Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 2 5. OKTÚBER 1997 - V Ð*gur„ SÖGUR OG SAGNIR Hvemig Oddi byggðist Oddi á RangáRVÖLLUM er einn sögufrægasti bær á Islandi. Þar bjuggu og voru fóstraðir miklir höfðingjar og andans menn og margar og frægar þjóðsögur tengjast bænum. Gömul munn- mælasaga greinir frá hvernig Oddi byggðist og hver var fyrsti bóndi þar: Jólgeir landnámsmaður reið einu sinni hart frá bæ sínum á Jólgeirsstöðum. Sá hann þá sand í sporum hestsins. Þá sagði hann: „Ekki verður þess Iangt að bíða, að þessi jörð eyðileggist af sandfoki. Skal ég og ekki lengur hér vera“. Hann flutti sig þá burt frá Jól- geirsstöðum með allt sitt og hét því að hann skyldi þar búa, sem hann yrði staddur um sólarlag um kvöldið. Varð það í Odda, og þar byggði hann síðan. Þau ummæli fylgja Oddastað frá fornöld, að staðurinn skal ávallt eflast með örlæti, en eyð- ast með nísku, og segja menn að það sé sannreynt, að örlátir menn búi þar best. Lambið mitt í réttimii Hér sé ég litla lamhið mitt, Ijóst það mun ég draga, svo föngulegt og fagurlitt, og fer að stund í haga. Augum lit ég lambið mitt á fit, Ijóst er mér að það í dilk mun draga, svo fallegt, næstum fjólublátt á lit, en framtíð þess er ennþá óskráð saga. Lamb :ð mitt er svo á fæti frátt, sér finnur góðan lambagrasa bita. Mér er svo Ijúft að dilla því svo dátt, það dregur að sér athygli með hita. Framtíð þess ég vil að verði björt, og verði efst í erilsemi dagsins, þótt nóttin gæti orðið afar svört, er ekki nýtur lengur sólarlagsins. Þessi litlar lífgimbur er mín, lífdagarnir hennar margir verða. Að sumri þegar sólin aftur skín, sé ég enn á ný til lambsins ferða. Að árum liðnum er þar gömul kind, ein á beit í hlaðvarpanum mínum. Margir telja sjálfsagt væri s)’nd, að sjóða hana loks í potti þínum. Ég ætla að fár einn eti hennar hupp, hana skyldi enginn fá að saga. I stofunni ét stoppa hana upp, þar stendur hún og horfir út í haga. Gunnar Gunnarsson Syðra-Vallholti TápmiMar og harð- drægar systur Áður en undirokun kvenna varð þjóðarsport áttu margar konur mikið undir sér og voru stórlyndar. Oft áttust þær við og þurfti ekki ofbeldisfulla karla til að til að efna til stórræða. Hér kemur lítil saga um stórræðar konur. Á fyrri tíðum bjuggu tvær syst- ur í Tungu í Skutulsfirði. Onnur þeirra hét Þuríður en hin Horna. Það fór fyrir þeim eins og mál- tækið segir; þeim verður að sinn- ast sem saman búa. Því vegna ósamlyndis þeirra á millum byg- gði Horna sér bæ uppi á túninu, og gerði garð yfir þvert túnið til að skipta á millum þeirra systra. En Þuríður var ekki ánægð yfir systur sinni og vildi ekki hafa hana svo nábýla sér, og hætti ekki fyrr með ójöfnuð sinn en Horna hlaut að víkja fyrir henni. Byggði hún sér þá bæ frammi á Tungudal, sem kallaður var Hornustaðir. Á hefur runnið ofan með túninu, sem ber nafn af bænum. Enn í dag sjást aug- ljós merki til Hornustaða. Þar hefur verið fallegt bæjarstæði, enda auðséð að þar hafa verið stór húsakynni og garður um- hverfis túnið. Þegar Þuríður veit að systur sinni Iíður vel og hún er aftur búin að koma upp reisulegum bæ, kemur henni einu sinni til hugar að fara að heimsækja Hornu, en í hvaða tilgangið það hefur verið sýnir fylgjandi saga: Það var vani Þuríðar að reka pening sinn í landareign Hornu, en hún vísaði honum ætíð með stillingu frá sér aftur, því hún vildi losa sig við stórmennsku systur sinnar. Að þessu sinni sem oftar var hún að vísa skepnum Þuríðar heim á leið til Tungu, og var komin ofan fyrir Hornustaði, þegar Þuríður kemur í flasið á henni. Þær mætast þar á dálitlu holti á mýrunum. Þarna Iendir þeim saman fyrir alvöru, og segir ekkert af samtali þeirra, því enginn var til frá- sagna, en það þykjast menn vita, að þarna muni þær hafa heitast og sokkið ofan í hólinn sem þær stóðu á. Því til sannindamerkis sjást enn í dag tvær holur ofan í hann, og er síðan kallaður Orr- ustuhóll, og ekki sáust systurnar úr því ofan jarðar. Ekki er heldur getið um að Hornustaðir hafi síðan byggðir verið. En saga þessi er í almæli eins og hún er hér skrásett. Leyjöu villtustu draumum bragdlaukanna að rœtast Villibráðarhlaðborð 16. október - 9. nóvember fimmtudags- föstudags- laugardags- og sunnudagskvöld. Verð 4.390 kr. ViUibráðarmatseðiU 2. október - 9. nóvember. í® réttir) Öll kvöld. Verð 4.770 kr. Vínsmökkun Sérvalin Cótes du Rhone vín frá M. Chapou - tier verða á villibráðar- vínseðli okkar. Gestum á hlaðborði gefst kostur á smökkun á þessum vínum fýrir matinn. Borðapantanir ísíma 562 0200 c f 'U7uAv' /ýýxb’

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.