Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 2
n~ LAUGARDAGUR 2S. OKTÓBER 1997 HÚSIN í BÆNUM Fyrsta og síðasta sjóferðm sem skipið mundi slitna sundur í kveið fyrir Látraröst, ef þá bæri með guðs hjálp hrygðarsjón. Siglingaleið Svans og hrakningaleið þvert yfir Breiðafjörð. Brotna línan sýnir leiðina frá Narfeyri á Skógarströnd til Grundarfjarð- ar og Ólafsvíkur og síðan hrakninginn sem hófst útaf Búlandshöfða og ytri fjörðinn og allt að Látrabjargi, þar sem skipið brotn- aði í spón. Oddur lögmaður hafði um þessi misseri 1713-14, keypt skip af Einari Einarssyni, vél metnum manni, sem bjó á Miðhúsum í Reykhólasveit. Það skip var vand- að mjög og vel búið. Kjölurinn var rúmir 10 metrar. Það hafði og hús lítið með akkeri. Skipið var kallað Svanur, og hafði eigi á sjó farið fyrri en það var flutt frá Miðhúsum til Narfeyrar. A þessum árum átti Oddur mjög í málaþrætum móti séra Þórði Jónssyni á Staðarstað. Veitti séra Þórði af hljóði mágur hans merkur og ágætur, biskup Jón Þorkelsson Vídalín og fleiri aðrir. Um sumarið er Oddur var heim kominn af Alþingi bjó hann ferð sína frá Narfeyri út til kaup- staða. Var þá Svanur fram settur, bor- in á vara og búist sem henta þótti. Þeir urðu vel reiðfara, héldu út um Eyrar og Helgafells- sveit. Fóru þeir fyrst til Grundar- fjarðar og dvöldu þar meðan Oddur tók útlenska vöru, eigi all- litla, því hann gerði á þeim árum 19 hundruð vætta kaup við dans- ka þjóð í kaupstöðum umhverfis Snæfellsjökul. (Þetta gæti verið rúm 90 tonn, sé gert ráð fyrir að hér sé átt við stórt hundrað, eins og siður var í dentið). En sem því er lokið fóru þeir til Ólafsvíkur og ætluðu að halda beina sjóleið heim aftur, en skipið var þungt undir farminum. Þeir dvöldu í Ólafsvík meðan Oddur var að kaupum, og er því var lokið fékk hann sér hesta og reið til Hraunskarðs. Sá bær stendur nær jökli á vestanverðu Snæfellsnesi. Þar átti Oddur bú, og var þá með honum Halldór þénari hans. Attu skipveijar að búa skipið á meðan, svo algert væri er lögmaður kæmi aftur. Skipstjóri hans var Guðmundur Asgerisson, er síðar bjó á Slít- andastöðum í Staðarsveit, og annar honum til fylgis, Jón Þor- gilsson, sem enn (um 1780) lifir vestur á Amarstapa, kominn mjög á níræðan. Þegar Oddur hafði lokið erind- um að Hraunskarði, snéri hann aftur til Ólafsvíkur og sem þeir fóru til skips var mjög liðinn dag- ur, bjartur himinn og veður hið besta. Oddur gekk á skip og þeir allir saman. Var lögmaður að hófi ölvaður og settist um kyrrt. Voru skipveijar í góðum hamsi og þótti sem ferð þeirra mundi fara að makindum. Sagt var að skipið hafi snúist þrisvar í hring í Iogninu, eins og það hefði viljað kveðja Iandið. Liðið var fram á kvöld þegar þeir fóru frá Ólafsvík og varð ferðin greið fyrir Brimilsvöllu og Máva- hlíð. En er þeir komu furir Bú- Iandshöfða, það fjall sem skilur Neshrepp og Eyrarsveit, dró skyndilega sortamökk á höfðann og iaust honum svo niður á skpið, svo að trautt sá yfir borðstokka. í þessu brast á veður af höfðan- um svo æsilegt að undrum þótti gegna. Knáir menn voru á skipi og reyndu að halda við en veðrið óx meir og meir með hreggi, myrkri og flugum og ósjó. Lög- maður kallar og biður að menn þreyti ei við veðrið, annars gildi það líf þeirra. Skipar hann að vinda upp segl og halda undan um nóttina, svo lengi sem veðrið stæði. En með því að mönnum þótti ei annað sýnna, þá var þetta gert, og þótti sem veðrið berði skipið á allar hliðar, varð ei bjart- ara en haustmyrkur hefði verið. Þetta gekk alla nóttina og þótti bylgjunum, er sjórinn gróf sig undan þeim. Morguninn eftir er þeir gátu deilt land er grillti á í sjórokinu. Kallaði þá Guðmundur Asgeirs- son hátt og bað guð gæta þeirra. Kvað hann þá komna framan við Háuskor á Barðaströnd, er sjór þar óhreinn mjög og skeijóttur. Gekk þá verður og ólga sem mest. Þá vildu þeir beita fyrir til vest- urs, en sem þeir reyndu að aka til seglinu, laust á byl svo mikinn, að seglið rifnaði í tvo hluti og var ekíd við öðru að búast en þeir færu þar í sjó. Oddur settist þá sjálfur að stjórn og hafði svo um búist að ógjörla sá í andlit honum. Þó virt- ist mönnum hann vera heldur brúnasíður. Með því að guð hafði ætlað þeim lengra líf, þá gátu þeir dregið með árum vestur fyrir það, er mest voru brimsker, slotaði þá og nokkuð veðrinu. Þetta gladdi þá sem von var og hugðust þeir ná höfn á Rauðasandi. En er þeir nálguðust land snérist vindátt og stóð nú beint af Barðaströnd og var öll von um að ná landi á Rauðasandi úti. Þá ærðust nokkrir á skipinu og örvæntu um líf sitt og dró frá þeim afl er sjór reis á bæði borð. Eiríkur hét þar einn maður. Hann talaði óþokkayrði um háska þann er þeir voru í. Halldór þén- ari Odds heyrði það og rak Eiríki kinnhest svo hann rauk um koll, Illskaðist hann við það og missti hræðsluna. Guð gaílaud Oddur bað þá vera hughrausta og sagði að guð mundi gefa þeim Iand. Þó heyrðu menn að hann nærri henni. Þeir héldu síðan við eins nærri landi og óhætt þótti og hröktust fyrir Rauðasand og Keflavík. En sem þeir komu vestur með- fram bjarginu linaði veðrið svo þeir gátu með guðs hjálp komist inn í lítinn vog vestan undir það sem bjargið er hæst. Vogurinn var ei breiðari en svo að skipið komst þar inn og voru klettar beggja vegna, en upp undir aðalbjargið var grasbrekka og var þarna Iogn á. Þar fóru þeir á land mjög þrek- aðir og máttvana, og þökkuðu guði fyrir það frelsi sem hann gaf þeim. Oddur mælti þá að þeir mundu láta skipið og farminn fara sem verða vildi, fyrst guð hafði gefið mönnum líf. Halldór og þeir sem nokkurs máttu sín, kváðu það ei ráðlegt að láta svo allt verða með tjónum, ef nokkru mætti bjarga. Strituðu þeir þá upp farminum og lagði hver fram þá krafta sem hann átti. Lögmaður horfði um stund á skipið er það var hroðið. Gekk hann síðan upp í brekkuna og lagðist á grúfu til hvíldar, er menn ætluðu. Logn var á vogin- um en sjór mjög æstur fyrir fram- an. Nú voru menn komnir upp í brekkuna og sem þeir höfðu setið um hríð, sjá þeir að boði rís, held- ur mikill. Sá gekk þvert að fram- an í voginn yfir skipið og braut gat á aðra síðuna. Annar boði reis þegar eftir hinum og gerðist ógn- arlegur. Hann gekk yfir voginn, skipið og klettana og dró út járn og tjöru, er nær var flæðarmáli og braut Svan í spón, svo ei sá eftir nema fleka af honum í brimlöðr- inu. Þetta þótti þeim mönnum sem Svanur hafði fært upp á land Lögmaður stóð þá upp og gekk til manna sinna. En er hann sá að Guðmundur skipstjórnarmaður felldi tár sagði hann:“Grátum ekki, munum heldur." Eftir að skipið var brotið biður lögmaður menn hressa sig á mat eða víni, sem bjargaðist á land. Misjafna lyst höfðu menn á því sem bauðst. Síðan fóru nokkrir þeirra að Ieita uppgöngu á bjargið, en fundu ei, því á báðar hliðar voru gjár og hengiklettar, er eigi var fært yfir nema fuglum einum, en kolblár sjórinn að neðan. Þeim þykir nú miðlungi góður sinn kostur, og varð ráðafátt. Leggjast þeir út af og sofna þar í brekkun- ni. Afrekjóns Þor- gilssonar Nú er að segja frá Jóni Þorgils- syni, er fyrr var getið. Hann færð- ist á fætur þá er menn voru sofn- aðir og leitar fyrir sér. Fór hann úr fötum, nema skyrtu og brók- um (það er nærfötum). Flyst hann um klettana á fótum og höndum, uns hann komst yfir þá og til Keflavíkur og finnur menn að máli. Þeir spyrja að erindum og hann segir hrakning þeirra Odds og biður liðsinnis. Þeir spyrja hvar hann hafi komist upp bjargið, en hann segir það eitt til, sem var. Þetta furðar þá og kváðu þeir engan þar fyrr hafa farið svo þeir vissu. Er því áræði og brattgengi Jóns í minnum haft síðan. Kefl- víkingar brugðust vel við hjálpar- beiðninni. Var þegar sent á Rauðasanda og söfnuðust menn til ráðagerðar. Nú víkur sögunni til Odds og skipshafnar hans, sem svaf undir bjarginu fram á dag og er þeir vakna sakna þeir Jóns. Þeim heyrist þá sem mikill fuglakliður berist einhvers staðar frá úr bjarginu og er stund leið kenndu þeir þar mannamál. Komu þá Keflvíkingar og þeir af Rauðasandi til þeirra. Höfðu þeir þá farið ofan bjargið einstig nokkurn krókóttan og þeim kunnugan. Var þar kölluð Lambagata. Þeir höfðu með sér sagir, axir og hvað annað sem þeim þótti að mundi við þurfa. Oddur og hans förunautar urðu allfegnir komu þeirra. Þeir söguðu sundur tunnur er þeim leist, bundu um og bjuggu varninginn á bak sér, og bera svo upp á bjargið eftir götunni. Þótti skipveijum þeir heldur brattgeng- ir, enda munu þeir einir hafa val- ist til ferðarinnar, er færastir voru. Þegar góssið var uppfært ráðs- lögðu menn um það, hvernig koma ætti lögmanni upp, því hann gat ei gengið götuna. Tóku þeir það til ráðs að binda hann í festarenda, og færðu hann svo upp gjá eina, er þar var í bergið og gekk það vonum betur. Þegar allt var upp komið, menn og far- angur, lifhaði yfir Oddi. Lét hann þá gefa mönnum brauð og brennivín til nægta, enda komu þá tygjaðir hestar frá Bæ á Rauðasandi ti að sækja lögmann og hans vaming. Bjó þá á Bæ rík og göfug ekkja, Guðrún Eggertsdóttir. Fluttust þeir Oddur til hennar og voru þar vikutíma. Oddur launaði mönn- um ríkmannlega fyrirhöfn og starfa þann allan, er þeir höfðu haft. Eftir þetta fluttist hann á hestum heim eftir Barðaströnd, þar sem skip er Breiður var kall- að, kom til móts við þá og var siglt í gegnum eyjar til Narfeyrar. Komst hann, og svo og menn hans, heill og haldinn ffá þessum vandræðum, fyrir utan það að mjög gekk á kostnað fyrir honum. Urðu vinir hans honum fegnir, og þeim öllum, og þóttust úr helju heimt hafa. Ekki á óham- ingjima aukandi Það má ráða af orðum Odds lögmanns við Guðmund skip- stjóra: „Grátum ekki, munum heldur'1, að honum hafi ekki komið það á óvart, að ofviðri þetta hafi ekki verið einleikið. Var því og almennt trúað, að Þormóð- ur í Gvendareyjum hafi gert þetta veður að Oddi í hefndarskyni fyr- ir kjaftshöggið, er fyrr getur. Sumir vildu kenna Páli lögmanni Vídalín gerningaveðrið, en hann var rammgöldróttur, eins og margar sagnir herma. Ekki vildi Þormóður kannast við að hafa magnað upp veður gegn Oddi, er hann var spurður og kvaðst „lítt nenna að auka óhamingju Odds, er ærin væri fyrir, og yrði hann að njóta að því móður sinnar". En eins og fram kemur í upphafi þessarar frásagn- ar var vingott í besta lagi milli Þormóðs og Sigríðar Hákonar- dóttur móður Odds eftir að hún var orðin ekkja. Lögmannsvogur skal haim heita Látrabjarg er um 14 kílómetra langt og er austasti hluti þess við Keflavík vestra. Þar er undir bjarginu skjólgóður vogur sem nú heitir Lögmannsvogur. Nafnið hlýtur hann af þeim atburði er hér er Iýst að framan. Þarna braut Oddur lögmaður skip sitt 1714 eða 1715. Afrek Jóns Þor- gilssonar var lengi í minnum haft, enda þótti það gegna ganga kraftaverki næst að klífa bjargið á þessum stað af manni sem var ókunnugur staðháttum og þar að auki búinn að hrekjast á sjó og í brimsollinni Ijöru í langan tíma. Samantekt O.O. Grundarfjördur á tímum Odds lögmanns Sigurðssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.