Dagur - 01.11.1997, Qupperneq 1
Blondal beygð-
ur af Davíd
„Nú er Blöndal beygður/og bældur í sínu fleti/toginn er og teygður/týndur á IntemetiÞessar hendingar mátti heyra við Alþingishúsið igær hjá
einum mótmælendanna sem afhentu ráðherra undirskriftalista gegn gjaldskrárhækkunum Pósts-og sima. mynd eúl
Forráðamenn Pósts og
síma hafa ákveðið að
hækka staðarsímtöl
niinna en til stóð, eft-
ir kröftug mótmæli
margra laiidsmaima
og tiltal forsætisráð-
herra.
Samgönguráðherra og ráðamenn
Pósts og síma voru í gær neyddir
til að draga í land og hækkar
gjaldskrá innanlands símtala
minna en áður hafði verið boðað.
Landið verður allt að einu gjald-
svæði í dag og áður boðuð gjald-
skrá tekur gildi. Mínútan í inn-
anlandssímtali kostar þá 1,99
krónur. Það verður þó ekki lengi,
því taxtinn verður lækkaður í
1,56 á mínútu innan skamms.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
kallaði Halldór Blöndal sam-
gönguráðherra og forstjóra og
stjórnarformann Pósts og síma á
teppið í gær. I framhaldi af því
hélt samgönguráðherra blaða-
mannafund og tilkynnti að nýju
gjaldskránni yrði breytt. Halldór
sagði að ákveðið hefði verið að
samræma gjaldskrána innan-
lands og sú breyting yrði að stan-
da undir sér. Hinsvegar yrði
hækkun á staðarsímtölum ekki
látin greiða kostnaðinn við veru-
Iega lækkun á símtölum til út-
Ianda. Þau eiga að Iækka um rúm
22% og það kostar 380 milljónir
og verður tekið af hagnaði Pósts
og síma.
Djðrf tilraim
Halldór sagði að þetta væri „djörf
tilraun" og hann og forsvars-
menn Pósts og síma vildu með
þessu koma til móts við kröfur
fólksins, en gjaldskrárhækkunum
hefur verið kröftuglega mótmælt
víða, m.a. á útifundi á Ingólfs-
torgi í gær. Það vekur hins vegar
athygli að þessi vilji ráðamanna
fyrirtækisins kom ekki fram fyrr
en eftir að forsætisráðherra hafði
kallað þá á sinn fund til að út-
skýra málið. Dagur spurði sam-
gönguráðherra hvort það hefðu
verið mótmælin eða fundurinn
með Davíð sem hefðu fengið
hann til að skipta um skoðun.
„Þessi ákvörðun er tekin vegna
þess að við teljum að rök séu fyr-
ir þessum breytingum. Það er
auðvitað pólitísk ákvörðun að
taka þá áhættu sem hér er tekin.“
Forsendui kynntar
Ráðherra boðaði að forsendur
gjaldskrárbreytinganna yrðu
kynntar á næstunni og tók fram
að hann efaðist ekki um að þær
væru réttar. Þessi stefnubreyting
vekur óneitanlega athygli því
Halldór sagði í Degi í fyrradag að
forsendurnar væru viðskipta-
Ieyndarmál og það myndi skaða
hagsmuni fyrirtækisins og þjóð-
arinnar að gefa þær upp.
Ólafur Ragnar Ólafsson, fram-
kvæmdstjóri Ægis, afhenti sam-
gönguráðherra í gær mótmæli
netverja gegn hækkun símgjald-
a.nna. Hann er ekki sáttur við
boðaðar breytingar. „Eg þarf að
skoða þetta nákvæmlega, en ég
tel að þeir hefðu getað gengið
lengra. Þeir eru að fela eitthvað."
FÞG/vj
Sjd pólitt'sk viðbrögð bls. 3
Þorsteinn Jónsson.
Bætiir fyrir
bíósýningar
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
dæmt Þorsteini Jónssyni kvik-
myndagerðarmanni 400 þúsund
króna bætur úr ríkissjóði vegna
sýninga á kvikmyndunum Atóm-
stöðin og Punktur punktur
komma strik. Þetta getur þó vart
talist sigur fyrir Þorstein, þvf
hann fór fram á að sér yrði
greidd skuld upp á 5,4 milljónir
króna.
Kvikmyndafélagið Óðinn
framleiddi myndirnar, en félagið
varð gjaldþrota. Þorsteinn
keypti höfundar- og sýningar-
réttinn og gerði samning við rík-
ið um sýningar á myndunum.
Samningurinn rann síðan út, en
ríkið hélt áfram að Ieigja út og
sýna myndirnar og neitaði að
borga. Samningar tókust ekki og
því höfðaði Þorsteinn mál með
ofangreindri kröfu. -FGÞ
Ólöglegur
hreppa-
fLutnmgur
Hæstiréttur hefur dæmt til-
kynningu oddvita Fljótsdals-
hrepps til Hagstofunnar um
breytt aðsetur Harðar G. Ing-
ólfssonar dauða og ómerkaOdd-
vitinn tilkynnti Hagstofunni að
Hörður væri fluttur til Reykja-
víkur í júní í fyrra og var hann
skráður óstaðsettur í hús f
Reykjavík. Hörður hélt því hins
vegar fram að hann hefði leigt
að Núpi I í hreppnum og haft
þar sitt lögheimili, en hann var
borinn þaðan út í september
1996.
Hæstiréttur taldi sannað að
Hörður hefði átt lögheimili að
Núpi þegar tilkynning um flutn-
ing hans var send Hagstofunni
og ekkert hefði komið fram sem
styddi fullyrðingar Fljótshlíðar-
hrepps um annað. Hreppnum
var gert að greiða Herði 80 þús-
und krónur í málskostnað og til-
kynningin dæmd dauð og
ómerk.
Alfa Laval
Varmaskiptar
SINDRI
-sterkur í verki
BORGARTUNl 31 • SIMI 552 7222 • BREFASIMI 562 1024
Kjör
eldri boigara
bls. 8-9