Alþýðublaðið - 26.01.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 26.01.1967, Blaðsíða 10
KastEjés Framha'd aí 6. síðu. ir, að tyrkneskum eyjarskeggjum bærust ný vopn. Gríska stjórnin hefur miklar á- hyggjur af ástandinu. Paraskevop olos forsætisráðherra athugar nú möguleika á því hvort hann skuli kalla krúnuráðið saman, en það er skipað konunginum, leiðtogum stjórnmálaflokkanna otg fyrrver- andi forsætisráðherrum til að á- kveða, hvort viðræðurnar við Tyrki um Kýpurmálið skuli halda áfram eða ekki. Bæði Georg Papandreou og Kan ellopolos, leiðtogar Miðflokkasam bandsins og Róttæka þjóðarsam- bandsfns (íhaidsflojkiísins), haifa fallizt á, að þetta yrði góð lausn á erfiðleikum bráðabirgðastjórnar innar. en enn sem komið er hefur prófessor Paraskevopoulos ekki tekið ákvörðun. Ýmsir halda því fram, að 'hann verði að hafa Mak arios forseta með í ráðum og for setinn ætti að sitja hvern þann fund, sem ráðið kynni að lialda um Kýpurmálið. Róbert Framhald af 7. síðu. ihjónanna sérstaklega til að sjá Róbert, 'og þar á meðal margir jfuglafræðingar og vísindamenn, Ijósmyndarar og blaðamenn. Ró- .bert tók vel á móti öllum og Ikvakaði glaðiega. Veiðimenn, sem höfðu kynnzt Róbert, sögðu, -<ð þeir myndu aldrei aftur geta drepið lynghænur. Róbert kunni vel við önnur dýr. Hvolpur var meðal beztu vina hans. Þeir léku sér saman x>g ef að hvolpurinn sofnaði, læddist Róbert bak við hann og goggaði í rófuna á honum og virtist Ró- bert hafa ósköp gaman af því, þegar hvolpurinn vaknaði með andfælum við þessa hrekki. En Róbert var hræddur við aðra fugla, sérstaklega máva. Blaðsíðurnar í gestabók Ró- berts fylltust nöfnum og kveðjum, Róbert birtist á póstkortum, hann sat fyrir hjá myndhöggvurum og hann var beðinn að koma til New York til að koma þar fram í sjón- varpi. En Kienzle hjónin þvertóku fyrir það. Þau höfðu heyrt að páfagaukur nokkur, sem kom fram í sjónvarpinu hefði veikzt af hinum sterku Ijósum, og hvern- ig myndi þá Róbert litlr þola þau? Það var aðeins elnu slnnl, sem Róbert var óþægur viljandi, það var þegar sonur Kienzle hjónanna kom til að dvelja á heimilinu um stundarsakir með fjölskyldu sína. Róbert sá þá fósturforeldra sína aðeins við máltíðarnar og hann varð afbrýðisamur. Við borðið fannst honum hann vera utanveltu og gleymdur, þar sem hann var á sínum stað með fræ, ávaxta- safa og grænmeti í kringum sig, þá flaug hann upp. Hann settist fyrst á ábætinn og tróð á honum, þar til fósturmóðir lians fór með hann fram í eldhús til að þvo lionum um fæturna. Þegar hann kom inn aftur flaug hann beint í fatið með káljafningnum og not- aði nú bæði vængi og fætur við að úða honum í kringum sig. Þegar Róbert var þriggja ára gamall fékk hann augnsjúkdóm og hann átti einnig erfitt með að kyngja. Það dró smám saman af honum, en jafnvel síðasta dag- Kaupum hreinar léreftstuskur % Prenismiðja Alþýðublaðsins bi^oið: VANTAR BLAÐBURÐAR- FÓLK I EFTIRTALIN HVERFI: MIÐBÆ, I. og U. HVERFISGÖTU, EFRI OG NEÐRI NJÁLSGÖTU LAUFÁSVEG LANGAGERÐI RAUÐARÁRSTÍG GRETTISGÖTU ESKIHLÍÐ 10 26. janúar 1,967 - ALÞÝÐUBLAÐLf) in, sem hann lifði stóð hann fyrir framan útvarpstækið og kvakaði og hoppaði í takt við miðdegis- tónleikana eins og hann var vanur að gera. Klukkan 7 um kvöldið fór hann eins og venjulega að sofa á lambsullinni í litla kassan- um sínum hjá hitalampanum, og það kvöld í fyrsta skipti stakk hann höfðinu undir væng eins og fugla er siður, áður en hann sofn- aði. Hann lá í þeirri stellingu, er að honum var komið morguninn eftir. Hann var dáinn. Kvikmyndir Framhald Úr opnu. inn af henni og ætlar sér að verja hana. Honum tekst það. Fjögur morð — fjögur morð + fjögur morð eru framin í viðbót, áður en málið er til lykta leitt. Endir: Koss (Ósköp algengt fyrirbæri í gamanmyndum). Ekki er hægt að segja um mynd þessa, að maður hafi eins mikla skemmtan af henni og Bleika pardusnum. Helzt kemur þar til, að túlkun Peter Sellers er of svip- uð frá fyrri mynd; taktar hans og hrakfarir of keimlíkt. Allt um það er leikur Sellers með ágætum, en kímnin nær samt ekki alltaf settu marki. Bezti hluti myndar- innar er eiginlega ekki sjálf kvik myndin, lieldur teiknimynd, sem á undan kemur; nokkurs konar formáli við myndina. Af haglega gerðum atriðum sjálfrar kvik- myndarinnar kemur fyrst í hug atriðið á einum skemmtistaðnum, er morð nr. 5 er framið; einkar smekklega unnið atriði. Af . öðrum leikendum fer kyn- þokkadísin Elke Sommer með stórt hlutverk í myndinni, en leik- ur hennar er ekki umtalsverður. Herbert Lom fer sæmilega með hlutverk Dreyfus lögreglustjóra. SigurSur Jón Ólafsson. Crapp B'ramhald úr opnu. hnnn drukknað eða að skipverjar á herskipinu hefðu náð honum. Blaðið sem birti fréttina um að Crabb væri enn á lífi, segir að ó- tilgreindur aðili hafi boðið því háa peningaupphæð ef ekki yrði sagt frá að Crabb væri á lífi og hvar hann væri niðurkominn. Síðan froskmaðurinn hvarf hefur sá kvittur oft komið upp að hann æri lifandi og fullyrt er að til séu myndir af honum í rússneskum flotabúningi. Oldin Framhald úr opnu. við tilboði um uppgjöf. Þegar á i árinu 1948 kom til blóðsúthellinga í Palestínu milli Araba og Gyðinga þá tók Bernadotte að sér það erf iða hlutverk að gerast Sáttasemj ari fyrir hönd Sameinuðu þjóð- anna í þessari harðvítugu deilu. Fylgdarmaður hans á leiðinni á sáttafundinn hafði áður verið yf- irmaður flughers Frakka. Lík þeirra voru smurð og flutt flugleiðis til Rhodos, en síðan sitt með hvorri flugvélinni til Frakk- lands og Sviþjóðar. MARGIR HAFA FALLH). Eins og seglr að framan þá hafa margir þjóðhöfðingjar og framá- menn fallið fyrir morðingjahendi á þessari öld. Þ.á.m. þessir: Me- Kinley Bandar.fors. 1902, Alexand er konungur og Draga drottning í Belgrad árið 1903, Bobrikov, Finnlandi 1904, Carlos konungur í Portúgal og ríkisarfi hans í Lissabon 1908, Georg Grikkjakon ungur 1913, Franz Jósef erkiher- togi og kona hans í Sarajevo 1914. Stjórnmálamaðurinn Jean Jaurés í París 1914, Raspútin í Moskvu 1916, Þýzki utanríkisrá^herrann Ratenau í Berlín 1922, Rosa Lux embourg og Karl Liebknecht í Ber lín 1919. ítalski stjórnmálamaður inn Matteotti 1924, Paul Doumer forseti Frakklands 1932. Dolfuss ríkiskanzlari, Austurríki 1934. A1 exander af Júgóslavíu og franski utanríkisráðherrann Bartouh. Mar seille 1934, Huey Long öldungar deildarþingmaður USA 1934, Trots ky Mexíkó 1940, Heydreic, „vernd ari ríkisins" Prag 1942, Gandhi Nýju Dehli 1948, Abdullah kon ungur Jórdan í Jerúsalem 1951, Folke Bernadotte í Jerúsalem 19 48, Feisal konungur írak, ríkisarfi hans og forsætisráðherra í Bag dad 1958, úkraínski stjórnmálamað urinn Bandera í Miinchen 1959, Lumumba forsætisráðherra í Leo poldville 1961, John F. Kennedy Bandaríkjaforseti 1963, Lalewa forsætisráðherra Lagos 1966, og Verwoerd forsætisráðherra Suður Afríku í Jóhannesarborg 1966. Sigríður Þorvaldsdóttir leikur nú aðalhlutverkið í barnaleiknum Galdrakarlinn í Oz, í stað Margrét- ar Guðmundsdóttur, en Margrét varð fyrir því óhappi að slasast á fæti á sýningu í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkru. Margrét leikur um þessar mundir í þremur leikritum og varð að æfa aðrar leikkonur í hlutverkum hennar. Uppselt hefur verið á allar sýn- ingar á Galdrakarlinum í Oz, og verða næstu sýningar á leiknum n.k. laugardag og sunnudag kl. 3 báða dagana. Myndin er af Sig- ríði Þorvaldsdóttur í hlutverki sínu í Galdrakarlinum í Oz. GNOÐARV OG SÓLHEIMA SÖRLASKJÓL LAUGAVEG, EFRI LAUGAVEG, NEÐRI SKJÓLEN HRINGBRAUT FRAMNESVEG Úr dönsku söngvamyndinni Leðurblakan, sem Bæjarbíó sýnir um þessar mundir. Á myndinni sjást aðalleikendurnir Lily Broberg, Poul Reichardt og Ghita Nörby, en auk þess koma fram í þessari kvikmynd íslenzku listdansararnir Jón Valgeir og Margrét Brands dóttir. SÍMI 14900 Auglýsið í Alþýðublaðinu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.