Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 25.10.1997, Blaðsíða 3
t X^MT' SÖGVR OG SAGNIR LAUGARDAGVR 25. OKTÓBER 1997 - TBL Gnllöldiii á Akranesi Akranesmeistarar Kára 1950. Aftari röð: Ársæll Vaidimarsson, Jón S. Jónsson, Dagbjartur Hannesson, Emil Pálsson, Þórður Þórðarson, Hákon Benediktsson, Þórhallur Björnsson og Leifur Ásgrímsson. Fremerí röð: Ólafur Vilhjálmsson, Sveinn Benedikts- son, Helgi Daníelsson, Kristján Páisson og Janus Bragi Sigurbjörnsson. /j* helgi ~jl DANÍELSSON I SKRIFAR SÍÐASTA ÞÆTTI lauk ég með því að segja lítillega frá fyrstu þátttöku Skagamanna í Islandsmótinu 1946, svo og fyrsta íslandsmeist- aratitilinum til Akraness, er 2. flokkur, fór með frækilegan sigur af hólmi. Meðal leikmannanna í 2 flokki var Ríkarður Jónsson. Hann var þá strax orðinn yfir- burðar leikmaður og vorið 1947 yfirgaf hann herbúðir Skaga- manna og hélt til Reykjavíkur til að læra húsamálum. Hann gekk til liðs við Fram og eins og gefur að skiija, skildi hann eftir sig stórt skarð í Akranesliðinu, því árið áður var hann valinn í fyrsta Iandsliðshóp íslands, sem mætti Dönum á Melavellinum 17. júlí 1946 aðeins 16 ára að aldri. Hann var varamaður í leiknum en kom ekki inná í þeim Ieik. Eigi að síður sýnir þetta hversu sterk- ur leikmaður hann var þá þegar orðinn þrátt fyrir ungan aldur. Hann var svo valin í landsliðið gegn Norðmönnum í öðrum Iandsleik Islands, sem fram fór á Melavellinum sumarið 1947. Vorið 1947 var Albert Guð- mundsson ráðinn þjálfari til Akraness, en hann hafði áður verið þjálfari liðsins, árið 1942. Albert hleypti miklu fjöri í knatt- spyrnuna, en þrátt fyrir það gekk dæmið ekki upp, því í íslands- mótinu, þar sem Skagamenn voru einir félaga utan af Iandi auk Reykjavíkufélaganna, Fram, KR, Vals og Víkings, náðist að- eins eitt jafntefli 1-1 við Víking, en hinir leikirnir töpðust, gegn Val 0-4, KR 1-4 og naumt tap 1- 2 gegn Fram, sem varð Islands- meistari 1947, með Ríkarð Jóns- son sem aðalmarkaskorara. Þátttöku hætt Árið 1948 var enn tekið þátt í íslandsmótinu og sem fyrr voru Skagamenn einir félaga utan af landi. Það tókst ekki vel til að þessu sinni, því þegar mótið var hálfnað og eftir 1-3 tap gegn Fram og 0-3 tap gegn Val, hættu þeir keppni í mótinu. Ástæða þess var ekki slakt gengi liðsins. Margir leikmanna gátu ekki sinnt æfingum og Ieikjum vegna at- vinnu sinnar, en nokkrir þeirra voru t.d. sjómenn, þannig að það var einfaldlega ekki til nægur mannskapur í lið. Viðunandi árangur Vorið 1949 leit þetta betur út og sem fyrr æfðu menn og léku knattspyrnu. Þrátt fyrir að ekki hafi vel tekist til árið áður, var ákveðið að vera með í íslands- mótinu. Sem fyrr voru Skaga- menn einir utanbæjarfélaga með í mótinu. Nú fóru þeir að veita andstæðingunum harðari keppni því þeir gerðu jafntelfli 3-3 við KR, og 0-0 gegn Val, en töpuðu 0-1 gegn Víking og 2-5 gegn Fram. Þarna voru komnir fram á sjónarsviðið nokkrir leikmenn úr 2. flokk, sem áttu eftir að skrá nafn sitt í knattspyrnusöguna, menn eins og Þórður Þórðarson, Pétur Georgsson, Guðjón Finn- bogason, Sveinn Teitsson, Dag- bjartur Hannesson o.fl. í hópi þeirra hestu Menn litu því björtum augum til íslandsmótsins 1950 og sem fyrr voru bara 5 lið með í mótinu. Æft var vel undir stjórn Ólafs Vil- hjálmssonar, sem einnig var leik- maður. Hann var einn af þessum traustu og sterku varnarmönn- um, sem skilaði sínu hlutverki í hverjum leik, en af einhveijum ástæðum hlaut hann aldrei þá viðurkenningu sem hann átti skilið. Mér er þetta ár sérstaklega minnisstætt, Jjví þá komum við Donni (Halldór Sigurbjörnsson) báðir inní liðið 17 ára gamlir og höfðum árið áður leikið í 3. flok- ki. Liðið var sambland af ungum mönnum, sem var að byija sinn feril og nokkrum, sem voru komnir að því að hætta, eins og .t.d. bakverðirnir ÓIi Örn Ólafs- son og Halldór V. Sigurðsson fyrrum ríkisendurskoðandi, en þetta var síðasta keppnisár þeir- ra. Mótið var sett með viðhöfn, því öll liðin gengu fylktu liði inná völlinn, stilltu sér upp fyrir fram- an stúkuna, þar sem formaður KSÍ setti það með ávarpi. Þetta var allt mjög hátíðlegt. Eg man að ég var mjög taugaóstyrkur, því ég átti að fara að leika minn fyrs- Halldór S/gurbjörnsson (DonniJ byrjaði 17 ára I meistaraflokki. Hann var afburða fiinkur með knöttinn og lék andstæðinga sína oft grátt. ta leik í meistaraflokki á sjálfum Melavellinum og það gegn ís- landsmeisturum Fram, með þá Ríkarð Jónsson og Lárus Hall- björnsson, sem aðal markaskor- ara. Já, þetta var stór stund fyrir okkur Donna, sem báðir voru ný- liðar. Skagamenn vöktu mikia at- hygli í þessum fyrsta leik, því skemmst er frá því að segja að þeir höfðum f fullu tré við Fram- ara og úrslitin urðu 0-0 jafntefli, sem enginn átti von á og allra síst við leikmenn Skagamanna. Næsta viðureign var gegn Val, en þeim leik lauk með jafntefli 2- Ólafur Vilhjálmsson var atkvæðamikill í knattspyrnumálum Skagamanna, bæði sem stjórnarmaður i knattspyrnuráði, þjálfari og einn traustasti leikmaður liðsins. 2. Þá kom að leiknum gegn Vík- ing. Menn vonuðust eftir sigri, því Víkingar voru taldir slakastir Reykjavíkurfélaganna á þessum árum. En Víkingar með Bjarna Guðnason og fleiri kappa, gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn 4-3 og man ég eftir að síðasta mark þeirra var slysalegt, svo ekki sé meira sagt, því ég sló knöttinn í eigið mark eftir hornspyrnu. Síð- asti leikurinn var svo við sterkt lið KR og lauk honum með jafn- tefli 1-1. Þetta var besti árangur sem Skagamenn höfðu náð í ís- landsmótinu. Þótt ekki tækist að \inna leik, hafnaði liðið í 3. sæti og menn því fullir bjartsýni á framtíðina. Minnisstæð sjóferð Það er gaman að rifja það upp, að árunum fyrir 1950 fór liðið tií leikja í íslandsmótinu með fiski- bátum. Fenginn var einhver fiski- bátur, sem lagði af stað frá Akra- nesi síðari hluta dags með Iiðið og Qölda áhorfenda sem venju- lega fylgdu því til leikja. Síðan var siglt til Akraness að loknum leik skömmu fyrir miðnætti. Mér er minnisstæð ein lík ferð á leik og trúlega hefur það verið fyrripart sumars 1946, að lagt var af stað til Reykjavíkur með fiski- bát, sem var rúmlega 30 lestir. Ferðin til Reykjavíkur gekk sinn vanagang og að loknum Ieik var lagt af stað frá Reykjavík um kl. 23.30 í blíðskapar veðri. Logn var og sléttur sjór. Þegar komið var út úr höfninni í Reykjavík var komin svarta þoka, en stefnan tekin á Akranes. Innanborðs voru leikmenn Skagamanna og fjöld- inn allur af fólki, trúlega 50-60 manns, sem höfðu verið að fylgj- ast með leiknum, karlar og konur á öllum aldri, auk nokkurra ung- linga. Mig minnir að þessir bátar hafi verið tæpa eina og hálfa klukkustund á leiðinni milli Akraness og Reykjavíkur. Ahöfn bátsins að þessu sinni var skip- stjóri og vélstjóri. Engin talstöð var í bátnun né dýptarmælir og engin siglingatæki önnur en kompás svo ekki sé talað um björgunartæki af neinu tagi. Eftir venjulegan siglingartíma bólaði ekkert á Akranesi og mönnum fór nú að verða ljóst, að eitthvað hefði bátinn borið af leið. Þokan gerðist svartari, svo vart sást útfyrir borðstokkin. Var nú slóað og menn reyndu að átta sig á hlutunum. Síðla nætur komu menn að baujum rauð- maganeta og voru nokkrar þeirra teknar upp og skoðaðar, ef ske kynni að menn áttuðu sig á því hver ætti þær. En allt kom fyrir ekki. Síðan gerist það að bátur- inn strandaði og lagðist á bak- borðhliðina. Mönnum fannst sem hann hefði tekið niðri að aft- an. Því voru allir kallaðir frammí. Það ráð dugði, því báturinn Iosn- aði og áfram var dólað í óviss- unni. Til þess að átta sig á dýp- inu, var lóðað með snæri, sem þungur hlutur var bundinn í end- an á. Þá fannst um borð gamall og ryðgaður þokulúður. I hann var nú blásið allt hvað af tók og efnt var til keppni um hver gæti blásið lengst í hann í einu. Nótt- in leið og um morgunin, laust eftir kl. 8 fékkst loks svar úr landi, er starfsmenn í slippnum hjá Þorgeir og Ellert heyrðu í lúðrinum og svöruðu með því að kalla. Var báturinn þá kominn norður fyrir Akranes. Menn úr slippnum komu síðan á trillu og lóðsuðu bátinn að bryggju á Akranesi, en þangað var komið laust eftir kl. 9 um morguninn. Voru menn fegnir komunni til Akranes, sem von var eftir rúm- lega 9 tíma ferðalag frá Reykja- vík. Ekki man ég eftir að hafi áttað sig á því hvar bátinn tók niður, en ýmsar getgátur voru um það. Eins minnist ég þess ekki, að neinar ráðstafanir hafi verið gerðar til að grennslast fyrir um ferðir bátsins. Mér er nær að halda að menn hafi haldið, að hann ekki lagt frá Reykjavík um- rætt kvöld. Oft hefur mér dottið í hug þessi sjóferð þegar ég heyri að sendir eru út leitarflokkar eft- ir einni ijúpnaskyttu, sem ekki hefur skilað sér til byggða, svona klukkutíma eftir áætlaðan tfma. íslandsmótið var sett með viðhöfn. Myndin er frá árínu 1952. Liðin stilltu sér upp fyrir framan stúkuna á gamla Melavell/num og hlýddu á Jón Sigurðsson form. KSÍ setja mótið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.