Alþýðublaðið - 17.01.1967, Blaðsíða 14
Kínverjar
Framhald af 1. síðu.
ará Hér er e. t. v. átt við það
að Mao fjandsamlegir flokksstarfs
menn hafi veitt verkamönnum ó-
leyfilegar launahækkanir í þeim
tilgangi að fá þá til að berjast
gegn menningarbyltingunni, segir
Kyodo.
SJÓNVARPINU LOKAÐ
Opinberar yfirlýsingar að und
auförnu eru túlkaðar á þá lund,
að; Mao hyggist nú hervæða verka
vuénn fremur en óþroskaða ung-
linga til baráttunnar gegrf fjand
samlegum flokksstarfsmönnnm og
yfirmönnum fyrirtækja. Frétta-
riíari Reuters í Peking, Vergil
Berger, telur að það liafi verið
slík verkamannasamtök fremur en
rauðir varðliðar, sem tóku völd
i ’. í Pekingútvarpinu í sínar hend
ui- um helgina. Sjónvarpið í Pe-
fcing hefur ákveðið að hætta starf
semi sinni meðan menningarbylt
i gin stendur yfir, segir japanskur
f.'éttaritari.
Þremur mönnum, sem á voru
máluð slagorð, var í dag ekið um
götur Peking. Þeir voru óþekkj
anlegir. Hengdar hafa verið upp
mvndir sem sýna hvernig 20
menn, flestir yfir sextugt og
l þeirra á meðal Peng Chen fv.
borgarstjóri, voru auðmýktir ný-
lega á opinberum fundi.- Sumir
þeirra voru krjúpandi; rauðir
varðliðar og hermenn héldu öðr-
um með haustaki.
LIU FLÚINN?
Hægrisinnað blað í Ilongkong
segir, að Liu Shao-chi forseti sé
flúinn till Shih Chia Chuang, 200
kin. fyrir sunnan Peking, ásamt
nánum samstarfsmönnum O" kom
ið þar upp bækistöðvum, sem not
aðar verði til mótaðgerða gegn
Mao. Forsetinn hefur notið víð-
tæks stuðnings á þessum slóðum
allt frá fyrstu árum sínum í
kommúnistaflokknum
Fréttaritari AFP í Kanton, Ber
nard Ullman, segir að skarar
Flokksstjórnin í borginni hefur til
rauðra varðliða lialdi áfram að
streyma til borgarinnar. Ilaldin
verður „sýning" á Tao Chu fv.
áróðursstjóra, sem nú er sakað
ur um andstöðu við Mao o. fl. og
að liafa gert bandalag við Liu
Shao-chi og Teng Hsiao-ping.
Komið hefur verið á fót sérstakri
móttökustöð fyrir rauða varöliða.
Flokksstjórnin í borginni liefur til
kynnt, aö skv, fyrirmælum frá
Peking verði rauðir varðliðar liér
eftir að leggja fram Iæknisvott-
Föðursystir mín,
Marselía Svanhvít Eyjólfsdóttir,
sem lézt að hjúkrunarheimilinu Sólvangi, aðfaranótt 13. jan.,
verður jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. jan„
kl. 10.30.
Fyrir mina hönd og annarra vandamanna.
Ellen Einarsdóttir.
Eiginkona mín og inóðir,
Ólöf Einarsdóttir,
andaðist á sjúkrahúsinu Sólvangi, þann 15. þ. m.
Erlendur Jóhannsson,
Unnur Erlendsdóttir.
i
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför
ciginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu okkar
f
Sigurborgar Þ. Jóhannesdóttur,
Háteigsveg 22.
Arni Sigurðsson,
Gestur Árnason, Sigríður Friðfinnsdóttir,
Jóhannes Árnason, Áróra Helgadóttir,
Sigurður Árnason, Þorbjörg Friðriksdóttir,
Guðríður Árnadóttir, Jón Gúðmundsson,
og barnabörn.
1
. Þökkum af alhug þeim, sem á einn og annan hátt hafa aúö-
sýnt vinsemd og virðingu viö minningu
Jarþrúðar .Einaisdóttur,
jkennara, Samtúni 30, Reykjavík.
Ennfremur þökkum við læknum og hjúkrunarfólki Sjúkrahúss
I Hvíta bandsins fyrir frábæra hjúkrun og umönnun í hennar
l mörgu sjúkdómsleguni.
jjjGúö blessi ykkur öll.
Vandamenn.
orð, ef þeir eigi að fá ókeypis
far með járnbrautarlestum eða
öðrum samgöngutækjum.
Rauðir varðliðar í Peking liafa
lokað tveimur skemmtigörðum
fyrrverandi Kínakeisara, enda sé
óviðeigandi að fólk, sem komi til
Peking að skiptast á byltingar-
sinnuðum skoðunum, heimsæki
staði, sem svo auðugir séu af
minningum um gamla menningu
og siði.
Blað í Tokió hermir, að Ten
Hu, höfundur „Kommúnistaflokk-
urinn í Kína í þrjátíu ár“ sæti ár
ásum á spjöldum rauðra varð-
liða og verði haldinn „gagnrýnis
fundur á morgun til að fordæma
hann
„Fræðirit" kommúnistaflokks-
ins, Rauði fáninn", sagði í dag
að forstjórar fyrirtækja, sem
gerzt hefðu sekir um mistök,
yrðu að bæta ráð sitt, en ella
biðu . þeir algeran ósigur. Þeir
þyrftu ekkert að óttast ef þeir
hlýddu kröfum fjöldans.
Innbrot
Framhald af 1. síðu.
ur enn náðzt til þjófanna, en talið
er ,að hér hafi nokkrir krakkar
verið að verki.
Þá var einnig brotist inn í á-
haldahús Vita- og Hafnarmála-
stjórnar. Þar var brotin rúða, en
ekki er vitað til að neinu hafi verið
stolið.
2. deild.
Framhald af 3. síðu.
gert undanfarið. Má úr þessu bú
ast við öllu frá þeim. Liðinu er
mikill styrkur í afturkomu Þórðar
sem sýndi þarna mjög góðan leik.
Viðar var góður og stjórnaði lið
inu af festu. Stefán átti góðan
leik. Logi í markinu stóð sig með
mestu prýði.
Lið Vals var alltof hægfara í
þessum leik og verða þeir að
sýna annað á föstudaginn ef þeir
ætla sér að krækja í stig af FH.
Beztu menn liðsins voru markverð
irnir ásamt Hermanni og Ágúst.
Mörk Hauka skoruðu Viðar og
Þórður 5 hvor, Stefán og Sigurð
ur 2 hvor, Ólafur og Matt.hías 1
hvor.
Mörk Vals skoruðu Hermann 8,
Ágúst 4, Stefán 2, Bergur 1
Leikinn dæmdi Björn Kristjáns
son og gerði það vel.
★ FH - FRAM 17:14
★ Fyrri hálfleikur 7:8
Auðséð var á leik beggja liða á
upphafi að mikil taugaspenna ríkti
meðal leikmnana. Framarar voru
I fyrri til að skora og var Guðjón
í þar að verki með fallegu marki og
| skömmu síðar skorar hann aftur
| Geir skorar fyrsta mark FH þá er
| dæmt vítakast á FH Guðjón fram
| kvæmir það en Kristófer ver. Nú
: líður nokkur tími án þens að mark
• komi en Geir skorar næst úr víta
! kasti og jafnar tveim mínútum síð
ar 3:3. Sigurður Einarss. skorar
fallegt mark af línti. Ragnar jafn
ar úr hröðu uphlaupi og Einar
nær yfirhöndinni fyrir FH með
marki af línu, þá skorar Gunnlaug
ur úr vítakasti, en Geir og Páll
skora tvö mörk fyrir FH og staðan
er 7:5 FH í vil. En síðustu 7 mín.
leiksins skora Framarar þrjú mörk
gegn engu frá FH og þannig lauk
hálfleiknum 8:7 fyrir Fram,
★ Seinni hálfleikur 10:6
Á 2. mín hálfleiksins skorar
Gylfi Jóhannsson níunda mark
Fram, þá komant FH-ingar í tvö
dauðatækifæri en annað skotið
lendir í stöng en hitt ver Þorseinn
vel. Örn skorar fyrsta mark FH í
þesum hálfleik en Gunnlaugur svar
ar með marki úr vítakasti. Þá skor
ar Ragnar laglegt mark, en næstu
ir þá staðan 12-9 fyrir Fram og
tvö mörk koma frá Gunnlaugi og
10 mín. af seinni hálfleik. Ragnar
minnkar muninn en nú fá Framar
ar tvö vítaköst með stuttu milli
bili en Kristófer gerir sér lítið fyr
ir og ver þau bæði frá Gunn
laugi og varði hann þess vegna
þrjú vítaköst í leiknum. FH-ingar
gera næstu þrjú mörk og eru þar
i að verki Einar, Birgir og Ragnar
þá skorar Guðjón úr föstu skoti
i Geir bætir fyrir það. Á 22. mín.
skorar Birgir mjög fallega með
því að sveigja sig framhjá varnar
mönnum Fram. Páll og Ragnar
skora svo síðustu mörk FH, en síð
asta orð leiksins átti Gunnlaugur
og lauk því leiknum með sigri FH
17:14.
LIÐIN.
Lið F.H, sýndi allgóðan leik
þarna en alls ekki sitt bezta, lið
ið í heild getur miklu betur.
Vörnin var sterkari hluti liðsins,
en sóknin ekki eins og svo oft
áður. Beztu menn liðsins voru
Kristófer, Ragnar og Gelr. En
Birgir, Örn og Einar standa þeim
ekki langt að baki.
Lið Fram var ekki eins gott
og búist var við. Beztir voru Þor
steinn i markinu, Guðjón og
Gunnlaugur
Mörk F.H. skoruðu: Geir og
Ragnar 5 hvor, Birgir, Einar og
Páll 2 hvor, Örn 1.
Mörk Fram skoruðu: Gunnlaúg
ur 6, Guðjón. 3, Ingólfur 2, Pétur,
Sigurður, Gylfi 1 hvor.
Leikinn dæmdi Magnús Péturs
son og má með sanni segja að
hann hafi leikið aðalhlutverkið
á vellinum að minnsta kosti
reyndi hann það með alls konar
tilþrifum. Áhorfendur og leik-
menn stóðu oft furðu lostnir yf
ir dómum hans. I.V.
L U J T Mörk St.
F.H. 4 4 0 0 94:59 8
Valur 4 3 0 1 88:65 6
Fram 4 2 0 2 86:57 4
Víkingur 4 2 0 2 71:69 4
Haukar 4 1 0 3 63:84 2
Ármann 4 0 0 4 53:122 0
Sogsvirkjunarlán 1951
Greiðslur útdreginna skuldabréfa og gjaldfall
inna vaxtamiða 6% láns Sogsvirkjunar 1951
fara eftirleiðis fram 1 Verðbréfadeild Lands-
, *
banka Islands, Reykjavík, en ekki í skrifstofu
Landsvirkjunar.
13. janúar 1967.
LANDSVIRKJUN.
Aðstoðarlæknisstaða
Staða 'aðstoðarlæknis við röntgendeild Land-
spítalans er laus til umsóknar. Laun samkv.
kjarasamningum Læknafélags Reykjavíkur og
stjórnarnefndar ríkisspítalanna. Umsóknir með
upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri
störf sendist til stjórnarnefndar ríkisspítal-
anna, Klapparstíg 29, fyrir 18. febrúar nk.
Reykjavík, 16. janúar 1967.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Byggingarfélag verkamanna,
Reykjavík.
TIL SÖLU
Þriggja herbergja íbúð í I. byggingarflokki.
Þeir félagsmenn, sem neyta vilja forkaupsrétt
ar, sendi umsóknir sínar í skrifstofu félagsins
Stórholti 16 fyrir kl. 12 á hádegi miðvikudag-
inn 25. jan. nk.
STJÓRNIN.
3,4,J7. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ