Áramót - 01.11.1905, Blaðsíða 8

Áramót - 01.11.1905, Blaðsíða 8
hugsuninni um aS nokkur lifandi vera skuli eiga fyrir höndum eilífa vansælu; og þess vegna hafa menn meS ýmsu móti reynt aö komast hjá þeirri hugsun meS því aS kenna' annaShvort gjöreySing hinna óguSlegu eSa þá aS þeir snúi sér aS lokum og verSi sælir. En heilög ritning gefur enga heimild fyrir slíkum kenningum; heldur virSist ótvíræS kenning hennar vera sú, aS van- .sælan sé eilíf eins og sælan. En hinir góSu fá aS lifa eiliflega hjá guSi í dýrS og sælu. Dómurinn yfir þeim verSur sýknunar-dómur, vegna þess aS þeir hafa viljaS þiggja náSina, endur- lausnina í Jesú Kristi. Hann hefir meS pínu sinni og dauSa borgaS syndagjöld þeirra og afmáS sekt þeirra, og fyrir hans verSskuldun verSa þeir dæmdir sýknir og allar sakir gefnar þeim upp. 4. En hvað verðnr á dómsdegi um þann heim, sem vér þekkjum nú? Hann ferst, og nýr kemr í staSinn. XJm þaS stendur í 2. Pét. 3, 10—13: „En dagur drottins mun koma sem þjófur á nóttu; þá munu himnarnir meS miklum gný líSa undir lok, frumefnin af eldi sundur leysast, og jörSin og þau verk, sem á henni eru, upp hrenna.......En eftir hans fyrirheiti væntum vér nýs himins og nýrrar jarSar, þar sem réttlætiS muni búa.“— og Op. 21, 1: „Eg sá nýjan himin og nýja jörS, þvi sá fyrri himinn og sú fyrri jörS var horfin, og sjórinn var ekki framar til.“ — Þá verSur engin synd framar til, eöa sorg eSa dauSi, heldur verSur líf hinna endurleystu eilífur friSur og gleSi í samfélagi hins þríeina guSs. Um þann dýrSarbústaS, sem vér eigum þá fyrir hönd- um, og þau sælukjör, sem vér eigum þá viS aS búa, er talaS af guSlegri andagift í hinum 2 síSustu, dýrSlegu

x

Áramót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Áramót
https://timarit.is/publication/247

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.