifðu og ríktu með Kristi um þúsund ár. En aðrir dauðir lifn- uðu ekki fyrr en þau þúsund ár voru liðin. Þetta er sú fyrri upprisa.“ Til þessarar fyrri upprisu eða „upp- risu réttlátra“ er líka bent á öðrum stöðum í nýja testa- mentinu. En eftir þeim fer þá upprisa hinna vondu ekki fram fyrr en eftir 1000 ára ríkið. Meðan það

x

Áramót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Áramót
https://timarit.is/publication/247

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.