Alþýðublaðið - 26.01.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 26.01.1967, Blaðsíða 13
LeðurbSakan Spáný dönsk litkvikmynd. tburB armesta danska kvikmyndin í mörg ár. Listdansararnir Jón Valgeir og Margrét Brandsdótt ir koma fram i myndinni. IILY BROBERG POUL REICHHARDT GHITA NORBY HOLGER JUUL HANSEN GRETHE MOGENSEN DARIU CAMPEOTTO SIRGíT SADOUN POULHAGEN KARL STEGGER OVE SPROGBE Instruktion': Annelise Meineche Sýnd 7 og 9. Síöasta sinn. Blaöaummæli: Leðurblakan í Bæjarbíó er kvik- mynd sem óhætt er að mæla með. Mbl. Ó. Sigrurösson. Ör.Mabuses D0BSFJELBE LEX BARKER KARIN DOR WERHLR PETERSt'íi Ákaflega spennandi og hroll- vekjandi ný mynd. Bönnuö börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. ' snHURSTÖÐIN Sætúni 4 — Sími 16-2-27 BÍTIina er smuröur flióft vg Vel. SeLjum allar teguaatr at sYnuraliU' SHEILA MURRAY HANDAN KLAUSTURSINS — Það er fallega gert að hugsa um mig en ég sé um mig. Ég er á förum. Nú gekk Eve Hurst til henn- ar og tók um handlegg henn- ar. — Gillly ég hef áætlun, ég við- urkenni að það er ekki síður mér í hag en þér. En viltu hlusta á mig? — Já. . ’— Þú hefur fallega rödd og Signor Rosso vill kenna þér. Ég er búin að spirja hann og hann játaði því og... ,já og ég borga! Þá verðurð.u að vera erlendis í eitt ár. . í Hílanó. Signor Ro sso býr þar. Fæðing barnsins kemur ekki í veg fyrir æfingar nema í mesta lagi í tvo mánuði, kannski minna og svo. svo fer ég til Suður Frakklands af heilsufarsástæðum.... Ég geri það stundum. Ég á að vera heilsulaus. — Já. — Ég segi Russell - nú tal- aði Eve mjög hægt og leit niður fyrir sig. — að ég eigi von á barni... ég get sagt honum það strax. Ég fer til Suður Frakklands og þegar þú ert búin að eiga barnið fer ég með það heim, sem mitt barn. Hún þagnaði. Þær störðu hvor á aðra. ■— Eigið þér við... stamaði Gilly. ... yðar barn? En það er lygi! Væri þér ekki hræddar við að gera það? — Segðu þú eins ég Gilly. Ég elska hann! Aðrar stúlkur hafa líka... æ, hvernig á ég að útskýra það? Þú skilur það ekki og átt aldrei eftir að skilja það! Hún gekk út að glugganum og horfði einkennilegum aug- um á Gilly. -Ég sagðist öfunda þig, sagði hún bitur. -Já, ég vil ljúga, því lygi getur ef til vill bjargað hjónabandi okkar. Ég get ekki átt barn og þetta barn er a.m.k. hans barn! — En það er ekki aðeins mín vegna, Gilly, hélt Eve áfram biðjandi. -Það er líka þú sjálf, Russell og Duncan og barnið... Ég myndi elska barnið því það er Russells barn og ég veit að það yrði yndislegt barn fyrst það yrði þitt barn. Það er bet- ra fyrir barnið að alast upp hjá foreldrum, sem elska það en hjá einhleypri móður. Já, það var betra. Gilly minnt ist bemsku sinnar og hvernig hún hafði öfundað önnur börn sem áttu foreldra og gátu farið heim til þeirra. — Það er bezt fyrir alla. sagði Gilly rólega. -Þetta er ágæt á- ætlun. — Samþykkirðu hana? — Hvernig get ég annað? Eve virtist næstum fögur þeg- ár hún gekk til Gilly og faðmaði hana að sér. — Þetta tekur ár, hvíslaði hún. -Þú lærir að syngja Gilly og ég veit að Duncan bíður eft- ir þér. — Já Duncan, sagði Gilly og rödd hennar brast. -Ég - ég get ekki logið að Dunean Eve. Það get ég ekki! 12. kafli. Gilly talaði við Duncan rétt áður en hún átti að fara inn að isyngja. — Signor Rosso hringdi í mig í kvöld, sagði hann. -Eve er væntanlega'búin að minnast á áætlanir sínar viðvíkjandi fram tíð þinni? — Já, hún talaði um það við mig. —. Þú getur ekki neitað þessu einstæða tækifæri, sagði Dunc- an Hurst - Signor Rosso vill taka þig í eitt ár. Hann spurði mig, hvort hann vildi leysa þig frá samningnum. —-Þetta er óvenjulegt tilboð sagði, Gilly en sársaukinn í hjarta hennar olli því að rödd hennar varð þurr og kuldaleg. -Viltu gera það? — Auðvitað - en ég mun sakna þín Gilly. Við söknum þín allir - ég strákamir og áheyrendur. Þú hefur þegar reynzt mjög vel og ert orðin all fræg. Duncan leit á hana og henni tókst að brosa til hans og augu Ihennar glömpuðu. Hann áleit það af spenningi. Hvernig átti hann að vita að það voru inni- byrgð tár, sem ollu ljómanum? — Þú — þú gætir víst ekki hugsað þér að giftast mér í stað inn, Gilly spurði hann rólega. — Ég veit að það yrði mikil fórn fyrir þig en Ihvað ef þú yrðir fyr ir vonbrigðum með söngnámið? Hún hristi höfuðið og starði fram undan sér. Hún gat ekki svarað því ekkinn var i hálsi hennar en hún hristi höfuðið einu sinni til. Það varð löng þögn. Svo sagði Duncan: — Svo þú ætlar að gera sönginn að atvinnu þinni? Gott og vel —ég veit að þú getur lært að syngja og ég veit að þú verður fræg. En ár er langur tími Gilly. Kannski gleymir þú mér. Hann vissi að aldrei myndi hann gleyma augnaráðinu, sem hún sendi honum. Það var augna ráð, sem ekki myndi yfirgefa hann nótt né nýtan dag. Augna ráð, sem sífellt myndi ylja hon um um hjartaræturnar. Hann myndi heldur aldrei gleyma rödd hennar. . . . hún var lág og hás en þrungin ástríðu, sem skyndi lega virtist blossa upp. — Ég geri það ekki Duncan, sagði Gilly. — Ég gleymi þér aldr ei. 13. KAFLI. — Skál — fyrir morgundegin um, sagði Russell Hurst með glasið í hönd sér meðan hann reis á fætur og horfði á Gilly sem sat hinum megin við borð ið. — Skál fyrir framtíðinni. Ég vona að framtíðin verði þér gleðirík Gilly. — Já Gilly, greip Eve fram í og lyfti glasi sínu. — Þó ég óttist að hún færi þér aðallega þrældómsvinnu eða er ekki svo Signor Rosso? — Jú, ju, sagði ítalinn og brosti breitt meðan hann skálaði fyrir Gilly. — Þrældómsvinnu. En þrældómsvinna er góð og holl Það er ekkert sem jafnast á við vinnu og vinnugleðina. . . Hann yppti öxlum og baðaði út hönd unum og Russell Hurst tæmdi glas sitt og hló. — Ég verð víst að reyna það seinna, sagði hann og hoi*fði á Gilly. Honum fannst hún hafa breytzt Ljóminn í augum hennar og bamssvipurinn var ihorfinn þótt varir hennar virtust enn mjúkar og hún væri bein í baki. Hann þlygðaðist sín skyndilega og leit niður. Duncan snerti hönd Gilly blíð lega. — Þú hefur ekki bragðað á víninu, Gilly, sagði hann. — Þú hefur gott af að drekka það. — Já. Hlýðin lyfti hún glasi sínu og drakk. Á morgun háfði Russell sagt — á morgun og alla aðra daga Á morgun yrði hún farin — þau yrðu eftir. Hún leit á Eve, sem brosti til hennar og í grágrænum augum hennar var traust og von. Svo tók Eve orðið og leit á litla ihópinn við borðið. — Meðan við erum að skála fyrir Gilly og óska henni góðs gengis sagði bún, — held ég að við ættum líka að skála fyrir því, sem ég hef ^ð segja. Þið er uð öll vinir mínir og mér þykir vænt um ykkur öll. Hún greip andann á lofti þegar Russell Hurst leit á hana og hrukkaði ennið svo rétti hún fram glasið um leið og stofustúlkan kom inn. — Meira kampavín, Winnie. Fylltu glösin. Svo brosti hún aftur blíðlega til Russells og lagði hvíta hönd sína á öxl hans og hélt áfram: — Ég hefði átt að segja þér það fyrstum vinur minn, en ég veit að þú fyrirgefur mér - Það er von á nýjum fjölskyldumeðlim í Hurst fjölskyldunni! — Eve! hrópaði Russell, sem var utan við sig af undrun. Svo reis hann á fætur og starði á konu sína. — Ertu viss? spurði hann. — Heldurðu að ég tilkynnti þetta svona, ef ég væri ekki viss sagði hún glaðlega. Hún var gjör breytt, hugsaði Russell, glaðleg og hamingjusaöm. Hann blygð- aðist sín í annað skiptið þetta kvöld. Hér hafði- hann setið og hugsað um Gilly og að hún væri Hre frisk heilbrigð húð Massey Ferguson DRÁTTARVÉLA og GRÖFUEIGENDUR Nú er rétti tíminn til að láta yfirfara og gera við vélarnar fyrir vorið. Massey Ferguson-við- j gerðaþjónustu annast Vélsmiðja Eysteins Leifssonar hf. Síðumúla 17. sími 30662. 26. janúar 1967 - ALÞYÐUBLAÐIÐ 33

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.