Alþýðublaðið - 22.01.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.01.1967, Blaðsíða 5
Súnnudags Alþýðublaðið - 22. janúar 1967 191 vmgmKi IMH® Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnar- fulltrúi: Eiðnr Guðnason. Ritstjóri Sunnudagsblaðs: Kristján Bersi Ólafsson. — Símar: 14900-14903 — Auglýsingasími: 14906. Aðsetur Aiþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðsins. — Áskriftartgj. kr. 105.00. — í iausasölu kr. 7.00 eintakið, HAFNFIRZK ALÞÝÐA VERKAMANNAFÉLAGIÐ HLÍF í Hafnarfirði er sextugt um þessar mundir. í janúar 1907 tóku nokkrir hafnfirzkir verka- menn sig saman og sendu Ðags- brún í Reykj'avík tilmæli um að stoð við stofnun félags í Firðin- um. Upp úr því var Hlíf stofnuð af rúmlega 40 manns, en margir verkamenn treystu sér ekki til að ganga í félagið vegna þess tang arhalds, sem atvi'nnurekendur eða kaupmenn höfðu á þeim. Var raunar algengt á þeim árum, að atvinnurekendur beittu slíkri kúg un beint eða óbeint. Hlíf varð með txmanum þrótt- mikið félag og burðarás í hafn- firzkri alþýðuhreyfingu, sem hef ur skapað sér mikla sögu. Það varð einkenni þeirra Hafnfirð- inga, að þeir létu sér ekki nægja að sameina vinnandi fólk og halda fast á rétti þess gagnvart atvinnurekendum. Þeir heittu samtökum sínum til að verða þátt takendur í atvinmilífinu og ná í sínar hendur atvinnutækjum til að auka vinnu og tekjur. Hlíf varð þegar í fyrri heimsófriði meðeigandi að bát og nokkrum árum síðar bjó félagið til fiskreiti í atvinnuaukningarskyni og seldi útgerðarmönnum. Mesta átak hafnfirzkrar albýðu var þó stofn un bæjarútgerðarinnar, sem varð brautryðjandi eins þýðingarmesta þáttar í atvinnusögu þjóðarinnar á síðustu áratugum. Tímarnir breytast og bæjarút- gerðin er nú voldugt fyrirtæki. Verkamannafélagið Hlíf hefur á sextugsafmæli sínu um 550 félags menn og gætir hagsmuna þeirra á margvíslega nútímavísu. Barátta hafnfirzkra verkamanna og fé- . laga þeirra um allt land hefur borið þann árangur, að ríkisvald ið skilur nú það hlutverk sitt að sjá fyrir atvinnu. Verkalýðsfélög þurfa ekki sjálf að stofna til at vinnufyrirtækja eins og fyrr á ár um. Hið félagslega hlutverk þeirra er þó meira en nokkru sinni og því er rík nauðsyn að efla þau og styrkja. Alþýðublaðið sendir Verka- mannafélaginu Hlíf og hafnfirzkri alþýðu allri hamingjuóskir á þess um tímámótum og þakkir fyrir mikið starf á sex áratugum. • • •• VOKULOGIN FYRIR nokkrum döguníi gerði Alþýðublaðið álit tog- aranefndar að umtalsefni og gagnrýndi harðlega þá til- lögu nefndarinnar, að vöku- lögunum yrði breytt. í þvi sambandi er ástæða til að minna á það, sem raunan hlaut að vera augljóst, a3 formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, Jón Sigurðs- son, sem sæti átti í nefnd- inni, var algerlega andvígur þessari tillögu hennar. í sé* áliti sagði Jón: „Ég ei* þv» mótfallinn, að lögum unt hvíldartíma á togurum sé breytt, enda álit mitt það, að ekki eingöngu sé það óþarft vegna reksturs togaranna, heldur og beinlírl is skaðlegt, þar sem erfitt myndi reynast að manna tog arana, nema þá með stór- hækkuðum launum . ..“ Jón telur furðulegt, að menn skuli nú vilja lengja vinnu- tíma háseta úr 72-84 stund- um á viku í 96-112 stundir. ■HW—I — MH6—IIIXlll »■■■ *■!■» Fyrir nokkrum árum flutti Trygve Bratteli, sem þá var fjármálaráðherra Norðmanna, er- indi á norrænum fundi í Reykjavík. Hann ræddi um beina og óbeina skatta og hafði erindi hans mikil áhrif á íslenzka stjórnmálamenn, sem á það hlýddu. Bratteli, sem nú er formaður norska Alþýðuflokksins og leiðtogi stjórnarand stöðunnar í 'Osló, flutti fyrir nokkrum dögum nýtt erindi um skattamál og segir frá því í þess ari kjallaragrein. breytingar á núverandi skatta- kerfi, sem auka mundu réttlæti á þessu sviði. Fyrir nokkrum dögum flutti Bratteli erindi í Hagfræðafélag inu í Osló og nefndi það: „Skatt ene — kan systemet reformeres“. Er augljóst á frásögnum af því, að hann er í grundvallaratriðum sömu skoðunar og hann var, er hami talaði í Reykjavík, en hef ur í ýmsum tilvikum gengið lengra en þá. Hann kvað margra ára starf í fjármálaráðuneyti og á þingi hafa stutt þá skoðun, að rétt sé að ganga langt í breytingu beinna skatta í óbeina. Hann tel ur ekki, að beinir skattar séu í reynd réttlátir, sérstaklega ekki fyrir láunþega. 1 Brdtteli benti á, að einn höf uðvandi núverandi skattakerfis sé að finna 'eðlilegt samhengi milli skattiagningar á tekjum ein staklinga og tekjum fyrirtækja. Hann kvað það meginatriði í sín- um augum, að tekjuskatturinn legðist ávallt þyngra á einstakl inga en fyrirtafeki. Þess vegna sé skattakerfið óréttlátt gagnvart launþegum sem eru meirihluti skattgreiðenda. Skattsvik eru ví'ðar en á íslandi þótt þau séu hin mesta þjóðfélags meinsemd liér. Bratteli bendir á að skattsvik komi ekki niður á ríKl eða bæjarfélöeum .eins og Hiargir haldi. Þessir aðilar vita vel, hvernig þeir eiga að haga skattreglum til þess að tekjurnar verði eins miklar og þörf er tal- in á. Þeir, sem svíkja skatt, eru því beinlínis að svfkja nágranná sína, vini og aðra samborgara, sem verða að greiða því hærri gjöld sem meira er dregið undan. Hið opinbera tryggir sinn hag. Það er hægt að draga verulega úr skattsvikum með því að þyngja. refsingar dómstóla og auka til muna skattaeftirlit. Hitt er þÖ mikilsverðara að dómi Brattelis að finna kerfi, sem gerir skatt svik illmöguleg. Svo virðist, sem Norðmenn reikni ekki með alvarlegum svik um á skilum söluskatts, eins og mikið er um talað hér á landi. Er vafalaust mun strangara eftir lit með fyrirtækjúm þar, stórum og smáum, og of mikið í húfi til að þau taki þá áhættu áð dtela söluskatti og falsa bókhald sitt í þeim tilgangi. Það er skoðun Brattelis, að rangt sé að skattleggja fyrirtæki nær eingöngu eftir þeim hagnaði sem þau skila. Telur hann svo mörg atriði koma til skjalanna, áður en hagnaður er gerður upp, að hann sé vafasamur skattstofn. Hins vegar vill hann skattleggja reksturinn þannig, að skatturinn hvetji jafnan til hagræðingar og skynsamlegrar fjárfestingar. Bratteli gerði í erindi sínu í Osló stighækkun tekjuskattsins að umræðuefni, og komst að þeirri niðurstöðu, hún væri alls ekki eins réttlát og ætla mætti við fyrstu sýn. Þvert á móti gæti hún haft mjög óheppileg áhrif, Benti hann á síðustu heildarsamn inga um kaup og kjör í Noregi. Þá reyndist óhjákvæmilegt að veita tekjuhæstu stéttunum lang- mesta kauphækkun, og var það fyrst og fremst réttlætt með á hrifum skattstigans. Áfleiðing af þessu varð sú, að allir voru ó- ánægðir. Hinar fjölmennu vinhu stéttir gagm-ýndu óspart ,að há launafélögin fengu langmesta kauphækkun. Og þeir, sem fengu mestu hækkanirnar voru óánægð ir, er þeir komust að raun um, hve mikið hinn stighækkandi tekjuskattur tók af hækkunum þeirra. Bratteli gerði í erindi sínu ekki ráð fyrir að heildarhlutur skatta til ríkis og sveitarfélaga af þjóð artekjum geti lækkað á komandi árum. Taldi hann svo mikil verk efni framundan og kröfur til op inberra mannvirkja, svo sem vega skóla, flugvalla o.fl., sýnilega fara vaxandi. Lagði hann í er indi sínu fram ýmsar hugmyndir um breytingar á skattakerfi Norð manna, þar á nieðal að tekjuskatt ur norska ríkisins verði á nokk urra ára tímabili afnuminn á tekjum undir 40.000 norskum kr. en tekjuskatta sveitarfélaga treysti hann sér ekki til að af- nema. Sennilega verður aldrei fund ið upp skattakerfi, sem meiri- hluti þjóðar telur réttlátt. En sér fróðir menn um þessi efni halda áfram að reyna að endurbæta kerfin, eins og gert hefur verið hér á landi og gert er i Noregi. Það vantar ekki viljann, þótt lengi megi finna að árangrinum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.