Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER - 202. TÖLUBLAÐ 1997
Látrabjarg séð frá Rauða-
sandi. Lambahlíðar eru
næst á myndinni og aust-
anvert undir bjarginu er
Lögmannsvogur.
Hrakningar og bj örgun-
arafrek í Látranj argi
Brjóstgóður
ofstopamaður
„Hann var ofsto'pamaður og þó trygglyndur og
brjóstgóður, mikilúðlegur og sukksamur." Þetta er
lýsing a Oddi Sigurðssyni lögmanni, sem dtti í
múlaferlum viðflesta eða alla meiri háttar menn á
Islandi á sínum tíma. Hann kássaðist upp á Jón
biskup Vídalín, Pál lögmann Vídalín, Fuhrmann
amtmann, Gottrup sýslumann, svo einhverjir séu
nefndir afþeim sem hann valdi sér að andstæðing-
um.
Það voru hæg heimatökin hjá stórmennunum að
fá Odd dæmdan frá embætti og æru. Æruna veitti
kóngur honum aftur en embættisframa Odds var
lokið eftir að hafa sett sig upp á móti valdabatterí-
inu með stæl.
Oddur Sigurðsson var vel ættaður. Faðir hans var
séra Sigurður Sigurðsson á Staðarstað og móðir
Sigríður Hákonardóttir, sýslumanns í Bræðra-
tungu. Hann fæddist 1681 og hlaut hefðbundna
menntun hefðarpilta i Skálholtsskóla og síðar í
Kaupmannahöfn. Hann varð varalögmaður vestan
og norðan 1707 og fékk siðan hálfa Snæfellsnes-
sýslu 1718 og settist að á Naifeyri á Skógarströnd.
Fjórum árum síðar var hann dæmdur og bjó eftir
það á nokkrum stöðum á Vesturlandi.
Þegar vegur Odds var hvað mestur trúlofaðist
hann dóttur nágrannna síns, stóreignamannsins
Guðmundar ríka i Brokey. Hún dó ung og átti lög-
maður von á að erfa auðkýfinginn, sem ekki átti
aðra afkomendur. En karlinn sem grætt hafði of-
fjár á löndum sínum fann ekki annan verðugri til
að erfa sig en Fuhrmann amtmann og þótti mörg-
um sem ríka pakkinu væri rétt lýst með þeirri ráð-
stöfun. En áður hafði góður vinskapur Odds og
Guðmundar ríka snúist upp í fullan fjandskap.
Oddur trúlofaðist síðar Sigríði dóttur Þorsteins
Þórðarsonar á Skarði, en úr þeim ráðahag varð
aldrei neitt, hvað sem valdið hefur.
Hér eru engar ástæður til að fjalla nánar um
brösótta æfi Odds Sigurðssonar lögmanns og er
þessi stutta kynning á stórbrotnum manni aðeins
formáli að hrakningum sem hann lenti í og þóttu
frásagnarverðir.
Galdrakarl í
Gvendareyjum
En þá þarf líka að kynna annan mann til sögu,
sem þjóðtrúin kennir að hafi valdið ósköpunum
með því að magna upp gjömingaverður og ná sér
niðri á lögmanni.
Sá var nágranni hans, Þormóður Eiríksson í
Gvendareyjum. Þormóður var skáld og jafnvel
ákvæðaskáld, því karlinn var rammgöldróttur.
Eins og sagt var nýverið frá í Islendingaþáttum,
fóstraði Þormóður Loft Þorsteinsson, sem betur er
þekktur sem Galdra-Loftur. Affóstra sínum lærði
sveinninn kúnstimar. Og þegar hann var búinn að
fyrirgera lifi sínu og eilifri velferð, leitaði Loftur á
æskuslóðir, þar sem skrattinn náði honum og dró
niður til sín.
Vinslit
Hrakninga- og björgunarsaga Odds lögmanns og
félaga hans hefur meðal annars verið færð í letur
af Gísla fræðimanni Konráðssyni og hún er i æfi-
sögu séra Halldórs á Breiðabólsstað, sem yfirgaf
þennan heim 1770. Er hún rituð af samtíðar-
manni. Eru allar líkur á að rétt sé með farið í öll-
um atriðum sem máli skipta. Hér hefst frásögnin,
en felldar eru úr málalengingar:
Þormóður í Gvendareyjum fann eitt sinn Odd
lögmann Sigurðsson sem oftar, því sagt var að
hann ætti vingott við móður hans, Sigríði Hákon-
ardóttur. Þormóði þótti sem öðrum Oddur afar-
hár vexti, og kvað við hann vísu í gamni:
Oddur hinn hái eruð þér
eftir Krukkspá forðum,
göfugur ekki gremstu mér,
þó gamans hreyti ég orðum.
Til skýringar er rétt að geta þess, að í Krukkspá
er langalangaafi Odds, nafni hans Einarsson,
biskup, kallður hinn hái. I Ijósi þess er skiljan-
legra, að Oddur reiddist vísunni og löðrungaði
Þormóð. Þá er sagt að Þormóður kvæði vísu
þessa:
Hér er sigin hurð að gátt,
hittir loku keingur;
kjaftshögg hefur enginn átt
ári hjá mér lengur.
Hefndanna varð heldur ekki langt að bíða sem
nú mun sagt verða.