Dagur - 22.10.1997, Page 4

Dagur - 22.10.1997, Page 4
20-MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997 ro^ir UMBÚÐALAUST L A Gott er að drekka það góða öl Sunnudagsmorgunn kaldur og fagur og ég að velta því fyrir mér hvað ég eigi að skrifa um í mál- gagn félagshyggjuaflanna þegar skyndilega rennur upp fyrir mér að í hálftíma hef ég verið að horfa á bjórflösku frá kvöldinu áður. Og allt í einu fer ég að sjá að hún er afar girnileg. Því veldur litur hennar og lögun, skilaboð- in sem gjörvöll hönnun hennar flytur mér. Hún er hálslöng og þekkileg í Iaginu og Ijósgrænn litur hennar gerir gullinn vökva hennar virðulegan og tælandi í senn. Silfraður pappírinn utan um tappann og niður með hálsi er ávitull um rjómakennda froðu, skreytingar á miðum veita hlutdeild í gróinni, kunnuglegri en þó furðu fjarlægri hámenn- ingu mið-Evrópu. A hálsmiða státar sig skjaldamerki þar sem kastalavirki er í miðju, en á fjór- um myndum í kring eru lyklar, kynjaskepnur, og maður að veita dreka náðarhöggið. Hér bergjum við sem sé á sama vökva og menn hafa gert frá miðöldum. Á neðri miða er mest áberandi rauð klessa með nafni bjórtegundarinnar í, þetta er innsiglað, þetta er exklúsíft, við höfum fengið að gægjast inn fyrir hjá hinum evrópska háaðli. Neðst hægra megin er kast- alaformið endurtekið með stafn- um P, en orðið Pilsen og pilsner kemur fyrir á flöskunni í ýmsum myndum alls sex sinnum, svo að ekki fari á milli mála að hér höf- um við hinn upprunalega og eina og sanna Pilsner frá sjálfri borginni Pilsen í Tékkóslóvakíu. Þetta er skrautleg flaska en virðuleg, skilaboð hennar eru friðsæl, hvatning hennar hljóðar upp á hóglífi, makræði og vellíð- an og hlutdeild í hefð margra alda - við bergjum hægt á miðin- um og um okkur streymir höfug kennd og upphafin og kurt- eisleg. * * * Þannig ganga útlendingar frá bjórnum sínum. Og ég sit hér á sunnudagsmorgni með hönd undir kinn og er að reyna að rifja upp miðana á íslensku bjór- flöskunum. En man þá ekki. Eru til íslenskar bjórflöskur? Eg man það eitt að Islendingar kaupa helst ölið í hlandgulum áldósum sem spillir ekki bara bragði heldur allri ásýnd og stemmningu mjaðarins. Táknfræði hinar ungu bjór- drykkju á Islandi snýst öll um víkinga. Allt er gert að espa okk- ur upp sem vart megum við því. Það er höfðað til villimannsins í okkur. Allt snýst um einhvern berserksgang og víkingabrölt, bíta í skjaldarrendur, orga og æla, fá sér sopa og bíta menn á barkann. Önnur verksmiðjan framleiðir bjór sem hún kallar Viking, eða Væking eða viking upp á skand- inavísku og þar er á miða ein- hver klunnalegur víkingur, og næsta mál á dagskrá að opna bjórinn með tönnunum og urra. Hin verksmiðjan vísar í allri framleiðslu sinni til óheppileg- asta bjórdrykkjumanns Islands- sögunnar, villidýrsins Egils Skallagrímssonar, sem strax á sjöunda ári var ekki húsum hæf- um sökum drykkjuóspekta. * * * Það er satt sem Ólafur frá Sönd- um kvað: Gott er að drekka það góða öl, gleður það mannsins líf og ekki skjátlaðist Haligrími blessuðum Péturssyni þegar hann kvað: Yndi er að sitja öls við pel og gamna sér. Er ekki kominn tími til að íslenskir bjór- framleiðendur hætti að mark- aðssetja þennan heldur syfjulega vökva sem einhvern berserkja- svepp? Öfgamenn um bindindi hafa stjórnað opinberri áfengisstefnu hér á landi alla öldina með þeim árangri að íslenskt ölæði á al- mannafæri er orðið heimsfrægt, sem er nú kannski minnsta mál- ið, hitt er öllu verra hversu óþægilegt er að vera innan um öll þessu fullu börn: úr því mað- ur sé að svæla þessum andskota í sig sé eins gott að reyna að verða fullur af því, er viðhorfið sem templurum hefur tekist að innræta ungum sem öldnum hér. Áfengisvandi Islendinga er ekki sá að hér séu of margar krár - fjölbreytilegar krár eru alls staðar bæjarprýði — vandinn er heldur ekki sá að dulbúnar aug- Iýsingar vaði uppi, því auglýsing- ar myndu gera mikið til að bæta viðhorf fólks til áfengis því þær sýna yfirleitt ódrukkið fólk að neyta áfenjgis. Vandinn er sá að of margir Islendingar skuli líta á bjór eins og nokkurs konar upp- sölumeðal og áfengisstefnan miðast við sjúklingana, afbrigð- in, en ekki þann yfirgnæfandi meirihluta sem drekkur sér til ánægju en ekki vansa. Menningarvaktin Spaug er ekkert giín Fóstbræður er efnileg- urþáttursemgetur komist upp með morð. Morð áþorrablóta- . húmorSpaug- stofumiar. Sjónvarpsstöðvarnar senda út ís- lenska grínþætti sína á sama hálftímanum í vikunni. Svona er lífið: eintómt grín. Milli hálf níu og níu á laugardögum. Hin fornfræga Spaugstofa er á RUV, hin nýskipaða sveit Fóst- bræðra er á Stöð 2. Og hvor er betri? Fyrir einhverja slysni horfði menningarvakthafandi á einn þátt Spaugstofunnar í fyrra, slysni, því ég var búinn að af- skrifa þá af minni grínvakt. Gjörsamlega útbrunnir. I þeim þætti tókst þeim að fá sjálfan sr. Þóri Stephensen upp á móti sér með eftirmála sem leiddi til snilldarþáttar í vikunni á eftir og maður sá að drengirnir gátu þetta enn. En ekki nennti ég að spá í þá í vertíðarbyrjun í haust. Sem er skrítið. Spaugstofufélaganir eru hreinræktaðir toppmenn og í hópnum snillingar. Maður ætti að Iifa fyrir þennan þátt ef mið- að væri við hæfileika þeirra. En það gerir maður ekki. Ekki Ieng- ur. Fóstbræður eru áhugavekjandi samsetning: Sigurjón og Gnarr eru Tvíhöfðinn - um þá félaga sagði ég í einkasamtali við einn aðalkallanna á Stöð 2 fyrir 4 árum að ég hefði séð framtíð ís- lensks spaugs í sjónvarpi og hún væri þeir. Benedikt Erlingsson sýndi það í Ormstungu að hann er fínn. Ég hafði því umtalsverð- ar væntingar þegar ég sá fyrsta Fóstbræðraþáttinn á laugardag. Og? Ja, skárra en ekkert og mun batna mikið haldi þeir áfram að slípa sig og hvessa. Húmorinn er fínn þegar best lætur; hefur í sér óvænt element, grimmd og snýr lævíslega uppá venjuleg mann- lífsform. Fóstbræður eru í leit að átt til að halda í, en þetta er efnilegur þáttur sem getur komist upp með morð á endanum. Morð á þorrablótahúmor Spaugstofunn- ar. Það nægði til að sannfæra mig s.l. laugardag þegar ég skipti úr lokasenu Fóstbræðra yfir á RÚV, að sjá hermt eftir Steingrími Hermannssyni. Spaugstofan er algjörlega íyrirsjáanleg. Metnað- arlaus sigling á fornri frægð og gegnheilt kæruleysi einkennir þetta sorglega skipbrot helstu snillinga spaugs á Islandi. Fastir inni á sínu eigin elliheimili. Geta mun betur en þurfa þess ekki, nenna því ekki eða eru bara hættir?

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.