Alþýðublaðið - 26.01.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.01.1967, Blaðsíða 4
[BMItO) Ritstjórar: Gylfi Gröndai (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnar£uli-.. trúi: EiBur Guönason — Símar: 14900-14903 — Auglýsingasími: 14906. Aðsetur Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Peykjavik. — Prentsmiðja Alþýðu-i blaðsins. — Áskriftargjald kr. 105.00. — 1 lausasölu kr. 7.00 eintakið, Útgefandi Alþýðuflokkurinn. Fræðslumál verkalýðsins EITT MESTA VANDAMÁL verkalýðshreyfingar- innar nú á dögum er, hve erfitt reynist að fá ungt fólk til að taka að sér trúnaðarstörf í hreyfingunni og búa sig undir forustu. Takist ekki að spyrna fæti rvið þessari þróun, getur dregið til muna úr þrótti al- l)ýðunnar á komandi árum, og mun þá fljótt koma í Ijós', að lífskjör vinnandi fólks versna. Ýmsar ástæður eru fyrir þessari framvindu mála. Er sú án efa áhrifamest, að fáir geta haldið uppi þeim lífskjörum, sem þeir óska eftir, nema með meiri eða rnirini aukavinnu. Er svo komið, að menn hika við að lofa starfstíma án þess að fá fyrir hann fulla greiðslu. Það er að vísu slæm hagfræði að neita verka lýðsfélagi sínu um tíma og starf á þessum grundvelli, það hefnir sín annars staðar, en svona er þetta. Þegar lífskjör þjóðarinnar batna, þar á meðal verka lýðsins, verða samtök eins og verkalýðshreyfingin að nota miklu meir en áður starfskrafta, sem fá laim fyrir vinnu sína. Með batnandi kjörum verða félags menn þá einnig að greiða hærri félagsgjöld en áður fvrr, enda er sú þjónusta margvísleg sem félögin væita, og öryggið í launamálum ómetanlegt. Forustusveit verkalýðsfélaganna á komandi árum er íhugunarefni. Hingað til hefur notið brautryðjenda, sem margir hafa helgað verkalýðshreyfingunni ævi sína án þess að fá mikið í aðra hönd annað en gleði baráttu og sigra. Nú hefur hreyfingin átt sinn þátt í að bæta menntunarskilyrði alþýðubarna í landinu nieð þeim árangri, að þúsundir þeirra, sem hæfileika hafa til, ganga menntaveginn. Þar með lætur alþýð- aá frá sér til annarra starfstétta mörg beztu foringja efni sín. Þetta ástand krefst þess, að eytt sé gamalli tor- tryggni milli skólagenginna manna og óskólageng- inna, svo 'að verkalýðshreyfingin geti notið allra „Jieirra krafta, sem á hana trúa og vilja fyrir hana vinna. Það má ekki gera forustuhlutverk verkalýðs- félaganna að áróðursstöðum stjórnmálaflokka, sem ná valdi á þeim. Verkalýðshreyfingin hefur hér á landi lagt alltof litla áherzlu á fræðslumál sín og náð litlum árangri á því sviði. Að vísu hafa merkar tilraunir verið gerð ar, ^n flestar farið út um þúfur. Én sjálfan fagskól- ann, sem Alþýðusambandið ætti að reka í námskeið um fyrir trúnaðarmenn og foringjaefni félaganna, vantar enn. Sænska alþýðusambandið hélt fyrstu námskeiðin af því tagi 1929, og þau eru enn kjarni í fræðslustarfi þess. Að vísu er erfitt að fá unga fólk ið til að sækja slíka fræðslu af þeim ástæðum, sem að ofan voru nefndar. En þann vanda verður að leysa. Það er kominn tími til, að verkalýðshreyfingin hugsi meira um fræðslumál sín og geri nýjar tilraun ir til að fá unga fólkið með í hið virka starf. 4 26. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ BIFREIÐAEIGENDUR ‘ Frá upphafi hafa Samvinnutryggingar lagt megináherziu á tryggingar fyrlr sannvirði, góda þjónustu og ýmiss- konar fræðsiu- og upplýsingastarf- semi. í samræmi við það hafa Sam- vinnutryggingar ráðizt í Útgáfu bókarinnar „Bíllinn minn”. í hana er hægt að skrá nákvæmlega allan rekstrarkostnað bifreið- ar í heilt ár, auk þess sem ■ bókinni eru ýmsar gagn- legar upplýsingar fyrir bifreiðarstjóra. SAMVINNUTRYGGINGAR Ármúla 3 - Síml 38S00 Bókin mun verða send, endurgjalds- laust í pósti til allra viðskiptamanna okk- ar sem þess óska. Látið því Aðalskrif stof- una í Reykjavík eða um- boðsmann vita, ef þér óskið, að bókin verði send yður. Einnig má fyJla Út reitinn hér að neðan og senda hann til Aðalskrifstof unnar. KLIPPIÐ HÉR Ég undirritaður óska eftir, að mér veröi send bókin ,,Bíilinn minn” nafn heimilisfang • krossgötum ★ AÐ FYLGJAST MEÐ TÍMANUM •Allir þurfa að fylgjast með tím- anum, ef vel á að fara, og hefur svo lengi verið. Ekki er ýkja Iangt síðan menn fóru að ganga með úr upp á vasann, enn styttra síðán armbandsúr urðu tíðkanleg hér á landi. Þangað til urðu menn að láta sér nægja dagsbirtuna og sólarganginn til timaákvörðunar úti við. Þá urðu eyktamörkin til víðs vegar um landið. Margir kannast eflaust við eftirfarandi vísu um eyktamörk á Baulárvöllum á Snæfellsnesi: „Dagmálin á Dofrahnúk, / hádegi á Stakki, / miðdegi á Möðruhnúk, f en nón er út á Klakki. / Miðaftan á Breiðuborg á Baulárvöll- um, / náttmálin á Núpufjöllum. / Nú er greint frá eyktum öllum.” Þannig voru dagsmörkin skrásett í landslaginu á hverjum bæ. Þar sem ég ólst upp þekktist t.d. bæði Hádegisvarða og Miðaftansvarða Og aðrir munu liafa svipaða sögu að segja. En auð- vitað varð tímaákvörðunin ekki nákvæm með þessu móti, enda líka minni þörfin á að telja mínúturn- ar og sekúndurnar þá hcldur en nú á dögum. í okk- ar gamla góða fyrri alda þjóðfélagi þurfti t. d. enginn að óttast að missa af strætisvagninum, þótt setið væri yfir súpunni eitthvað fram yfir venju- legan tíma. ★ TORGKLUKKAN OG STRÆTISVAGNASTJÓRARNIR. ★ Nú horfir málið öðru vísi við. — Krafizt er af öllum, að þeir séu mínútumenn, enda úr og klukkur hvar sem litið er. Meira að segja cpinberar og hálfopinberar klukkur á almannafæri og til almenningsnota. Við höfum Landssímaklukk- una og Útvarpsklukkuna og við höfum klukkur hingað og þangað um höfuðborgina: á Sjómanna- skólanum, Dómkirkjunni, Útvegsbankanum, Lækj- artorgi. Það virðist sem sagt vel fyrir öllu séð í þessum efnum og auðvelt að fylgjast með tíman- um. En málið er þó ekki eins einfalt og það sýnist í fljótu bragöi. Sá hængur er nefnilega á þessu öllu saman, að klukkurnar verða sjaldnast alveg samferða í tímanum, sumar flýta sér, aðrar seinka sér, fæstar ganga alveg rétt til lengdar. T. d. veit- ist Torgklukkunni afar erfitt að lialda í við Út- varpsklukkuna, sem kvað þó ganga með skikkan- legum hraða, hvernig sem á því kann að standa. Hins vegar hefur þessi breyzkleiki Torgklukkunnar komið óorði á fjölmenna og ágæta starfsstétt, — strætisvagnastjórana, sem í engu vilja vamm sitt vita, en hún er sú eina klukka, sem þeir taka mark ó og fara eftir. Það er sagt, að þeir séu á eftir sínum tíma, og má kannski til sanns vegar færa. — S t e i n n . mmmm

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.