Dagur - 01.11.1997, Side 3
ro^tr
LAUGARDAGUR 1 . N Ó V E M B F. R 1997 - 3
FRÉTTIR
Vbeyíia Halldors
Forsætisráðherra
gegn gjaldskrárhækk-
un hjá Pósti og síma.
Stjómarandstæðingar
segja Halldór heygð-
an, formaður sam-
göngunefndar talar
um skynsamlega
ákvörðun.
Breyting verður á áður boðaðri
gjaldskrá Pósts og síma. Þetta
kom fram í máli forsætisráð-
herra, Davíðs Oddssonar, eftir
fund með forsvarsmönnum fyrir-
tækisins og Halldóri Blöndal
samgönguráðherra. Þjóðfélagið
hefur mótmælt gjaldhækkunum
á símtölum innanlands með
ýmsum hætti að undanförnu en
samgönguráðherra hefur staðið
með vilja Pósts og síma í hví-
vetna og hvergi látið sig. I gær
kallaði forsætisráðherra hann til
sín og upplýsti eftir fundinn að
við yrði ekki unað.
„Þetta er ekki í fyrsta skipti
sem Davíð tekur sína fagráð-
herra og snýr þá niður í duftið.
Friðrik hefur lent í þessari með-
höndlun og fleiri flokksbræður
hans. Meginat-
riðið er að gjald-
skrárbreyting
P&S og viðhorfin
þar á bæ hafa
vakið svo hörð
mótmæli í þjóð-
félaginu að odd-
viti ríkisstjómar-
innar hefur áttað
sig á að draga
þurfi í land. Við
jafnaðarmenn
munum reka
þennan flótta og
athuga hvort
raunveruleg
breyting verður á
gjaldskránni en
ekki bara ein-
hveijir plástrar,"
segir Guðmund-
ur Árni Stefáns-
son, þingmaður
jafnaðarmanna,
sem situr í sam-
göngunefnd Alþingis. Formaður
samgöngunefndar, Einar K.
Guðfinnsson sagðist ekki hafa
forsendur til að dæma um hvað
hefði farið á milli Halldórs og
Davíðs en vildi ekki kannast við
að Halldór hafi verið á villigöt-
um. „Hann var einfaldlega að
framfylgja ákvörðun Alþingis um
eitt gjaldskrársvæði og hafi hann
komist að því að einhverjir gallar
hafi verið á útfærslunni var ekki
nema sjálfsagt að leiðrétta þá,“
sagði Einar. Aðspurður hvort það
væri ekki sérkennilegt að Hall-
dór þyrfti hjálp Davíðs til að
finna slíka útfærslugalla, sagðist
Einar ekki vilja um það segja
enda aðalatriðið að að ná syn-
samlegri niðurstöðu. Einar
kvaðst ekki hafa
trú á að þetta
mál myndi skaða
pólitíska stöðu
Halldórs í
flokknum eða
ríkisstjórn. Hall-
dór hafi haft for-
göngu um form-
breytinguna á
Pósti og síma,
breytingu sem
sé nú að skila
sér til almenn-
ings í formi
lægri gjaldskrár.
Þvættingur og
vitleysa
Póstur og sími
beitti ekki í
fyrsta skipti fyrir
sig upplýsinga-
leynd í þessu til-
viki. Minna má
á þegar fyrirtæk-
ið neitaði þingmönnum um upp-
lýsingar á launakjörum æðstu
embættismanna. Guðmundur
Arni segist verða fyrsti flutnings-
maður nýs frumvarps um hluta-
félög og ársreikninga sem lagt
verður fram á þingi nk. mánu-
dag. Það varðar málefni hlutafé-
laga í eigu ríkisins, 50% eða
meira og segir að þau skuli telj-
ast opinber. „Þar með hefur ráð-
herra þess málafokks upplýs-
ingaskyldu gagnvart spurningum
þingmanna sem gulltryggir að
þvættingurinn og vitleysan nú
geti ekki endurtekið sig. Að öðru
leyti vil ég sem minnst segja um
framgöngu samgönguráðherra.
Hún er gjörsamlega út í hött,“
segir Guðmundur.
Sítninn á að opna sig
Mér er óhætt að segja að það er
algjörlega mín skoðun að það sé
ekki í þágu Pósts og síma að
veita ekki gleggri upplýsingar en
þeir hafa gert,“ sagði Davíð
Oddsson forsætisráðherra í sam-
tali við blaðið í gær. Dagur
spurði Davíð hvort ekkert hefði
verið aðhafst innan ríkisstjórnar-
innar ef hann hefði ekki haft
frumkvæði að málinu. „Það skal
ég ekki um segja,“ svaraði Davíð.
Hann vildi ekki meta strax hvort
fyrirhuguð breyting gjaldskrár-
hækkunarinnar hefði þýtt aukn-
ar tekjur fyrir P&S. „Við skulum
sjá hvernig málið verður þegar
allt er komið á yfirborðið og
ákvörðun liggur fyrir, en við telj-
um nauðsynlegt að almenningur
fái allar forsendur P&S í þessu
máli í gegnum fjölmiðla,“ sagði
forsætisráðherra. Bþ/fþg
Pólfararnir taka hér við stuðningi frá versiuninni Útilíf í Glæsibæ í gær þegar þeir gerðu formlega heyrinkunnugt um för sfna. Ferðin er að
öðrum þræði farin til styrktar fötiuðum íþróttamönnum. mynd: hilmar
Suðurpólmn í stöð-
ugum mótvtndl
Ólafur Öm Haralds-
son, Haraldur Öm
Ólafsson og Ingþór
Bjamason leggja í
hann á Suðurpólinn
og mun ferðalagið
taka tvo mánuði.
Ingþór Bjarnason segir að ferð
þeirra félaga á Suðurpólinn hafi
verið í undirbúningi síðastliðinn
tvö ár. Ólafur Örn og hann
gengu yfir Grænlandsjökul fyrir
fjórum árum síðan, en sú leið er
600 km eða helmingi styttri en
ferðin á Suðurpólinn.
Nú vorar á Suðurskautinu og
sagði Ingþór að frostið yrði á bil-
inu -15 til -40 stig, en það hefur
mælst -89 að vetrinum. Hann
segir þá félaga vel útbúna og þeir
hafi notið góðrar ráðgjafar sem
og stuðnings fyrirtækja hér á
landi. Engar birgðastöðvar verða
á leiðinni og færið er svipað því
og að ganga í sandi, auk þess
sem þeir geta búist við sköflum á
Ieiðinni. Gengið verður í nokkuð
stöðugum mótvindi.
Þeir hafa með sér búnað, þan-
nig að hægt verður að fylgjast
með för þeirra, auk þess sem
neyðarsendir er með í för. Upp-
lýsingar um hvernig ferðin geng-
ur verður hægt að nálgast á
Internetinu.
Innipúkar spyija sig hvað fái
menn til að leggja á sig langa og
erfiða göngu í grimmdar frosti.
Ingþór segir það vera ævintýra-
þrá sem knýi menn áfram til að
takast á við sífellt stærri verk-
efni, auk þess sem þeir styrki
íþróttasamband fatlaðra með
áheitum í ferðinni. Hann segir
að þeir séu enn ekki farnir að
huga að ferð á Norðurpólinn, en
vill ekki útiloka neitt í þvf sam-
bandi. — HH
Vantar fólk í vinnu
Atvinnurekendur vantar rúmlega 500 manns í vinnu, samkvæmt at-
vinnukönnun Þjóðhagsstofnunar í september og hefur eftirspurn
efstir vinnuafli ekki verið jafnmikil í 6 ár. Eftirspurnin er mest eftir
fólki í þjónustu og iðnaði, en helst að menn vilji fækka starfsfólki á
sjúkrahúsum.
Atvinnurekendur á höfuðborgarsvæðinu telja æskilegt að íjölga
starfsfólki um 330 og á landsbyggðinni vilja atvinnurekendur Ijölga
um rúmlega 200 manns.
Pétur Maack framkvæmdastjóri Loft-
ferðaeftirlitsius
Pétur K. Maack, verkfræðiprófessor, hefur ver-
ið settur framkvæmdastjóri Loftferðaeftirlits
Flugmálastjórnar. Pétur er tæplega fimmtugur
doktor í iðnaðarverkfræði frá Tækniháskólan-
um í Kaupmannahöfn. Hann hefur undanfarið
starfað hjá Iðntæknistofnun og við verkfærði-
deild Háskóla Islands.
Pétri er einkum ætlað að huga að gæðastjórn-
un loftferðaeftirlits og hjá Flugmálastjórn sem
stofnun. Hann hefur fengið ársleyfi frá Háskól-
anum, en mun annast nokkra kennslu þar
áfram.
Vilja vera í Sjómanna-
skólahúsinu
Kennarafélag Vélskólans tekur undir mótmæli gegn flutningi Stýri-
manna- og Vélskólans að Höfðabakka í Reykjavík. Mennta-
málaráðuneytið hefur lagt til að skólarnir verði báðir fluttir þangað,
en það hefur mætt harðri mótspyrnu víða. Kennarar í Vélskólanum
segja tillöguna „ósvinnu" og segja m.a. Ijóst að ekki sé verið að flytja
skólana í hentugra húsnæði, né verið að efla starfsemi þeirra, heldur
sé einungis verið að rýma fyrir annarri starfsemi.“ Þá segir í ályktun
kennarafélagsins að talað hafi verið af lítilsvirðingu um að tilfinning-
ar megi ekld hafa áhrif á ákvörðun sem þessa en „Kennarar skólans
bera hlýjan hug til Sjómannaskólahússins... Við lítum svo á að Sjó-
mannaskólahúsið, sem kennslustaður fyrir sjómenn, sé hluti af sögu
þjóðarinnar og fastur punktur í tilveru hennar. Og það má spyija:
Hvað er saga þjóðar án tilfinninga?"
Pétur K Maack nýr fram-
kvæmdastjórí Loftferðaeftir-
iitsins.