Alþýðublaðið - 26.01.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 26.01.1967, Blaðsíða 9
skot í myrkri SKOT í MYRKRI. A shot in the dark. Bandarísk frá 1964. Leikstjóri og framleiðandi: Blake Edwards. Handrit: Blake Edwards og William Peter Blatty. Tónlist: Henry Mancini. Tónabíó. íslenzkur texti: Loftur Guðmundsson. 101 mín. Blaki Edwards er anzi fjölhæfur leikstjóri. Skemmst er að minnast ágætrar myndar hans um hroða- legar afleiðingar ofdrykkju, Dag- ar víns og rósa, en auk þess gerði hann sakamálamyndina Á valdi ræningja (Experiment in Terror, Stjörnubió), betur gerð en margar aðrar af því tagi. Þá má ekki gleyma því, að hann stjórnaði einnig Bleika pardusnum, ein- hverri skemmtilegustu grínmynd, sem gerð hefur verið hin síðari ár. Og nú hefur undanfarið birzt í kvikmyndasal Tónabíós Skot í myrkri, sem er eins konar fram- liald af Bleika pardusnum. Þar er að vísu ekki eins mikið bragð að skopinu og í þeirri fyrri, og að líkindum verða þessar Clouse- au-myndir orðnar hvimleitt fyrir- brigði á kvikmyndamarkaðnum, ef til lengdar lætur. Upphaf: Maður er drepinn. — (Ósköp algengt fyrirbæri í glæpa myndum). Clouseau lögreglufull- trúa (Peter Sellers) er falin rann- sókn málsins. Þrennt er drepið í-viðbót, án þess hann fái að gert. Ung og fögur stúlka, Maria Gam- brelli (Elke Sommer), er grunuð um morðin. Clouseau verður hrif- Framhald á 10. síðu. Crabb enn á lífi? Breski froskmaðurinn Lionel Crabb, sem hvarf á dularfullan hátt fyrir um 10 árum síðan, er enn á lífi og býr í Austur-Þýzka- landi. Þetta var upplýst- í blaðinu Östpreussenblatt, sem gefið er út í Hamborg. Samkvæmt frásögn blaðsins vinnur Crabb við að þjálfa frosknjen'n fyrir austur- þýzka flotann í Boltenhagen við Eystrasalt. Augljósf er að Crabb er undir stöðugu eftirliti sovézku . leyniþj ónustunnar. Crabb, sem nú er 57 ára að ald ri, hvarf í aprílmánuði 1957 Vann hann þá fyrir brezku leyniþjón- ustuna og var að athuga botninn á nýjasta orustuskipi Rússa, Ord- shonikidse, en skipið var búið sór- stökum tækjum til að breyta segul sviði. Skip'ið kom til Englands með þá Bulgarin og Krustjov í opin- bera heimsókn á sínum Mma, og lá það í Portsumouthhöfn þegar Crabb fór í rannsóknarleiðangur sinn. En hann kom ekki til .baka og var álitið að annað hvort hefði Framhald á 10. síðu. NEW YORK Loftleiðir ætla að ráða á næstunni nokkra íslendinga — menn og konur — til starfa við farþegaafgreiðslu á Kenn edyflugvelli í New York. Helztu ráðningarskilmálar eru: 1. Umsækjendur séu á aldrinum 20-25 ára, liafi góð'a al- menna menntun, gott vald á enskri tungu, en auk þess sæmilega kunnáttu í dönsku eða öðru Norðurlandatungu máli. Þýzku- eða frönskukunnátta að auki er æskileg, en ekki nauðsynleg 2. Umsækjendur séu vel til manns komnir, hafi þægilegt viðmót, jafngeðja og treysti sér til að' vinna á vöktum, jafnvel við' erfiðar aðstæður. 3. Umsækjendur þurfa að sækja undirbúningsnáinsskeið í Reykjavík á kvöldin í febrúar nk., en ráðningin gildir frá 1-. marz n.k. 4. Byrjunarkaup er U.S. $ 440, sem hækkar upp I U.S. $ 457 eftir 6 mánuði og U.S. $ 473 eftir eins árs starf. 5. Ráðningartíminn er bundinn til haustsins 1969. Umsóknareyð'ublöð fást í afgreiðslum og skrifstofum Loft- leiða, og skulu umsóknir hafa borizt ráðningardeild félags ins fyrir 1. febrúar 1967. loFTLEIDIR SKÁK Skákkeppni stofnana hefst um miðjan febrúar. Þátttaka tilkynnist til Jóns Kristinssonar í síma 19927 eða í pósthólf 674 fyrir 5. febrúar n.k. Stjórn Skáksambands íslands. LOFTHITARAR - LOFTRÆSTIVIFTUR nýkomnir lofthitarar fyrir heitt vatn, sérlega hentugir fyrir iðnaðarhúsnæði og bílskúra. Loftræstiviftur fyrir iðnaðar- og gripahús. ALUMINIUM- og BLIKKSMIÐJAN HF. Skeifan 8, sími 33 5 66 Laugavegur 103, sími 1 12 25 Aðalsafnaðarfundur Dómkirkjusafnaðórins í Reykjavík verður haldinn í Dómkirkjunni sunnudaginn 29. jan. 1967 kl. 5 síðdegis. SÓKNARNEFNDIN. Áskriítasíminn er 14901 26. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.