Alþýðublaðið - 17.01.1967, Blaðsíða 8
Nota skal framtalseyðublaðið, sem áritað er í skýrsluvélum.
Sé það eigi fyrir hendi, ber fyrst að útfylla þann lið framtals,
sem.greinir nafn framteljanda, heimilisfang, fæðingardag, — mán.
og ár, nafnnúmer, nafn eiginkonu, fæðingardag, — mán. og ár.
Einnig nöfn, fæðingardág og fæðingarár barna heima hjá fram-
teljanda, fædd árið 1951 eða síðar. Aðgæta skal einnig, hvort öll
börn heima hjá framteljanda, fædd 1951 eða síðar, eru skráð á
árituðu framtalseyðublöðin. Einnig skal skrá upplýsingar um feng-
in meðlög eða barnalífeyri, svo og greidd meðlög með börnum.
Auðveldast er að útfylla hina ýmsu liði framtalsins í þeirri
röð, sem þeir eru á eyðublaðinu, sjá þó tölulið, 3, I um fasteignir.
I. EIGNIR 31. DES. 1966.
1. Hrein eign samkvæmt meðfylgjandi efnahagsreikningi.
í flestum tilfellum er hér um atvinnurekendur að ræða, og ekki
til ætlast að skattstjóri annist reikningagerð. Er þessi liður því
aðeins útfylltur, að efnahagsreikningur sé fyrir hendi.
2. Eignir samkvæmt landbúnaðar- eða sjávarútvegsskýrslu.
Leita skal til deildarstjóra, fulltrúa eða umboðsmanns skatt-
stjóra með slíka aðstoð, og tilnefnir hann starfsmann til verksins.
S. Fasteignir.
í lesmálsdálk skal færa nafn og númer fasteignar- eða fasteigna
og fasteignamat í kr. dálk. Hafi framteljandi keypt eða selt fast-
eign, ber að útfylla D-lið á bls. 4, eins og þar segir til um.
Ef framteljandi á hús eða íbúð í smíðum, ber að útfylla bygg-
ingarskýrslu og færa nafn og númer húss undir eignalið 3 og
kostnaðarverð i kr. dálk, hafi húsið ekki verið tekið í fasteigna-
mat. Sama gildir um bílskúra, sumarbústaði, svo og hverjar
aðrar byggingar. Ef framteljandi á aðeins íbúð eða hluta af fast-
eign, skal tilgreina hve eignarhluti hans er mikill t. d. 1/5 eða
20%. Nota má það sem betur hentar, hlutfall eða prósentu.
Lóð eða land er fasteign. Eignarlóð færist á sama hátt og önn-
ur fasteign, en leigulóð ber að skammstafa L.l. kr...........sem
færist í lesmálsdálk.
Bezt er að ganga um leið frá öðrum þeim liðum framtalsins,
sem fasteign varða, en þeir eru:
Húsaleigutekjur. Tekjuliður 3, bls: 2.
Útfylla skal b- og c-liði samkv. uppgjöf framteljanda, þó
skal gera athugasemd og spyrja nánar, ef framtaldar tekjur af
útleigu eru óeðlilega lágar miðað við stærð og legu þess útleigða.
í a-lið skal færa til tekna einkaafnot af húsi eða íbúð. Ef hús-
eign er útleigð að hluta, skal reikna eigin leigu kr. 2064,00 á ári,
þ. e. kr. 172,00 pr. mán. fyrir hvert herbergi. Sama gildir um
eldhús. Ef eigandi notar allt húsið sjálfur, þá skal meta eigin
húsaleigu 11% af fasteignamati húss og lóðar, eins þó um leigu-
lóð sé að ræða. Víkja má þó frá herbergja-gjaldi, ef hús er mjög
ófullkomið, eða herbergi smá. Er þá auðveldast að miða her-
bergjafjölda vjð flatarmál hússins. Víkja má einnig frá prósentu
af matsverði, ef fasteignamat lóðar er óeðlilega hátt miðað við
mat hússins.
í ófullgeröum og ómetnum íbúðum, sem teknar haía verið
í notkun, skal eigin leiga reiknuð 2% á ári af kostnaðarverði
í árslok eða hlutfallslega lægri eftir því, hyenær húsið var tekið
17. janúar 1967 ~ ALÞÝÐUBLAÐIÐ
í notkun á árinu (sbr. meðfylgjandi matsreglur í-íkisskatta-
nefndar).
Kostnaður við húseignir. Frádráttarliður 1, bls. 2.
a. Fasteignagjöld: Hér skal færa fasteignaskatt, brunabótagjald,
vatnsskatt o. fl., og færa í kr. dálk, samanlögð þau gjöld,
sem einu nafni eru nefnd fasteignagjöld.
b. Fyrning: Fyrning reiknast aðeins af fasteignamati hússins
eða húshlutans sjálfs samkv. þeirri prósentu, sem um getur
í framtali. Af lóð eða landi reiknast ekki fyrning.
c. Viðhald: Framtal segir um hvernig með skuli fara. Ef laun
hafa ekki verið gefin upp, ber að útfylla launamiða og láta
framteljanda skrifa nafn sitt undir hvern míða. Síðan skal út-
fylla samtalningseyðublað, eins og þar segir til um. Ekki skal
færa á framtal viðhaldskostnað, nema skv. framlögðum nót-
um. Það athugist, að vinna húseiganda við viðhald fasteignar
færist ekki á viðhaldskostnað, nema hún sé þá jafnframt færð
til tekna.
4. Vélar, verkfæri og áhöld.
Undir þennan lið koma landbúnaðartæki þegar frá eru dregnar
fýrningar skv. landbúnaðarskýrslu, svo og ýms áhöld handverks-
manna, lækna o.s.frv. Áhöld keypt á árinu að viðbættri fyrri
áhaldaeign, ber að færa hér að frádreginni fyrningu. Um há-
marksfyrningu sjá 28. gr. reglugerðar nr. 245, 1963, sbr. reglu-
gerð nr: 79, 1966. Það athugist, að þar greindar fyrningaprósentur
miðast við kaup- eða kostnaðarverð að frádregnu niðurlagsverði
10(/o. — Sé fyrningin reiknuð af kaup- eða kostnaðarverði án
þess að niðurlagsverðið sé dregið frá, þá skal reikna með þeim
mun lægri hámarksfyrningu. Sé fyrningin t. d. 20% skv. 28.
gr. reglugerðarinnar, þá er hámarksfyrning 18% af kaupverði,
ef 15% skv. 28. gr. reglugerðar, þá 1314% af kaupverði o.s.frv.
Halda má áfram að afskrifa þar til eftir standa 10% af kaup-
verðinu. Eftirstöðvarnar skal afskrifa árið, sem tækið verður ó-
nothæft, þó að frádregnu því, sem fyrir tækið kynni að fást.
Ef um er að ræða vélar, verkfæri og áhöld, sem notuð eru til
tekjuöflunar, þá skal færa fyrninguna bæði til lækkunar á eign
undir eignalið 4 og til frádráttar tekjum undir frádráttax-lið 15.
Séu tækin ekki notuð til tekjuöflunar, þá færist fyrningin að-
eins til lækkunar á eign.
Iíafi framteljandi keypt eða selt vélar, verkfæri og áhöld, ber
að útfylla D-lið á bls. 4, eins og þar segir til um.
I
5. Bifreið.
Hér skal útfylla eins og skýrsluformið segir til um, og færa kaup-
verð í kr. dálk. Heimilt mun þó að lækka einkabifreið um 1314%
af kaupverði fyrir ársnotkun, frá upphaflegu verði. Kemur það
aðeins til lækkunar á eignarlið, en dregst ekki frá tekjum, nema
bifreiðin sé notuð til tekjuöflunar. Leigu- og vörubifreiðir má
f.vrna um 18% af kaupverði og jeppabifreiðir um 1314% af
kaupverði. Fyrning til gjalda skal færð á rekstrarreikning bif-
reiðarinnar. Sjá nánar um fyrningar í tölulið 4.
Hafi framteljandi keypt eða selt bifreið, ber að útfylla D-lið á
bls. 4 eins og þar segir til um.
6. Peningar.
Hér á aðeins að færa peningaeign um áramót. Ekki víxileignir,
verðbréf, né iieina aðra fjármuni en pcninga.
7. Inheignir.
Hér ber eingöngu að færa
sjóðum og innlánsdeildum, s
skv. sérstökum lögum. Víxl
bönkurn, eða þar til innheir
bankainnstæður og skattfrji
íæra síðan samtalstölu skat
Undanþegnar- framtalsskyldu
innstæður og verðbi-éf, að þ
ir. Til skulda i þessu samb;
tekin til 10 ára eða lengri t
aíla fasteignanna eða endur
er kr. 200,000,00. Það sem
urn og skerðist skattfrelsi s;
ur. Ákvæðið um fasteignavi
eða stofnana.
8. Hlutabréf.
Rita skal nafn félags í lesm
Heimilt er þó, ef hlutafé er
verði og þá í rét.tu hlutfall
hlutafé. Við mat eigna í sli
stól, vara- eða fyi-ningarsjóð
Miða skal við mögulegt sö
ahdi skuldir og önnur hugs
draga frá skuldir, en hlutafi
þá lægri en hlutafé, má tel;
Hafi í'ramteljandi keypt éða
á bls. 4, eins og þar segir t:
9. Verðbréf, litláh, stofnsjóðsh
Útfylla skal B-lið bls. 3 ein
færa samtalstölu í lið 9.
Hafi framteljandi keypt eð;
á bls. 4, eins og þar segir ti
10. Eignir barna.
Útfylla skal E-lið bls. 4 eii
samtalstöluna á eignarlið 1(
stæðum, og verðbréfum sb
þess, að eignir barns séu (
ekki færa eignir barnsins í
í G-lið bls. 4, að það sé ósl
stæður skattgreiðandi.
11. Aðrar eignir.
Undir þennan 'íið koma ýmí
en fatnaður, bækur, húsgög
sem vöru- og efnisbirgðir,
og starfsemi í það smáum st
hestar og annar búfénaður,
og hver önnur eign, sem áð
II. S
Útfylla skal C-Iið bls. 3, e
samtalstölu á þennan lið.
III. Teh
1. Hreinar tekjur samkv. m
Liður þessi er því aðeins t