Dagur - 11.10.1997, Page 1
LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER - 192. TÖLUBLAÐ 1997
Upphaf gullaldar
FYRSTU ÍSLANDSMEISTARAR AKURNESINGA 1951 - Fremri röð: Sveinn Teitsson, Sveinn Benediktsson, Magnús Kristjánsson, Ólafur Vilhjálmsson og Guðjón
Finnbogason. Aftari röð: Guðmundur Jónsson, Pétur Georgsson, Þórður Þórðarson, Dagbjartur Hannesson, Rikarður Jónsson og Halldór Sigurbjörnsson (DonniJ.
KNATTSPYRNA OG Akranes er svo samofið í hugum
manna, að engu er líkara en að bærinn byggi til-
veru sína á þessari íþróttagrein. En það er auðvit-
að Qarri lagi því Akranes var og er mikill útgerð-
ar og iðnaðarbær. En fótboltinn var lengstum
tómstundagaman, sem allir Skagamenn tóku þátt
í, hver með sínum hætti og strákarnir voru stolt
byggðarlagsins og þjóðarinnar allrar á gullaldarár-
unum. Keppinautarnir og áhangendur annarra
liða báru virðingu fyrir Akrenesliðinu og dáðust
að því. Það var lengi uppistaðan í landsliðinu og
þá var ekki að sökum að spyrja, Akranes var fram-
varðarsveitin og jafnvel stækustu KR-ingar æptu
áfram Akranes, þegar mest lá við að gæta sóma
Islands á leikvellinum.
Fullorðnir íþróttaunnendur minnast gullaldar
Akranesliðsins sem einstæðs kapítula í íslenskri
íþróttasögu. Atvinnumennska var ekki til og
stuðningur við íþróttamenn kom nær einvörð-
ungu frá áhugasömum áhorfendum. Greiðsla fyr-
ir æfingar og leiki var óþekkt. Strákarnir í hinu
frábæra gullaldarliði unnu fullan vinnudag, oft
langan, og stopular frístundir voru notaðar til æf-
inga. En árangurinn var göldrum líkastur.
íslendingaþættir munu á næstunni birta grein-
arflokk um gullöldina í fótboltanum á Akranesi.
Helgi Daníelsson mun rekja aðdragandann og
rifja upp atburði og minningar um einhverja
fræknustu og dáðustu íþróttamenn sem á sínum
tíma báru hróður byggðarlags síns og knattspyrn-
unnar um öll foldarból. Helgi var einn af gullald-
arliðinu, og þekkir innviði þess flestum betur.
Auk þess að varna andstæðingum að skora hjá
Akurnesingum, stóð Helgi í marki landsliðsins 25
sinnum.
Nýjar draugasögur og gamlar
í Viðfiröi hefur verið reimt í margar aldir.
Frásaguir af óvættum og afturgöngum á bls. IV.