Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 8
VIII — LAUGARDAGUR 25. OKTÓBF.R 1997
MINNINGARGREINAR
j
ANDLÁT
Anna M. Guðjónsdóttir
Ijósmyndari, andaðist mánu-
daginn 6. október sl.
Ami Friðþjófsson
Fögruhlíð 7, Hafnarfirði, lést
miðvikudaginn 15. október.
Bruno Kress
prófessor, lést á heimili sínu í
Þýskalandi miðvikudaginn 15.
október.
Friðrik Bjamason
málarameistari, Isafirði, lést á
Sjúkrahúsi ísafjarðar fimmtu-
daginn 16. október.
Garðar Trausti Garðarsson
Kirkjuteigi 11, Iést þriðjudag-
inn 7. október.
Guðmundur Ólafsson
fyrrv. verkstjóri hjá Mjólkur-
samsölunni, Kópavogsbraut 59,
lést á hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð, Kópavogi, þriðju-
daginn 21. október.
Guðmundur Þorgeirsson
Lækjargötu 10, Hafnarfirði,
andaðist á heimili sínu aðfara-
nótt mánudagsins 20. október.
Helga Ágústa Einarsdóttír
Reynimel 76, lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 18. október.
Hulda Sveinbjamardóttir
Engihjalla 11, Kópavogi, lést á
Sjúkrahúsi Reykajvíkur, Foss-
vogi, föstudaginn 17. október.
Jakobína Bjömsdóttir Lange
frá Gijótanesi, Melrakkasléttu,
er látin í Bandaríkjunum.
Jóhannes Jóhannesson
tæknifræðingur, Skaftahlíð 15,
Iést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur
sunnudaginn 19. október.
Jón Eiríksson
fyrrv. skattstjóri, Jörundarholti
148, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi
Akraness þriðjudaginn 21.
október.
Jóna Sigríður Pálsdóttir
frá íbishóli, til heimilis að
Skólagerði 55, Kópavogi, and-
aðist á Landspítalanum 17.
október.
Kristján G. Sigurmundsson
lést föstudaginn 17. október.
Kristmann Hreinn Jónsson
frá Efra-Hóli í Staðarsveit,
Höfðagötu 27, Stykkishólmi,
lést á St. Fransiskusspítala,
Stykkishólmi, föstudaginn 17.
október.
Málfríður Ólafsdóttir
Norðurbrún 1, áður Meistara-
völlum 25, lést þriðjudaginn
21. október.
Níels EIís Karlsson
blikksmiður, Furugrund 56,
Kópavogi, lést sunnudaginn 19.
október.
Ólafur Sigurð sson
Álfaskeiði 64, Haftiarfirði, Iést
á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði
þriðjudaginn 21. október.
Páll Eyjólfsson
lést á heimili sínu, Skeggjagötu
21, mánudaginn 20. október.
Skapti Gíslason
Stekkjarkinn 17, Hafnarfirði,
lést á heimili sínu sunnudaginn
19. október.
Sveinn Ólafsson
Orinda, Kalifomíu, lést laugar-
daginn 18. október.
Sverrir Jónsson
Laugarbrekku 1, Húsavík, er
látinn.
Viktor Þorvaldsson
fyrrv. vélgæslumaður á Vífils-
stöðum, Smyrlahrauni 12,
Hafnarfirði, lést á St. Jósefs-
spítala, Hafnarfirði, mánudag-
inn 20. október.
Þorgerður Hauksdóttir
kennari, Hólabraut 20, Akur-
eyri, Iést miðvikudaginn 22.
október.
Roy Ólafsson
hafnsögumaður
Roy Ólafsson var fæddur i Reykja-
vík, ólst upp í Borgamesi og lauk
bama- og unglingaskólagöngu frá
skólum þar. Utskrifast frá far-
mannadeild Skipstjóra- og stýri-
mannaskóla Islands 1957. Hann
hóf sjómennsku með föður sínum á
aflaskipinu Eldborg MB 3, 1944.
Roy starfaði sem háseti, stýrimaður
og skipstjóri hjá Eimskipafélagi Is-
lands 1953 til 1973, skipstjóri á
Grjótjötni ‘74-’75, stýrimaður og
skipstjóri á skipum Hafskips ‘76-’85
og hafði til dauðadags starfað sem
hafnsögumaður hjá Reykjavíkur-
höfti, eða í tólf ár.
Foreldrar: Ólafur G. Magnússon,
skipstjóri, f. 23. 9. 1893, d. 24. 3.
1961 og Hlíf Matthíasdóttir, hús-
móðir, f. 27. 4. 1899, d. 10. 11.
1996.
Hálfbræður, samfeðra: Svavar,
klæðskerameistari, var kvæntur El-
ísabetu Linnet (nýlátin), þau skildu
en eiga íjögur böm, og Gunnar,
fyrrv. skipstjóri, nú fiskútflytjandi,
kvæntur Dýrleifu Hallgrímsdóttur
og eiga þau fjögur böm. Alsystkini:
Matthías, giftur Hrefnu Stefáns-
dóttur, þeim varð Ijögra bama auð-
ið, þau skildu. Marsibil, var gift
Pétri Mogensen, vélstjóra hjá Eim-
skipafélagi Islands, sem er látinn og
varð þeim sjö bama auðið. Sigrún
Helga, gift Sigurdóri Hermunds-
syni, starfsmanni hjá Isal og á hún
tvær dætur frá fyrra hjónabandi, og
Ólöf Alda, gift Gísla Ólafs, heild-
sala og eiga þau fimm böm.
Roy kvæntist eftirlifandi konu
sinni Sigríði Jóhannsdóttur 28. jan-
úar 1962, foreldrar hennar voru Jó-
hann Baldvinsson, f. 20. 12. 1911,
d. 9.3. 1993, og Guðríður Eiríks-
dóttir, f. 30. 12. 1909, d. 25. 10.
1996. Roy og Sigríði varð þriggja
bama auðið: 1) Jóhanna Guðríður,
f. 7. 3. 1962, starfsmaður Gallup,
gift Bjama Asgeirssyni blikksmíða-
meistara og eiga þau tvo syni. 2)
Ólafúr Bjöm, f. 5. 9. 1964, flugvél-
arafeindafræðingur, í sambúð með
Eyvöm Halldórsdóttur og á hann
einn son úr fyrri sambúð. 3) Sigríð-
ur, f. 22. 11. 1967, tækniteiknari,
gift Guðmundi Albertssyni, fram-
kvæmdastjóra, eiga þau þijár dæt-
ur.
Böm Roys frá fyrra hjónabandi
eru Vilhelmína, f. 4.2. 1954, gift
Hilmari Helgasyni og á hún fimm
böm, og Hafdís Sigrún, f. 14. 1.
1959, bóndi og kennari, gift Jó-
hanni Þorsteinssyni, bónda á
Svínafelli í Öræfum, og er þeim
tveggja bama auðið.
Árið er 1985, hann birtist einn góðan
veðurdag hjá okkur tilbúinn til starfa
hjá Reykjavíkurhöfn sem hafnsögu-
maður.
Ekki vorum við að sjá hann í fyrsta
skipti því hann hafði verið viðloðandi
starfsmenn Reykjavíkurhafnar nær
alla sína starfstíð. Því hann sem gam-
all „Fossastrákur' og síðar hjá Hafskip
hafði margoft boðið okkur velkomna
um borð í skip sitt um leið og við buð-
um hann velkominn til Reykjavíkur.
Það var því enginn kvíði sem setti
að mönnum, öðru nær, þegar Roy
Ólafsson hóf störf hjá Reykjavíkur-
höfn. Hann hafði þann mann að
geyma að allir vildu vera í návist hans.
Roy hóf sjómennsku 10 ára gamall
með föður sínum, segi og skrifa 10
ára. (EES og allt það batterí með sína
vinnuvemd bama og fullorðinna var
ekki til þá). Sjálfsagt hefur honum
þótt hann vera fær í flestan sjó og það
átti eftir að sannast þvf hann leysti öll
sín störf frábærlega vel af hendi.
Hann var ákaflega farsæll sem skip-
stjómarmaður og sýndi hann það í
starfi sínu hjá Reykjavíkurhöfn að þar
fór maður með mikla reynslu í stjóm-
un fljótandi fara.
Það var engin tilviljun sem réð því
vorið 1996 að hann var fenginn til
þess að taka við nýjum dráttarbáti,
„Magna III“, sem verið var að ljúka
við smíði á í Hollandi, og sigla honum
yfir úfið haf til íslands.
Það var kærkomin tilbreyting fyrir
gamlan „sjóhund" að velkjast yfir
hafði enn einu sinni. Sjálfsagt hefur
hann hugsað sme svo að þetta væri
sín síðasta sjóferð, því hann hafði,
hálfu ári áður, staðið frammi fyrir
þeim úrskurði að hann væri með ill-
vígan sjúkdóm, sem nú hefur sigrað
hann að fullu. Það er eins og guðimir
hafi tekið skakkan pól í hæðina, þeg-
ar menn eru fyrirvaralaust dæmdir úr
leik á besta aldri og þurfa að horfast í
augu við það að þeirra tími sé senn á
enda. Lengi vel hafði hann betur og
var það aðdáunarvert af hve miklu
æðmleysi hann tók þeim vonbrigðum
sem fylgdu því að þurfa að hætta að
vinna löngu áður en menn sætta sig
við.
Það er sagt að það komi maður í
manns stað, en það verður vandfyllt
það skarð sem Roy skilur eftir sig hjá
Reykjavíkurhöfn. Það emm við til
vitnis um sem höfum starfað með
honum og nutum þess að eiga hann
sem starfsfélaga.
Að lokum, kæri Roy, þú hefur tekið
stefnuna upp á við og siglir nú án
áhrifa sjávar og strauma, en megir þú
berast með vindum til nýrra og æðri
heimkynna.
Guð gefi þér góðan byr og við ósk-
um þér góðrar ferðar.
Eiginkonu og öllum aðstandendum
vottum við okkar dýpstu samúð.
Starfsmenn i skipaþjónustu Reykja-
víkurhajhar
Bróðurtorrek
Eg man minn bróður veikan í vöggti,
vogaðan snáða í klettum Borgar,
sprækan og blautan í Brákarfjöru,
bam á hlaupumfrá morgni til kvölds.
Man hann syngjandi í btíssum á sild,
siglandi ungling á farkostum Eimskips.
Minnist glaðværðar hans og gæsku
á góðri stundu tneð vinum í landi.
Þekkti hans dirfsku og dáð til sjós,
dugnað og lagni við fjölbreytt störf.
Fregnaði af skipi og skipshöfn t nauðum,
stjórnvisku formanns og æðruleysi.
Tók honum fagnandi nýfæddum.
För Itans á brott ég ntí trega.
Matthías Ólafsson
Jónatan Stefánsson
Jónatan fæddist 14. desember
1903 að heimili foreldra sinna að
Þórðarstöðum í Fnjóskadal. Þau
voru Friðrika Hannesdóttir frá
Vestari-Krókum á Flateyjardals-
heiði og Stefán sonur Jónatans
fræðimanns og bókasafriara, sem
einnig var bóndi á Þórðarstöðum.
Jónatan Stefánsson var yngstur í
hópi 6 systkina. Systumar fjórar
voru Þorgerður, Rósa, Hólmfríður
og Björg Margrét, en bróðirinn hét
Hannes.
Þau eru nú öll Iátin nema Hólm-
fríður, 98 ára og dvelst nú á Dvalar-
heimilinu Hlíð á Akureyri. Foreldr-
ar Jónatans bjuggu allan sinn bú-
skap á Þórðarstöðum. Þau önduð-
ust með árs millibili, en rúmu ári
eftir lát þeirra eða um vorið 1944
brugðu systkinin búi og fluttust til
Akureyrar. Jónatan vann síðan
margvísleg störf, lengst af hjá
Mjólkursamlagi KEA. Síðustu fjög-
ur árin bjó hann í sambýli aldraðra
að Skólastíg 5 á Akureyri.
Mér er Ijúft og skylt að skrifa fáein
kveðjuorð um Jónatan Stefánsson.
Það gerir lífið ávallt auðugra að hafa
kynnst slíkum mönnum sem honum.
Jónatan var gefið óvenju trútt minni
og hann var sjóður af fróðleik um
löngu liðna atburði, veðurfar og þjóð-
legan fróðleik, svo að ekld skeikaði.
Jónatan dvaldi á heimili okkar Guð-
steins nokkrum sinnum, og voru það
ánægjulegar samverustundir. Þá fór
hann oft með vísur og kvæði fyrir mig
og fannst lítið til koma, að ég skyldi
ekld læra vísu, sem ég heyrði einu
sinni. Hefði ég tíma og næði, gat
hann farið með heilu kvæðabálkana
án enda. Ég spurði hann oft: „Hvem-
ig gast þú lært allt þetta?“ „Ég heyrði
það,“ var svarið.
Það var gott að koma í heimsókn í
Hlíðargötu 10, þar sem við nutum
gestrisni hans ótal sinnum. Það var
eins og hann vissi fyrir, hvenær okkar
var von og var þá búinn að draga í
búið. Ekki mátti ég aðstoða hann við
eldamennskuna, aðeins hjálpa til við
uppvaskið. Hann virtist hafa dálítið
gaman af þessari matargerð, því hann
naut þess að veita og gefa.
Jónatan hafði gaman af að spila á
spil og var skemmtilegur spilafélagi.
Hann tók tapi vel, en eins og góðum
spilamanni sæmir, þótti honum beíra
að vera réttu megin við strikið.
Genginn er góður drengur. Honum
fylgir hlýr hugur okkar allra, sem
þekktum hann best og við varðveitum
minningamar um ótal hugljúfar sam-
vemstundir.
fónina Stefánsdóttir
Mig langar til að minnast í
fáum orðum Ola frá Norðurhlíð
eins og ég kallaði hann alltaf. Ég
var svo heppinn að kynnast hon-
um strax á unga aldri, þar sem
Lilja systir hans hefur verið mín
besta vinkona frá unga aldri.
í Norðurhlíð bjuggu systkinin
Oli og Lilja með foreldrum sín-
um þegar ég kynntist þeim. Mér
er sérstaklega minnisstætt hvað
mikið var af fallegum blómum
inni sem úti, garðurinn umhverf-
is húsið var áhugamál foreldra
hans og unnu þau samhent og
gerðu hann fallegan. Móðir Óla
var mikil hannyrðakona og faðir
hans laghentur maður. Börnin
lærðu snemma að ganga vel um
Ég mun ætíð minnast frænda míns,
Jónatans Stefánssonar. Hann var mér
alltaf góður og þegar ég var lítil stalst
hann til að dekra við mig þegar eng-
heimili sitt og hefur það fylgt
Óla æ síðan þegar hann fór sjálf-
ur að búa, að hafa snyrtimennsk-
una í fyrirrúmi. Oft fór ég með
Lilju systur hans heim í Norður-
hlíð eftir að skóla lauk á daginn.
Þá voru konur heimavinnandi
húsmæður og sinntu börnum og
búi. I mörg horn var að líta, það
þurfti til dæmis að baka allt
brauð heima. Þá þekktist ekki að
fara út í búð eftir brauði eða kex-
pakka. Kaffiborðið var hlaðið
gómsætu brauði. Við eldhús-
borðið sátum við oft saman, Óli,
Lilja systir, Ævar Aka frændi
þinn og ég. Þið frændur voruð
ávallt léttir í lund, sögðuð okkur
skemmtilegar sögur og reittuð af
inn sá til, gefa mér mikið hunang á
snuðið og svoleiðis. Ég man hvað mér
þótti gaman að fara til Akureyrar og
heimsækja hann í húsið með grænu
hurðinni og spila og þá spiluðum við
alltaf manna, kannski af því að það
var þá eina spilið sem ég kunni fyrir
utan ólsen ólsen. Það er nú eitthvað
sem hann myndi aldrei fá Ieið á, að
spila. /
Það ótrúlegasta við Jónatan var
hvað hann var minnugur og maður
fékk alltaf að heyra að minnsta kosti
eina vísu, ljóð og slíkt þegar komið var
í heimsókn því það var eitthvað sem
hann kunni í tugatali ef ekki meir.
Jónatan var góður maður og mér á
alltaf eftir að þykja vænt um hann
frænda minn í húsinu með grænu
hurðinni.
Rósa Birgitta (18 ára)
ykkur brandara, svo við vinkon-
urnar skríktum af hlátri.
Fleiri sögur mætti nefna af
Óla og fjölskyldu hans í Norður-
hlíð, en þessi litla æskuminning
leitaði á huga minn er ég frétti af
andláti Óla.
Elsku ÓIi, bestu þakkir fyrir
skemmtilegar stundir á æsku-
heimilinu á árum áður. Þú varst
sannkallaður gleðigjafi og hrókur
alls fagnaðar.
Elsku Kidda og drengirnir,
Lilja vinkona og aðrir aðstand-
endur. Guð gefi ykkur styrk í
sorg ykkar.
Ásdís Kjartansdóttir
Ólafur Jóhann Jónsson