Dagur - 11.10.1997, Side 6
VI- LAUGARDAGVR 24.SEPTEMBER 1997
MIN.NINGARGREINAR
ro^tr
Jónas Geir Jónsson
JÓNAS Geir JÓNSSON fæddist 31.
mars 1910 á Rifkelsstöðum í Eyja-
firði. Foreldrar hans voru Jón
Jónsson og Aðalbjörg Hallgríms-
dóttir. Móður sína missti Jónas
fjögurra ára gamall. Frá 6 ára aldri
ólst hann upp í Kaupangi hjá
Bergsteini bónda þar Kolbeinssyni
og konu hans Ingibjörgu Sölva-
dóttur. Lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskólanum á Akureyri
1930, íþróttakennaraprófi 1933 og
almennu kennaraprófi frá kenn-
araskólanum 1942. Stundaði
kennslu á Húsavík við skólana þar
frá 1933-1977, fyrst sem stunda-
kennari en síðar sem fastur kenn-
ari. Jónas Geir kvæntist Friðnýju
Steingrímsdóttur frá Hóli á Mel-
rakkasléttu 9. okt. 1943, hún lést
10. júní 1984. Þau eignuðust tvær
dætur, Olgu, sem er kennari, og
Gunni, sem er læknaritari, báðar
búsettar í Reykjavík. Einnig ólu
þau upp Bergstein Karlsson, syst-
urson Friðnýjar. Fyrir hjónaband
sitt eignaðist Jónas son, sem hét
Bjami Þór, látinn fyrir nokkrum
árum.
Jónas Geir hlaut viðurkenningu
fyrir störf sín að félags- og fþrótta-
málum, m.a. var hann sæmdur
gullmerki Í.S.Í. 1977.
Við vorum ekki ýkja háir í lofti
sumir, sem laust fyrir miðjan 4.
áratuginn hófum leikfimi í fyrsta
sinn í litla sal samkomuhússins á
Húsavík, sem lokið var byggingu á
1928. Salurinn litli var 6 x 12
metrar að gólffleti og lofthæð 3 m.
Engin sturta eða bað var í húsinu,
engir sturta fyrir ytri föt, aðeins
flekar á búkkum þar sem fötum
var dembt í hrúgu með afleiðing-
um sem mæður okkar voru lítt
hrifnar af þegar heim kom. En við
þóttumst sannarlega menn með
mönnum í leikfimibuxum sem
náðu niður að hné og klæddumst
margvíslegum skyrtum, ýmist með
ermum eða ermalausar. Hverju
máli skipti líka þótt okkur klæjaði
smávegis á skrokkinn undan
óboðnum gestum eða gætum ekki
farið í bað til að hreinsa af okkur
svitann, þegar við komumst í kynni
við jakahlaup, höfðabolta og
steinahlaup í salnum litla undir
stjórn ungs íþróttakennara sem
komið hafði frá Akureyri til Húsa-
víkur 1933, þá nýútskrifaður frá
íþróttaskólanum á Laugarvatni.
Þessi nýi kennari var ráðinn til að
kenna leikfimi við bamaskólann á
Húsavík svo og íþróttir hjá Iþrótta-
félaginu Völsungi.
Þegar hann kynnti sig húsráð-
anda sem hann leigði hjá á Húsa-
vfk og kvaðst heita Jónas Jónsson
svaraði húsráðandi að það dyggði
skammt hér um slóðir að bera slíkt
nafn því að í vitund Þingeyinga
væri aðeins einn maður með því
nafni. Kvaðst íþróttakennarinn þá
einnig heita Geir. „Jónas Geir, lát-
um það duga,“ sagði húsráðandi.
Og undir því nafni gekk hann eða
Jónas G. á Húsavík til hinstu
stundar.
Það varð okkur mörgum til-
hlökkunarefni að sækja leikfimi-
tímana hjá Jónasi næstu árin, ekki
síst þegar ný tæki bættust við til
kennslu í litla salinn, rimlar, kista
stökkrár, hestur og dýna þar sem
hægt var að iðka kollastökk, kraft-
stökk, svifstökk, heljarstökk og
flikk-flakk. Hvert tæki sem bættist
við vakti gleði og fögnuð þeirra
sem ekki höfðu áður þekkt annað
betra. Og rýmið var nóg til að
gleðjast í. Svo afstætt er það sem
við köllum gott og vont.
Nýi kennarinn flutti með sér
hressandi blæ í íþróttalíf þorpsins
þar sem íbúar voru þá um 900.
Smám saman færði hann út kví-
arnar, stofnaði fimleikaflokka, tók
þátt í skíðaiðkun og renndi sér
ásamt félögum sfnum niður Húsa-
víkurfjall beinustu leið, gengið var
á Krubbsíjall og upp á Gyðuhnjúk
og lögð leið á skíðum austur í
Kelduhverfi og víðar. Þá stuðlaði
íþróttakennarinn að því að leið-
beinandi var fenginn, kunnur
skíðagarpur, til að kenna ungum
Húsvíkingum svig. En það sem
lengst mun halda á loft nafni
kennarans á íþróttasviðinu var
starf hans við iðkun handbolta
meðal stúlkna þar sem lið undir
hans stjórn og þjálfun gerðu garð-
inn frægan á sinni tíð. Sú grein
íþrótta var iðkuð á sumrum úti á
Höfða, íþróttasvæði Völsunga um
langa hríð. Þar voru löngum glaðir
hópar íþróttaiðkenda og þar fjöl-
menntu Húsvíkingar til að hvetja
keppendur eða tóku þátt í hátíða-
höldum sem þar fóru fram.
Árið 1936 gafst Jónasi Geir
kostur á ásamt fleiri íþróttakenn-
urum íslenskum að sækja Ólymp-
íuleikana sem það ár voru haldnir
í Berlín. Sú ferð varð Jónasi óþrot-
Ieg uppspretta næstu árin til að
miðla nemendum sínum fróðleik
frá þessum miklu leikum. Sú frá-
sögn varð lifandi í munni Jónasar,
studd myndum úr blöðum og
blaðaúrklippum, sem hann hafði
safnað saman, og geymt var í
möppu, sem gekk milli borða í
bekknum eftir því sem sögunni
vatt fram - og nemendur hlustuðu
á bergnumdir. Og ekki man undir-
ritaður annað betur úr heilsu-
fræðitímum hjá Jónasi en þessar
frásagnir hans. Og mun svo vera
um fleiri.
Um 20 ára skeið lét Jónas að sér
kveða sem íþróttakennari en þá
tók hann að draga sig í hlé á þeim
vettvangi en jók bóklega kennslu
sína við barna- og unglingaskól-
ann. Varð hann síðar fastur kenn-
ari við Gagnfræðaskóla Húsavíkur
og kenndi þar til ársins 1977 er
hann lét af starfi sökum aldurs.
hafði þá kennt yfir 40 ár við skól-
ann á Húsavík. Almennt kennara-
próf hafði hann tekið 1942.
Við Gagnfræðaskóla Húsavíkur
kenndi Jónas stærðfræði um árabil
og á orði haft hve kennsla hans var
ljós og greinargóð. Annaðist einnig
kennslu í náttúrufræði þar sem
fjallað var aðallega um dýr og
plöntur. Sú kennsla lét Jónasi vel.
Islensk náttúra var honum hug-
leikin svo og ræktunarstörf. Hann
hefði komið upp við hús sitt falleg-
um blóma og tijágarði sem hann
annaðist með mikilli prýði og hlatu
viðurkenningu fyrir eitt sinn. Var
vel að sér í íslenskri grasafræði. A
ferðum sínum með Ferðafélagi
Húsavíkur þar sem hann var virk-
ur um skeið, hafði margt borið fyr-
ir augu og eyru vökulum ferðalang.
Jónas átti lítinn bát í félagi við aðra
og skrapp stundum á sjó þar sem
kynnast mátti ýmsum skepnum. Á
haustin _ stundaði hann rjúpna-
veiði. Allt það sem hér hefir verið
nefnt auðveldaði Jónasi að lífga
náttúrufræðikennsluna með því
sem hann sjálfur hafði reynt. Hon-
um var létt um að segja sögur og
gera þær lifandi með fi'nu skapi
sem hann óf inn í frásögn sína
hvort sem var í mæltu máli eða rit-
uðu, skopi sem engan særði en
kryddaði mál hans.
Ungur kynntist ég Jónasi í leik-
fimitímum í litlasal samkomu-
hússins, síðan sem nemandi hans í
bóklegum fræðum í barna- og ung-
lingaskóla og á sumrum unnum
við saman í síldarverksmiðju á
Raufarhöfn. Að lokum urðum við
samstarfsmenn við Gagnfræða-
skóla Húsavíkur frá 1957-1977.
Þegar ég setti skólann í fyrsta sinn,
þá ungur maður, fór um mig nota-
leg tilfinning þegar Jónas, minn
gamli kennari, stóð upp, bauð mig
velkominn, minntist fyrri kynna og
árnaði mér heilla í starfi. Ávallt fór
vel á með okkur frá fyrstu tíð og til
loka og á ég honum margt að
þakka á þeirri leið.
Við Gagnfræðaskólann kenndi
Jónas teikningu um árabil og auð-
vitað var áhugi nemenda þar mis-
jafn eins og í öðrum greinum.
Jónas tók upp á því að Iesa fyrir
nemendur stund og stund í tíman-
um og notaði lengi sem framhalds-
sögu Milljónamæringur í atvinnu-
leit eftir Ernest Blitz. Sú saga varð
mörgum eftirminnileg og þegar
nemendur, sem ekki sátu samtímis
í skólanum, hittust síðar og riíjuðu
upp skólaárin, áttu þeir a.m.k.
eina sameiginlega minningu það-
an, að hafa hlýtt á upplestur
Jónasar Geirs á sögunni Milljóna-
mæringur í atvinnuleit eftir Ernest
Blitz.
Svipaða sögu má vafalítið segja
úr starfi annarra kennara.
Óðum þynnist sú fylking Hús-
víkinga sem forðum átti ófá sporin
út á Höfða til leikja á 4. og 5. ára-
tug þessarar aldar. Einn af öðrum
eru þeir lagðir til hvílu ofar og
hærra í Höfðann þaðan sem sér
yfir svæðið þar sem æska Húsavík-
ur átti margar gleðistundir. Nú er
þar fátt sem minnir á þá liðnu tfð.
Þar blasa við verkstæði af ýmsum
toga svo og hús þar sem þurrkaðir
eru tijábolir, um langan veg til
landsins fluttir. Tákn um nýja
tíma. Og komin til önnur svæði og
önnur hús þar sem húsvísk æska
Ieitar til leika eins og forðum.
A afmælishátíð Völsunga 1947
þegar minnst var 20 ára afmælis
félagsins hélt Jónas ræðu þar sem
hann sagði frá því er hann kom
sem ungur maður til Húsavíkur,
óráðinn hve lengi hann myndi þar
starfa. Gat hann þess í ræðu sinni
að hvergi hefði sér liðið betur, orð-
inn inngróinn Húsvíkingur, og
þaðan myndi hann ekki hverfa.
Nú þegar hann er allur, horfinn
af sjónarsviðinu og lagður til hvíld-
ar í Höfðann, leiftra í minning-
unni stundir frá gamla vellinum,
iðandi af mannlífi, þar sem Jónas
Geir fór fyrir um skeið.
Blessuð sé minning Jónasar
Geirs Jónssonar.
Sigurjón Jóhannsson
Bjöm Stefánsson
Minn kæri vinur Björn Stefáns-
son. Mig langar að minnast þín
með nokkrum orðum, þó kveðjan
sé síðbúin, en það er ekki mín
sök. Eg sendi Degi-Tímanum
minningagrein um þig, sem átti
að birtast í því blaði laugardaginn
23. ágúst en af einhverjum
ástæðum virðist hún hafa týnst
hjá blaðinu.
Þessvegna sendi ég nú aðra
grein sem ég hef loforð blaðsins
að birt verði næstkomandi Iaug-
ardag 4. október.
Ungur gekk Björn Stefánsson í
Samvinnuskólann en hann var
mikill samvinnumaður alla ævi.
Hann byijaði að starfa hjá frænda
sínum og nafna sem þá var kaup-
félagsstjóri á Fáskrúðsfirði.
Síðan lá leið hans suður á
Akranes þar sem hann var kaup-
félagsstjóri í eitt eða tvö ár. 1939
var hann ráðinn kaupfélagsstjóri
hjá Kaupfélagi Stöðfirðinga á
Stöðvarfirði. En um áramótin
1936-7 var stofnuð sérstök deild
úr Kaupfélagi Stöðfirðinga á
Breiðdalshreppi, sem hafði sölu-
búð á Breiðdalsvík. Þá voru að-
eins 10-12 íbúðarhús á Breið-
dalsvík en strax á næstu árum fór
þeim fjölgandi. Hinsvegar voru
þá 34 jarðir byggðar í Breiðdal og
tvíbýli á nokkrum þeirra. Mann-
fjöldi í Breiðdalshreppi mun þá
hafa verið um 400. I Breiðdals-
deildina gengu nokkrir bændur á
utanverðri Berufjarðarströnd.
Um sama leyti eða áður var líka
stofnuð deild úr Kaupfélagi Stöð-
firðinga við sunnanverðan Fá-
skrúðsíjörð, þar með talið Hafn-
arnes, sem er yst sunnan Fá-
skrúðsfjarðar en þar var þá smá
þorp, með 40-50 íbúa. Þeir
stunduðu sjó á smábátum og
höfðu einnig smá landbúskap
eins og algengnt var í smáþorpum
á Austurlandi á þeim árum. A
verslunarsvæði K.S.F. voru þá um
það bil 800 íbúar eða rúmlega
það. Þannig var það þegar Björn
tók við kaupfélagsstjórastarfinu á
Stöðvarfirði. Björn var 15 ár
kaupfélagsstjóri á Stöðvarfirði og
ég fullyrði að margir félagsmenn
kaupfélagsins hefðu gjarnan vilj-
að hafa hann kaupfélagsstjóra í
önnur 15 ár, því hann var mjög
vinsæll og vandaður maður í alla
staði. En um áramótin 1954-5
fékk framkvæmdastjóri SIS hann
til að gerast kaupfélagsstjóri á
Siglufirði vegna þess að kaupfé-
lagið þar átti í einhveijum erfið-
leikum eftir því sem mér hefur
verið sagt.
Fljótlega eftir að Bjöm var orð-
inn kaupfélagsstjóri tók hann upp
þann sið að ferðast um félags-
svæðið að hitta félagsmennina,
a.m.k. bændurna, ræða við þá um
viðskipamálin og margt fleira.
Eg minnist þess að við hlökk-
uðum alltaf mikið til að fá hann í
heimsókn því okkur fannst hann
svo glaðvær og skemmtilegur. Svo
ræddum við auðvitað við hann
um framkvæmdir sem við stóðum
í hverju sinni og fengum góð ráð
og bendingar hjá honum. Allir
bændur í Breiðdalshreppi voru í
félaginu og ég held á öllu kaupfé-
lagssvæðinu. Eftir stríðslokin
1945 tóku flestir bændurnir til
óspilltra málanna við að rækta og
byggja upp jarðir sínar. Þá var
Björn betri en enginn. Hann út-
vegaði mest allt efni til bygging-
anna gegn því að kaupfélagið
fengi þau lán sem menn þurftu
að taka til framkvæmdanna. Það
gerði flestum fært að byggja upp
íbúðarhús á jörðum sínum og
einnig hús yfir búpening.
Þessi þáttur í starfi Björns var
ómetanlegur að mínum dómi.
Eins og áður getur tók Björn við
kaupfélagsstjórastarfi á Siglufirði
í ársbyijun 1955 og var þar kaup-
félagsstjóri í 7 ár eða til ársloka
1962 en þá var hann ráðinn
kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi
Héraðsbúa á Egilsstöðum. Því
starfi gegndi hann í 5 ár eða til
1967. Stuttu síðar var hann ráð-
inn erindreki hjá Afengisvarnar-
ráði.
Það starf rækti hann af mikilli
trúmennsku og samviskusemi
eins og öll störf sem hann tók að
sér.
hann ferðaðist milli skóla víðs-
vegar um landið og hélt þar fyrir-
lestra og ræddi við nemendur og
benti þeim á hversu áfengisneysla
leiddi oft til mikillar bölvunar og
endaði oft með ofdrykkju.
Björn var alla ævi bindindis-
maður bæði á vín og tóbak.
Að löngu og farsælu ævistarfi
Ioknu flutti hann til Stöðvarfjarð-
ar og keypti húsið Hól þar.
En Björn var mikill vinnuþjark-
ur og settist ekki í helgan stein.
Hann stundaði sjóróðra á litlum
bát með syni sínum mörg sumur
á meðan hann gegndi starfi er-
indreka, ef ég man rétt, og eftir
að hann hætti sjósókn vann hann
mörg ár í landi við fiskvinnu.
Björn var eitt kjörtímabil vara-
þingmaður Framsóknarflokksins í
Suður-Múlasýslu og sat á Alþingi
nokkrar vikur haustið 1950.
Björn kvæntist 9. maí 1941 Þor-
björgu Einarsdóttur frá Ekru í
Stöðvarfirði, mikilli ágætiskonu,
hún er fædd 16. ágúst 1915 og
lifir hún mann sinn. Ég og kona
mín vottum henni og börnum
þeirra okkar dýpstu samúð.
Góði vinur, þú hefur lokið
löngu og giftudijúgu starfi. Við
hjónin þökkum þér af öllu hjarta
frábær kynni. Við vitum að þér
hefur verið tekið með opnum
örmum handan móðunnar miklu.
Farðu ifriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Sigurður og Flerdís, frá Gilsá.