Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 6

Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 6
VI- LAUGARDAGUR 2S. OKTÓBER 1997 rD^ftr MINNINGARGREINAR Þórður Kristleifsson VETURNA sem ég stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni voru kennararnir þar mikið einvalalið. Bjami Bjamason, sú milda kempa, var skólastjóri, en kennarar þeir Guð- mundur Ólafsson, Guðmundur Gíslason, Þórður Kristleifsson, Berg- steinn Kristjónsson, Ragnar Asgeirs- son, Þórarinn Stefánsson og Bjöm Jakobsson, sem rak þama sinn eigin íþróttaskóla en kenndi jafnframt íþróttir við Héraðsskólann. Allir þess- ir mikilhæfu menn vom ámm saman kennarar á Laugarvatni og mótuðu mjög h'fsviðhorf þess unga fólks, sem þar naut handleiðslu þeirra. Allir em þeir nú andaðir. Síðastur kvaddi Þórður Kristleifsson, sem andaðist á Droplaugarstöðum í Reykjavík 24. júní sl. á 104. aldursári, og hefur hans verið minnst að verðugu. Mig langar þó til að rifja upp örfá- ar minningar um minn gamla og góða kennara, Þórð Kristleifsson. Vera má að slík uppriíjun þyki koma eftir dúk og disk en þá er þess að gæta, að þessum fáu orðum er ekki ætlað neitt eftirmælahlutverk. Þórður Kristleifsson var borinn og barnfæddur Borgfirðingur, sonur Kristleifs Þorsteinssonar bónda og fræðimanns á Stóra-Kroppi. Sjálfsagt hefði Þórður orðið fyrirmyndar bóndi ef hann hefði haslað sér völl á þeim vettvangi, en annað átti fyrir honum að Iiggja. Hann hafði mikla söngrödd og vinir hans og kunningjar hvöttu hann til þess að fara utan til söng- náms. Til að byrja með fór hann til Reykjavíkur og veturinn 1919-1920 stundaði hann þar nám í píanóleik og tungumálum. Síðan hélt hann til Danmerkur og þá til Þýskalands. A fjórða ár stundaði hann söngnám í Dresden í Þýskalandi og síðan í þtjú ár á Ítalíu. En þrátt fyrir langt og strangt nám varð Þórður aldrei sá söngvari, sem hann og aðrir hafa eflaust gert sér vonir um. Tónlistin var honum á hinn bóginn alltof hjartfólgin til þess, að hann Iegði árar í bát. Hann gerð- ist kennari við Héraðsskólann á Laugarvatni árið 1930 og kenndi þar til ársins 1953. Næstu 20 árin kenn- di hann við Menntaskólann á Laug- arvatni. Kennslugreinar hans voru ís- lenska, þýska, tónlistarsaga og söng- ur. Þórður var afburða kennari. Það var blátt áfram ógerlegt að komast hjá því að læra til hlítar það, sem hann kenndi. Eftirminnilegastir eru þó söngtímamir. Honum nægði ekk- ert minna en að æfa fímm kóra sam- tímis innan skólans: karlakór, kvennakór, blandaðan kór eldri deild- ar, blandaðan kór yngri deildar og blandaðan kór þar sem hann steypti öllum þessum kórum saman í einn. Þegar Þórður tók að æfa lag byrj- aði hann ætíð á því að Iáta þrautlæra textann. Síðan lét hann okkur hafa textann yfir, öll samtímis, til þess að samræma framburðinn. Hann lagði ákaflega mikið upp úr skýrum fram- burði og var ekki ánægður fyrr en svo heyrðist sem textinn kæmi allur úr einum munni. Eg hef engum söng- kennara kynnst, sem hefur lagt jafn ríka áherslu á skýran textaframburð og Þórður. Verður mér oft hugsað til hans þegar ég hlusta á söng þar sem illa eða ekki greinast orðaskil, þannig að úr verður eitt samfellt suð. Síðan hófst raddkennslan og þar ii » ■ f ii u fil .. \ ý ‘ plí ; li II n R 0 B JíT Blandadur kór á Laugarvatni veturinn 1935-1936. Þórður söngstjóri situr framan við kórinn. var nú ekki kastað til höndum. Þar dugði ekkert minna en að hver og einn gæti sungið sína rödd einn og óstuddur, en hver nemandi söng í þremur kórum og hver kór söng ein 10 lög. Nemendur í skólanum voru fast á hálfu öðru hundraði, á aldrin- um 14-28 ára. Ekki leyfðu raddir allra að þeir gætu sungið en þeir voru mun færri. Kannski einn fjórði af öll- um hópnum. En Þórður mæltist ein- dregið tii þess að allir sæktu tónlist- arsögutímana þótt ekki tækju þeir þátt í söngnum og við því munu flest- ir hafa orðið. Af því, sem hér hefur verið sagt, má öllum vera ljóst hvílík óhemju vinna lá að baki söngkennslu Þórðar. Hann taldi ekki eftir sér að æfa kór- ana 2-3 klst. á hverju kvöldi, auk annarrar kennslu, sem hann hafði með höndum. Og aldrei sáust þreytumerld á Þórði. Slíkra manna er gott að minnast. Þórður Kristleifsson náði aldrei því takmarki að verða dáður söngvari úti í þeim stóra heimi. En hann vann það afrek, sem meira var. Með lífí sínu og starfi leiddi hann aragrúa ís- Ienskra ungmenna inn í töfraheima söngs og tóna. Þar fann sitt lyrir- heitna Iand. Magnús H. Gíslason Ásta Jónsdóttir Hátúni, Húsavík ÁSTA JÓNSDÓTTIR fæddist í Ysta- hvammi Aðaldal 29. mars 1926. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Húsa- víkur 22. september 1997. Foreldrar hennar voru Jón Gunnlaugsson bóndi Ystahvammi og Guðrún Gísladóttir sem býr á Sjúkrahúsi Húsavíkur 94 ára að aldri. Asta átti 6 systkyni, fjórar systur og tvo bræður. Eiginmaður Astu er Hermann Þór Aðalsteinsson fæddur 31. des- ember 1923 á Húsavík. Þau gengu í hjónaband 6. júní 1945. Böm þeirra em: Auður Þórunn, en eig- inmaður hennar er Sigurður OI- geirsson og eiga þau fjögur böm; Hera Kristín, eiginmaður Stefán Sveinbjömsson og eiga þau þijú böm; Jón, kona hans Helga Gunn- arsdóttir og eiga þau tvö böm; Kristján, eiginkona hans Soffi'a Örlygsdóttir og eiga þau þijú böm. Kristján á son sem alinn var upp hjá Astu, Þorgrím Ama, einnig á Kristján dóttur sem býr í Noregi. Útför Ástu fór ftam 27. septem- ber sl. frá Húsavíkurkirkju. Því eitt sinn verðu allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kenntr nótt. Eg harma það en samt ég verð að segja, að sumarið Uður allt offljótt. Kallið kom allt of fljótt, þú áttir margt eftir. Við ólumst upp í túninu í sveitinni í stríðslok, fímm systur og tveir bræður. Við höfðum nóg að borða og vantaði ekki neitt á. Mamma var hagsýn og ekkert fór til spillis, pabbi laginn og verkin gengu vel úr hendi hans, en hann var aldrei hraustur og dó langt um aldur fram 1974. Mamma var aftur á móti alltaf mjög hraust og Iifír það að sjá á eftir Astu, og fannst það ekki sanngjamt af Guði að Iofa sér eldá að fá hvíldina á undan henni, en enginn ræður sín- um næturstað. Ásta byijaði snemma að vinna eins og allir þurftu að gera á þeim tíma, hún fór í vist til Húsa- víkur tvo vetur og seinni veturinn kynntist hún mannsefni sínu Her- manni Þór Aðalsteinssyni veturinn 1944. Á þessum tíma fóru allir sem vettlingi gátu valdið á vertíð, Her- mann fór til Vestmannaeyja og fór Asta á eftir honum, eftir að hann hafði útvegað henni vinnu. Haustið eftir byija þau að búa og hann fær vinnu hjá Helga Ben. Vorið 1945 koma þau norður til að gifta sig, heima í Ystahvammi 6. júní. Eg fer með þeim til Vestmannaeyja þetta sumar, og hjá þeim kynntist ég manni mínum. Um vorið 1946 flytja þau svo til Húsavíkur og hafa átt þar heima alla tíð, lengst af í Hátúni. Þar ólust böm þeirra upp og oft var nú margt um manninn. Hún bar mikla umhyggju fyrir bömum bamaböm- um og langömmubömum Þetta var ansi stór hópur. Oft vom margar erf- iðar stundir líka, þó gleymum við þeim og hugsum bara um góðu stundimar því þau byrja að búa á erf- iðum tímum i Iok stríðs. Það er eins og dóttir hennar sagði á ættarmóti 1986: Þegar hópurinn fór að þynnast, bæði binda sig eða vinna, þá gekk í brösum á ýmsan veg ég held það hafi þó farið vel. Asta starfaði í þremur félögum og alltaf boðin og búin. Eins hjálpaði hún fólki sem þurfti aðstoð, bæði skyldum og óskyldum. Hún var virk í gömludansafélaginu, því bóndi hennar þykir góður dansherra og var hún það lfka og lét sig ekki vanta þó hún gengi ekki alltaf heil til skógar. Hermann var formaður ferðafélags Húsavíkur í mörg ár og hún virkur þátttakandi. Hún var skálavörður í Sigurðarskála í Kverkfjöllum og sögðu mér vinafólk að það hefði ver- ið ógleymanlegur tími. Ásta hafði góðan húmör, gerði gott úr öllu og allir höfðu gaman. Það hefði ekki verið gaman ef Ásta hefði ekki verið með, og ekki vantaði veitingamar. Kaffikannan á Ioft og meðlætið eftir því. Alla tíð hefur verið mikill sam- gangur milli systkinanna, ef einhver á afmæli er komið saman og líka makar þó ég hafí orðið af þessu, þeg- ar búið er svona langt frá. Og þá var nú oft hlegið, þvf hún gat komið öll- um til að hlæja. Síðast þegar hún kom til mín vom gestir hjá mér og áttum við ógleymanlegar stundir. Þess verður að geta að árið 1969 tek- ur Ásta að sér bamabam sitt, Þor- grím Ama og elur hann upp sem sitt eigið. Var hann alla tíð augasteinn hennar. Þegar bömin vom komin upp fer hún að vinna á Saumastof- unni Prýði og vann þar í ein 20 ár. Hún dáði samstarfsfólkið og Guð- mund forstjóra, og gat helst ekki hugsað sér að hætta, en aldurinn færist yfir og um áramótin síðustu hætti hún að vinna. Það var ekki langt liðið á árið þegar þessi ólækn- andi sjúkdómur dundi yfir og ekkert hægt að gera nema bíða. Hún dreif sig upp og lét ekki bugast, ferðaðist milli fólksins síns, Hermann alltaf boðinn og búinn að keyra hana hvert sem hún óskaði. Eftir að ég kem í gamla húsið íYstahvammi kom hún oft í viku, enda systkynin okkar ekki langt undan og dóttir hennar og tengdasonur í sumarbústað við tún- fótinn. Oft var slegið á létta strengi þó við höfum vitað að ekki var Iíðan hennar alltaf góð. Eg veit að hún vill þakka bömum sínum fyrir aila þá umhyggju og styrk sem þau veittu henni. Hermann bar líka byrðar en hann var ekki heilsugóður og hún vildi ekki leggja meira á hann. Hún náði þó að vera á ættarmótinu um verslunarmannahelgina í Geitafelli. Viku seinna var hún lögð inn á sjúkrahús Húsavíkur og andaðist þar 22. september sl. Með þessum fáu orðum vil ég þakka fyrir hönd okkar bama minna og bamabama, en þau gleyma þér seint. Við þökkum ógleymanlegar samverustundir heima hjá þér og i Aðaldalnum sem þú unnir svo. Megi algóður Guð blessa minningu þína Asta mín og halda vemdarhendi yfír Hermanni og bömum, tengdaböm- um, barnabörnum, barnabarna- bömum, svo og mömmu, sem þú hugsaðir svo mikið um og reyndir að heimsækja eins oft og þú gast, en ör- lögin ráðum við ekki viö. Guð blessi þig og beri til æðri heima, því við eig- um öll eftir að koma á eftir. Ferjan hefurfestar losuð, farþegi er einn um borð. Mér er Ijúft afmætti veikum mæla nokkur kveðju orð. Þakkíi fyrir heilum huga, handtak þétt og gleði brag, þakkafyrir þúsund hlútra, þakkafyrir liðinn dag. Oddný Jórisdóttir Mig langar til að minnast Ástu systur minnar með nokkmm fátæklegum orðum, þvf orð verða fátækleg þegar dauðinn ber að dyrum með svo til- tölulega skömmum fyrirvara. Þegar ég undir tvítugsaldri fór úr föðurhúsum til vinnu til Húsavíkur var Hátún mitt annað heimili. Þar var ég í fæði og húsnæði og fannst Ástu og Hermanni ekkert annað koma til greina. Svo þegar ég kynntist Þorbjörgu konu minni árið 1962 fannst Astu sjálfsagt og eðlilegt að hún flytti til mín inn á hennar heimili. Vomm við þar langan tíma og var hún vakin og sofín við að við hefðum það sem best. Þau tólf ár sem ég bjó á Húsavík með fjölskyldu minni var Ásta okkar stoð og stytta gegnum þykkt og þunnt. Þorbjörg þurfti nokkrum sinnum að vera á sjúkrahúsi á þeim tíma, og það var eins og Ásta fínndi á sér ef eitthvað var að, og var komin og tók að sér að sjá um allt hjá okkur, hvort sem það var að nóttu. eða degi. Var Ásta oft með Eyrúnu, eldri dóttur okkar í Iengri eða skemmri tíma. Þar sem er hjartarúm, þar er húsrúm. Það fínnst mér eiga mjög vel við Ástu. Alltaf var gestagangurinn mikill í Hátúni, bæði í mat, kaffi og gistingu. Þama þótti öll- um gott að koma, og Ástu og Her- manni fannst ekkert sjálfsagðara meðan húsið tók við. Þau voru jafnan með gamanyrði og bros á vör þó oft væri hávaði og læti í okkur yngra fólk- inu. Elsku systir. Þið Hermann voruð okkur ómetanlegar hjálparhellur meðan við bjuggum á Húsavík og ég vil segja undir ykkar vermdarvæng, að slíkt fáum við seint fullþakkað. Nú ert þú farin þangað sem við förum öll, en minningin góða lifír og verður ekki frá okkur tekin. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Kæri mágur. Þú og þitt fólk eigið alla okkar samúð og megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Þórólfur og Þorbjörg Júllus Guðmundsson Þau sorgartíðindi hafa borist að einn af félögum okkar, Júlíus Guð- mundsson, sé Iátinn. Það er erfitt að heyra og skilja slíka sorgarfregn og erum við öll harmi slegin. Kynni okkar urður skemmri en við áttum von á og hefðum óskað. Skarð er komið í hópinn sem hóf rekstrar- og viðskiptanám við Endurmenntunar- stofnun Háskóla Islands í ársbyrjun. f fyrstu var hópurinn sundurleitur en þegar við hittumst á ný eftir sumarhlé og hófum vinnu við hópverkefni, kynntumst við betur. í þeirri vinnu duldist engum mikil reynsla og hæfni hans til að fást við námsverkefnin. Júlíus var sérstaklega viðmótsgóður og samstarfsfús. Góður félagi og féll vel í hópinn. Hann hafði skoðanir á mönnum og málefnum og kryddaði tímana með innskotum sínum. Við, samnemendur hans, sjáum á eftir góðum dreng sem við söknum. Fjölskyldu Júlíusar vottum við einlæga samúð okkar. Hópur 515

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.