Alþýðublaðið - 22.01.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 22.01.1967, Blaðsíða 13
13 Sunnudags Alþýðublaðið 22. janúar 1967 Leðurblakan Spáný dönsk litkvikmynd. tburð armesta danska kvikmyndin í mörg ár. Listdansararnir Jón Valgeir og Margrét Brandsdótt ir koma fram í myndinni. LltY BRQBERG POUL REICHHARDT GHITANBRBY HOLGER JUUL HANSEN GRETHE MOGENSEN DARIO CAMPEOTTO ÖIRGIT SAPOUN POUL HAGEN KARLSTEGGER OVESPROGDE lns1roktion:Alinelise Meineche Sýnd kl 7 og 9. Blaðaummæli: Leðurblakan í Bæjarbíó er kvik- mynd sem óhætt er að mæla með. Mbl. Ó. Sigurðsson. — Hetjan úr Skírisskógi — Geysispennandi ensk-amerísk mynd í litum og CinemaSeope. Bönnuð börnum innan 12 lára. Sýnd kl. 5. — Grímuklæddi riddarinn —• Sýnd kl. 3. Ákaflega spennandi og hroll- vekjandi ný mynd. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5 7 og 9. — Húsvörðurinn vinsæli — með Dirch Passer. Sýnd kl. 3. Áugiýsið í Aiþýðublaðinu Lesið Alþýðublaðið TONLISTARÁHUGI VIÐ SUND OG NES Netta fingur venur við veifir slyngur korða, hjartað stingur, fær ei frið fallega syngur langspilið. Vatnsenda Rósa. Þótt íslendingar fyrri alda séu frægari fyrir kveðskap, rímnasöng og réttarbragi en hljóðfæraslátt er samt ljóst, að þeir sem komust í kynni við hljóðfæraleik liafa verið móttækilegir fyrir slíkri tón list. Berum fyrst niður sitt hvorum megin við Seltjarnarnesið laust eftir aldamótin 1800. í Viðey situr Magnús Stepliensen dóm stjóri og „tilsjónarmaður“ Landsuppfræð ingafélagsins, menningarviti síns tíma, for framaður í dansi og pípuleik i kóngsins Kaupmannahöfn. Með honum dvaldi fjöldi hjúa og skjólstæðinga, sem urðu fyrir á- hrifum af brag lieimilisins, þar sem liús bóndinn og dætur hans voru „mestu meist arar á langspil“. Þau áhrif bárust síðar með þeim víðs vegar um landið. Á Bessastöðum og síðar Eyvindarstöðum á Álftanesi býr uppeldissonur Magnúsar, Sveinbjörn Egilsson kennari og síðan rekt or, sem leyfði sér þær einu frátafir frá námsiðnum erlendis, að hann átti hlut deild að Sturlungaútgáfu fyrir Bókmennta félagið og að þeir lierbergisfélagar L. Thorarensen síðar sýslumaður „hafi iðu lega blásið á þverpípu heima hjá sér, því að þeir hafi báðir lært hjá sama manni (Mohr) og skemmt sér vel við það og liafi einu sinni kveðið svo mikið að því, að einn nágranni þeirra, sem ekki þóttist hafa næði til að lesa fyrir þeim, hafi kært þá fyrir garðprófastinum“. Ennfremur fékk Sveinbjörn tilsögn í dansi. Á heimili Sveinbjarnar og Helgu Bene diktsdóttur Gröndal, sem einnig hafði dval ið í Viðey „að nema hannyrðir hjá mad ame Guðrúnu Skúladóttur" var lifað fögru fjölskyldu- og menningarlífi á stað, sem var í þjóðbraut uppvaxandi mennta- og em bættismanna þjóðarinnar á næmustu þroska árum þeirra. Þessu lýsir sonur þeirra Benedikt Grön daL „Þá var mikið um söng á Eyvindar stöðum; við börnin vorum öll lagviss og höfðu góð hljóð þó við værum ekki van- in við hinn lærða söng, sem nú tíðkast. . . við sungum venjulega í rökkrinu; faðir minn lék á flautu og móðir mín stund- um á langspil. Oft komu skólapiltar frá Bessastöðum og sungu og voru sumir á- gætir söngmenn.” Jón Árnason þjóðsagna- safnax-i minnist þessara stunda hrærður. Gröndal segir og frá því er Bjarni Thor arensen skáld kom í heimsókn, „hann, beiddi móður mína að spila á langspil, sem hún var ágætlega leikin í, og þá spil aði hún „Lyt elskede, lyt“, en Bjami söng undir. Þetta hefur verið um 1837; þá voru langspil alltíð hér á landi; í ferða- bók Mackenzies er góð mynd af lang spili með bumbu alveg eins og hún móðir mín átti með þrem strengjum, enda mun hún hafa tekið þetta eftir Stephensens fólki. . . “ Af skólasveinum á þessum tíma, sem gefnir voru fyrir tónlist má nefna Pétur Guðjohnsen brautryðjanda nútíma tón- menntar á fslandi, skólastjóra og söng kennara og organista í dómkirkjunni í Reykjavík Þar var og Páll Melsteð lögfræðingur sagnfræðingur og kennari, eiginmaður Þóru Grímsdóttur stofnanda Kvennaskólans í Reykjavík. (Bjó um skeið á Brekku á Álftanesi). Dóttir Sveinbjarnar, Þuríður giftist Ei ríki Kúld í Flatey á Breiðafirði syni Ó1 afs Sívertsen, sem stofnaði framfarafélag Flateyjar. Þuríður var mennta- og dans kona mikil og átti mikinn þátt í mennta lífi þeirrar menningarnýlendu, sem Fiatey var á þeim tíma. Kammerhljómsveit Magnúsar Stephen- sens í Viðey og tvíleikur Eyvindarstaða- hjóna að vísu með innblæstri frá Kaup- mannahöfn er nú orðinn að heilli symfóníu liljómsveit Hér fer á eftir kafli úr Ferðarollu Magnúsar Stephensens, er hann heyrði og sá Töfraflautu Mozarts og Sjálfsævisögu Páls Melsteds, er eyru hans ljúkast til fulls upp fyrir tónlistinni. Magnús skrifar: „30. jan. 1826. — Svo byrjaSi comedia ný, Trylleflöjten nefnd, söngstykki dýrðlegt í 4 öktum (þáttum) með óviðjafnanlegri músík og allsháttar hljóðfærasöngi undir eftir meistarans Mozarts söngspili. Það var allt óviðjafnanl. dýrðlegt bæði að heyra og sjá Yfirgekk státsið og praktin í búning um leikara margbreytilega dýrðlegum allt og þær ótal tilbreytingar í því stykki fyrst og seinast flestra ímyndunarkraft. Það var langt og fagurt. Þar í voru afmál uð himnar og helvíti. Komu árar upp úr logandi víti svartir sem bik, sukku til vítis seinna, fljúgandi vængjaðar þokka gyðjur 3, hver annarri dýrðlegri ofan frá liimnum, sungu og léku, fóru við og við til himna aftur. Þar gekk eldingum og skruggum, þar rann fram vítisfljótið ákaft, þar umbreyttist allt aftur í Paradísar yndislegu lönd. Þar var allur búnaður skrautmenna í austurlandadýrð og móðum og mannfjöldi leikara mikill, á stundum um 60 í einu frammi, sem sungu allir, karl ar og konur í einu og austurlandasiðir við brúðkaup, sem fram fóru, prestaskrúði þar og embættisverk þar við ölturu og trónar. í lokin voru kóngur og drottning eins háhúrruð út þá fóru sem við innkomu beggja. Mig langaði til að ættfólk mitt í Viðey og Hólmi hefði þá verið hjá mér til að sjá og heyra aila þá dýrð, því hana var vert að sjá og verður þetta stykki víst 12 sinnum leikið og vilja allir ná í að sjá það og heyra. En kostnaður upp á það með allt í þeim mörgu dýrðlegu búningum og öllu öðru hleypur víst til margra 1000 rbda, en mörg 1000 rbd, koma líka fyrir það inn aftur:“ Páll ritar: „Það kom fyrir, mitt fyrsta eða annað ár við Universitetið (1835), að einn af kunningjum mínum, mig minnir stúdent Páll Melsted sama árið sem ég. J. C. Hansen fekk mig til að koma með sér til prófessors \ffeyse, kompónistans mikla, og láta hann heyra íslenzk sálmalög, Weyse var þá að búa til kóralbókina handa Reykjavíkur dóm- kirkju. Eg gerði þetta, og söng fyrir Weyse öll þau sálmalög, sem ég kunni, eins og ég hefði heyrt þau sungin í föðurhúsum og á Bessastöðum. Ég var með öllu ófeim inn að þessu verki, því ég fann glöggt hve óendanlegur munur var á mér, sem ekkert kunni, og Weyse, meistaranum sjálfum. Eg var hjá honum allan daginn og hann var mér eins og hann væri fað ir minn. Aldrei hef ég heyrt annað eins-^ Fortepianospil eins og til hans; það var stundpm svo auðvelt og hægt að skilja það, liggur mér við að segja. Hann fékk allskonar raddir úr sínu hljóðfæri. Ég ber hans Píanospil ekki saman við neins manns spil nema Ola Bulls fíólinspil, er ég heyrði nokkru síðar. Oft fór ég í leik húsið (Kongelig Theater) í Kaupmanna höfn, þvi að það var, eins og yfirskriftin segir yfir fortjaldinu fyrir framan scen una, Ej blot til Lyst.” þarna mátti margt sjá og heyra; þar fékk ég að sjá og heyra sanna list, sanna íþrótt, þar æfðist tilfinn- ing, eða réttara sagt, þar vaknaði til fullrar meðvitundar sú tilfinning hjá mér sem mér var meðfædd, en legið hafði í dái, tilfinning fyrir því fagra;: þar opnuð ust eyru mín fyrir „Músik“, fögrum hljóð færaslætti, fögrum söng. Ég fór sjálfur að skilja „Músikina", sem ég skildi ekki áð ur. Og eftir því sem á leið, fór mér að þykja mesta ánægja að heyra „Operar er“, og Mozarts „Músík“ set ég efst af öllu sem ég heyrði í þá átt, þar næst Mendel sohn-Bartholdy; en margir voru þó ,aðrir góðir til. Ég heyrði svo fátt eftir Beet hoven, að ég komst ekki svo langt að hafa yndi af hans Músik, mér fannst hún fremur stórgerð en yndisleg Ég þekki eng an sem getur látið tónana Craddirnar) lýsa öllum mannlegum tilfinningum, geðs hræringum, eins skýrt og skiljanlega, eins og W. A. Mozart, hin ódauðlega kompón ista, sem aldrei fekk embætti eða föst laun, lifði og dó í fátækt 1791, átti ekki fyrir útför sinni og var grafinn í sama reit sem fátækir menn, og enginn mfnnis- varði sást á leiði hans enda vissi enginn hvar hann var jarðaður, en eitthvað 70 árum eftir dauða hans hef ég heyrt að á legstað hans, (sem menn ímynda' sér að væri þar og þar á einum kirkjugarði í Wien), liafi verið settur einhver leg steinn. En í Salzburg, þar sem Mozart-' Framhald á bls 14.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.