Dagur - 11.10.1997, Page 5

Dagur - 11.10.1997, Page 5
Tfc^ur LAUGARDAGUR 24.SEPTEMBER 199 7 - V > SÖGUR OG SAGNIR hann selshaus. Honum var hent til baka. Þá fær hann kvenmannshaus í hausinn og honum henti hann til baka og varð að orði, hvort and- skotanum væri alvara. Við svo búið hafði Bjarni sig á brott, vansvefta og reynslunni ríkari. Glæsidraugur Vel þekkt er sagan af draugnum sem kallaður var Glæsir á meðan einhver máttur var í honum. Það var vegna þess að hann var svo miklu fi'nni í tauinu en aðrir draug- ar, enda útlendur og af öðru sauð- arhúsi en vaðmálsklæddir draugar, íslenskir. Fyrr á öldum bar við sem oftar að hafís Iá fyrir landi. Sáu menn þá skip hrekjast úti fyrir landi og bar loks upp að Gerpi og brotnaði þar. Sumir þóttust sjá menn á ísnum. Ein sögnin um Glæsi segir, að bóndi í Sandvík hafi fundið mann rekinn á sandfjöru, og hafi hann verið með lífsmarki. Augljóslega var þetta skipstjórinn á þ\i hinu mikla skipi, sem hafisinn grandaði. Hann var vel búinn, með gullhringa, í leðurstígvélum, hattur lá í sandin- um og var maðurinn með glæsi- bringu, sem mun hafa verið flott skyrta og hálstau. Sá fíni hélt um kistil, sem bóndi sá að í voru pen- ingar. Hirti hann öll verðmæti og kastaði nöktum manninum aftur í sjó. Ekki leið á löngu þar til höfðing- legur maður fór að gera vart við sig í Sandvík. Hann gekk um með glæsibringu, flottan hatt, í hnéstfg- vélum með staf og gullhringa, svo hringlaði í. Brátt þóttust menn sjá hvers kyns var og játað bóndi ódæði sitt. Glæsir sást allvíða á Austfjörðum og fóru menn ekki draugavillt, því svo auðkenndur var hann frá inn- lendu afturgöngunum fyrir sakir hofmannlegra tilburða og glæsi- Ieika. En leiður var hann að mörgu leiti og hrekkjóttur. Stundum tók hann ofan hattinn með miklum tilburðum og fylgdi þá höfuðið með. Sand\a'kurmenn drukku sig stunum fulla og þegar svo bar til var Glæsir oft í för með þeim og var þá sjálfur vel slompaður. Að einu leyti skar hann sig ekki frá íslenskum draugum. Hann hélt þeim þjóðlega sið að drepa gripi í húsum þar sem hann átti lið um. Oft gerði Glæsir vart við sig í Viðfirði og gerði þar margan óskunda. Það kvað vera í manna minnum, að eitt sinn kom hann í Viðfjörð um hábjartan dag, rauk mð bægslagangi í fjósið, leysti kýrnar af básunum, hellti úr vatnsstampi og flórsletturnar gengu um allt húsið. Yfirleitt sýnast allar t ;undir reimleika og fyrirburða hafa átt sér stað £ Viðfirði. Dýr birtast og hverfa, hauslaust fólk gengur um garða og alls kyns hljóð og fyrir- burðir heyrast þar og sjást. I september 1936 drukknuðu fjórir heimamenn frá Viðfirði út af Norðfjarðarflóa. Það sást síð- ast til bátsins frá landi, að í hon- um voru fimm menn, og veit enginn hvernig á því undri stendur. Ekki þótti reimleikum linna við þann atburð og voru frægir spíritistar fengnir til að bægja ófögnuðinum á brott. Sagnir af reimleikum í Viðfirði eru margvíslegar og eru frá ýms- um öldum og tímum. Vættir, tröll og afturgöngur koma þar við sögur. En síðasta sögnin um hvítu veruna, sem dansar kring- um logandi bálköst, sem samt brennur ekki, er engri annarri lík. Er nú greinilega hafið nýtt tímabil dularfullra atburða í Við- firði, og verður fróðlegt að fylgj- ast með framvindu eilífðarmál- anna þar. Evrópakeppni „ „ KA-Kannas w ▼ Sunnudaginn 12. október kl. 16. Mætum öll, gul og glöð! Miðavarð kr. 300 fyrir börn og kr. 1000 fyrir fullorðna. Ég er engmn milljóner. Eg er virkur viðskiptavinur! Þess vegna er ég í Vörðunni! L Landsbanki Islands Einstaklingsviðskipti Traustið er h j i þér og ibyrgðin hji okkur

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.