Dagur - 22.10.1997, Síða 2

Dagur - 22.10.1997, Síða 2
18-MIÐVIKUDAGUR 22 .OKTÓBER 1997 Xfc^wr LIFIÐ I LANDINU Dagur • Strandgötu 31 • 600 Akureyri og Þverholti 14 • 105 Reykjavík Stríðsglæpir og sameinmgarmál Um þessarmundireru margirað veltafyrír sérhvereigi að sam- eina vinstrímenn á ís- landi. Nofn JónsBald- vins Hannibalssonar hejurveríð nefnt. Ef til vill vita ekki margir að Jón Baldvin Hannibalsson hefur tek- ið þátt, meðan hann gegndi embætti utanríkisráðherra, í alþjóðlegum hryðjuverkum og stríðsglæpum, m.a. gegn börnum. Þá undirritaði Jón Baldvin auglýsingu sem birtist í Stjórnartíðindum þann 29. apríl 1992 um þátttöku Islendinga í „við- skiptabanni Sameinuðu þjóðanna gegn írak“ og lög- leiðingu þess hérlendis. Með einu pennastriki tryggði Jón Baldvin þátt- töku Islands í aðgerðum sem hafa þegar leitt til dauða einnar milljónar manns, þar með talið 600 þúsund barna undir fimm ára aldri. Við undirritunina lá þegar fyrir vitneskja um banvænar afleiðingar þessa viðskiptabanns. Af þeim sökum hafa um eitt hundrað íslendingar, m.a. þjóðkunnir einstak- lingar, krafist þess að Jón Baldvin verði lögsóttur vegna aðildar hans að al- þjóðaglæpum. sem ísland hefur undirritað. Samkvæmt ákvæðum Genfar- sáttmálanna ber aðildarríkjum (þ.m.t. íslandi) jafnframt að lög- sækja hvern þann sem tekur þátt í slíkum glæpum og skiptir engu hvort viðkomandi hafi veg- ið saklausa borgara með sveðju eða með pennastriki. Einn þeirra er Jón Baldvin Hannibals- son, nýskipaður sendiherra ís- lands í Washington. Sumum finnst langsótt að saka Jón, þekktan húmorista og vafalaust barnavin, um svo hroðalega glæpi. En samkvæmt ákvæðum Núrnbergréttarhalda frá 1945, sem eru nú hluti af Genfarsáttmálinn Maður þarf ekki að vera Iögfræðingur til að skilja að aðgerðir sem leiða til dauða einnar milljónar manns eru glæpir gegn mannkyninu öllu. Slíkur glæpur brýtur í bága við réttarvitund siðaðra manna svo og við ákvæði allra mannúð- ar- og mannréttindasamninga „Islenskir vinstrimenn ættu þviað hugleiða hvort þeir telja málstað sínum til framdráttar aö velja til forystu ein- stakling sem tók þátt í útrýmingu 600.000 barna og hvort einstaklingur með slíkan bakgrunni sé heppilegur fulltrúi íslensku þjóðarinnar á erlendri grund", segir Elías Davíðsson. morði refsiábyrgð sem einstak- lingar vegna verka sinna, jafnvel þótt þeir telji sig hafa unnið verknaðinn í krafti embættisins. Sagt er að meðal þeirra sem tóku þátt í útrýmingu á gyðing- um í heimsstyrjöldinni síðari voru einnig tónlistarunnendur, húmoristar og heiðvirðir íjöl- skyldufeður. Einii af mörgum Það er að sjálfsögðu ekki unnt að bera saman hlutdeild Jóns Baldvins í dauða 600.000 barna í írak við framferði nasistafor- ingja gegn gyðingum, hvorki hvað ásetning né umfang varðar. Jón Baldvin er aðeins einn af mörgum einstaklingum sem bera ábyrgð á þessum mannfórnum og alls enginn höfuðpaur. Höfuðábyrgð á þessum glæp bera sem kunnugt er stjórnvöld Bandaríkjanna sem telja að dauði 600.000 barna hafi þrátt fyrir allt verið „þess virði“ (sbr. ummæli Madel- eine Albrigt í bandaríska sjónvarpinu fyrir einu ári). En með gerðum sínum hef- ur Jón styrkt ásetning höf- uðpauranna til stórfelldra glæpa; hann hefur óþving- aður smurt dauðavélina. Slíkur stuðningur við myrkraverk telst refsiverður samkvæmt íslenskum lög- Menn ættu að athuga sinngaug íslenskir vinstrimenn ættu því að hugleiða hvort þeir telja málstað sfnum til fram- dráttar að velja til forystu einstalding sem tók þátt í útrýmingu 600.000 barna og hvort einstaklingur með slíkan bakgrunni sé heppi- legur fulltrúi íslensku þjóð- arinnar á erlendri grund. viðurkenndum þjóðarrétti, bera stjórnmálamenn sem skipa fyrir glæpsamlegum aðgerðum á borð við stríðsglæpum og þjóðar- Elías Davt'ðsson, tónskáld. ^ Jl/lemfumnid Það er hneisa að bæjaryfirvöld f Garðabæ skuli ekki sjá sóma sinn í að hreinsa bu.rt svarta herófn-krotið á brúnni að Arnarnesinu milli Kópa- vogs og Garðabæjar. Það er ömurlegt að horfa upp á þetta krot á leiðinni f vinnuna fyrir nú utan það hve mikil lýti þetta eru á umhverfinu. Byggingabransinn er efni í langar rit- gerðir og skýrslur og í raun er stór- merkilegt að hann skuli fá að vera óáreittur. Þannig verður til dæmis allt venjulegt fólk að greiða fyrir vinnuna, * sem þeir kaupa af öðrum, og það fullu verði. En í byggingabransanum komast menn upp með að láta vinna fyrir sig án þess að hugsa fyrir greiðslum. Henda í mesta lagi smá- upphæðum í fólk fyrir vinnuna. Siðferðið f þess- um bransa er í ólagi og versnar stöðugt. Síminn hjá lesendaþjónustimni: S63 1626netfang : ritstjori@dagur,is símhréfr^gQ 0|7| eða55i 8270 - Bréf frá... Menn að störfum I frystihúsi. Fiystihúsalíf Síðan ég flutti hingað í Stykkis- hólm hefur það einhvem veginn atvikast þannig að ég fæ ekki vinnu annarsstaðar en í frysti- húsi. Vinnan við færibandið er tilbreytingarlaus og lýj- andi. Við stöndum all- an morguninn, sumar allan daginn við þetta færiband og pillum hörpuskel. Það litla sem þarf að hugsa er þegar rennumar stíflast og þegar rauður biti vogar sér að láta sjá sig á bandinu. Þá er hann samstundis tekinn og látinn í bakka. Við fáum reyndar að sitja þegar við viljum, á Elín Fínnbogadóttin skrifar Við svöruðum hörðum plaststólum, eÍUS SamVÍSkU en þegar maður situr samlega og hægterað bú- astviðaf landi. Þær tala eingöngu pólsku og skilja ekkert annað tungumál. Okkur gengur samt ótrúlega vel að tjá okkur og skilja þær. Við notum heimatil- búið táknmál en sam- skiptaform okkar er ekki enn orðið nógu gott til að halda uppi gáfuleg- um samræðum. Alþýðuflokkurinn heimstótti okkur um daginn. Við sátum í pásu og drukkum kaffi og þá komu Jón Bald- vin, Bryndís kona hans, Ásta Ragnheiður og fleira Alþýðuflokks- fólk sem ég man ekki hvað heitir. Þau hurfu öll inn á skrif- stofu. Við litum hver á aðra og hugsuðum okkur gott til glóðar- innar, eins og litlir krakkar sem sjá fram á framlengdar frí- mínútur. Okkur varð lengi á þannig stól hefur maður á tilfinn- ingunni að það sé komið sigg á rassinn og riljast þá upp gam- alt uppáhalds mál- tæki sem er einhvern greindarskert- ekki að ósk okkar, veginn á þessa leið: því bandið var ekki „Tvisvar verður sá um lágstéttar- stoppað fyrir neina fyriríestra. En þegar lýðnum... við vorum aftur komnar inn á band, feginn er á steininn sest.“ Það tvennt sem heldur okkur gang- andi, eru pásumar og útvarpið á eyrunum. Þær eru ekki margar stúlk- urnar sem eiga þann draum á unga aldri að verða frystihúsa- kellingar þegar þær fullorðnast. Flestar hafa háleitari markmið. Svo atvikast það þannig hjá mörgum að þær fá ekki aðra vinnu og það verður að vana að sitja þarna. Sumar hafa setið við sama færibandið í 15-40 ár og eru enn að hugsa um að breyta til en hafa sig ekki í það. Svona tilbreytingarleysi er slævandi og heilinn leggst í dvala með tímanum. Aðal- áhugamálin eru Leiðarljós, Glæstar vonir og Nágrannar í sjónvarpinu. Umræðan á band- inu snýst aðallega um hvernig þátturinn f dag muni taka á vandamálunum sem komu upp í gær. Matseðilinn er Iíka vin- sælt umræðuefni. Hvað verður í matinn hjá þér í kvöld? Hvernig hanterar maður kjötið eða fiskinn? Hvaða sósa gengur með hinu og þessu? Hvernig er kúttmagi gerður? Fróðleikurinn á þessu svið er mikill. Við færibandið okkar eru tíu nýipnfluttar dömur frá Pól- við fríðan flokkinn nágast. Þau Iétu sig hafa það að koma að bandinu, því hvað gerir maður ekki fyrir nokkur atkvæði? Og fóru að spyrja okkur spjörunum úr um Iíf ög tilveru pólsku kvennanna. Við svöruðum eins samvisku- samlega og hægt er að búast við af greindarskertum lágstétt arlýðnum. Svo gat ég ekki orða bundist, og hóf að spyrja þau um stefnuskrá Alþýðuflokksins. Skattamálin voru (eru) mér of- arlega f huga og ég taldi mig vera að spyrja nokkuð gáfulega og mér fannst ég vera mjög málefnaleg. En einhverra hluta vegna þurftu þau allt í einu að flýta sér og þustu bara f burtu. Ég sat eftir við mitt græna band og engu nær. Ætli ég hafi ekki spurt of gáfulega? Þau hafa kannski ekki skilið það sem ég sagði. Kannski komu þau einmitt á þennan vinnu- stað vegna þess að þau voru ekki búin að undirbúa sig nógu vel fyrir spurningarnar. Kannski voru þau bara þarna sem túristar. Hvað veit ég, ég er bara venjuleg frystihúsakelling.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.