Dagur - 01.11.1997, Qupperneq 6
6- LAUGARDAGUR l.NÓVEMBER 1997
rDgptr
ÞJÓÐMÁL
Utgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Slmar:
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargjald m. vsk.:
Lausasöluverð:
Grænt númer:
Símbréf auglýsingadeildar:
Símbréf ritstjórnar:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
STEFÁN JÓN HAFSTEIN
ELfAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
STRANDGÖRU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
ritstjori@dagur.is
1.680 KR. Á MÁNUÐI
150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ
800 7080
460 6161
460 6171 (AKUREYRi) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Framtak unga fólksms
í fyrsta lagi
Ungt fólk í Grósku fer um landið þessa dagana og kynnir bar-
áttu sína fyrir samfylkingu félagshyggjufólks við næstu Al-
þingiskosningar. I málefnayfirlýsingu samtakanna er lögð
áhersla á ríflega tvo tugi stefnumála sem þau vilja að sam-
staða náist um. Sumt á þessum óskalista er svo almennt að
undir það geta vafalaust flestir skrifað, en um annað eru
skiptar skoðanir innan þeirra flokka sem fylkja á saman. Það
er líka eftir að útfæra þessi stefnumál efnislega og útskýra
hvernig eigi að framkvæma þau.
í öðru lagi
Það er ánægjulegt að ungt fólk skuli beita sér fyrir umræðu af
þessu tagi og ýta á eldri kynslóðina að endurskoða það flokka-
kerfi sem ráðið hefur ríkjum í íslenskum stjórnmálum mestan
hluta þessarar aldar. Forystumenn í Alþýðuflokki og Alþýðu-
bandalagi hafa lýst fullum vilja til þess að ræða saman um
náið samstarf. Skemmtilegt dæmi þar um var sú staðreynd að
forystumenn úr báðum flokkunum skrifuðu sameiginlega
grein í Dag á fimmtudaginn um samfylkingarmálin og þær
málefnaviðræður sem framundan eru og hvöttu um leið unga
fólkið til dáða.
íþriðjalagi
Ljóst er að A-flokkarnir munu víða bjóða fram sameiginlega í
stærstu bæjarfélögum landsins næsta vor - sums staðar með
þátttöku Kvennalistans og fleiri hópa - og Framsóknarflokks-
ins í höfuðborginni. Hins vegar er enn mun óvissara hvort
víðtækt samkomulag næst um samfylkingu vinstri manna fyr-
ir næstu þingkosningar. Það mun væntanlega ráðast af við-
ræðum fulltrúa flokkanna um málefnin, auk þess sem úrslit
bæjarstjórnarkosninganna geta haft mikil áhrif á framvind-
una. Sagan sýnir að þrátt fyrir yfirlýstan vilja um sameiningu
félagshyggjufólksins hefur þeirri skútu yfirleitt verið siglt í
strand þegar þingkosningar nálgast. Framtak unga fólksins í
Grósku er virðingarverð tilraun til að reyna að koma í veg fyr-
ir að sú saga endurtaki sig.
Elías Snæland Jónsson.
Tveir dagar
tiljóla
Garri er mikið jólabarn. Hann
fær stjörnur í augun eftir
verslunarmannahelgi ár
hvert, fer að búa til jólapoka
og sauma út engla í hördúk
undir jólatréð; þá sönglar
Garri „Litla jólabarn" þegar
aðrir landsmenn reyna að átta
sig á því hvort þjóðhátíðarlag-
ið í Eyjum sé jafn leiðinlegt
og það sem var í
fyrra.
Þegar lands-
menn taka slát-
ur þá er Garri
að skrifa jóla-
kort, á síðkvöld-
um ómar Bet-
Iehemstjarnan
með Ólöfu Kol-
brúnu Harðar-
dóttur og Garri
sker út laufa-
brauð. Garri
tekur undir með
gömlu spólunni
sinni frá SG-
hljómplötum,
sem hann tekur
alltaf fram þegar
fyrstu réttir
hefjast: „I dag er
glatt t' döprum hjörtum" ómar
í sjónvarpsholinu hjá Garra.
Og hann tárast.
Þegar alþingismenn steðja
prúðbúnir til þings er Garri á
fullu blússi að klastra saman
piparkökuhúsi. Undir stefnu-
ræðu forsætisráðherra er
Garri orðinn rallhálfur af
glöggi og syngur „Ég sá
mömmu kyssa jólasvein".
Marsípankonfektið fær svo
fallegan gljáa þegar stjórnar-
andstaðan málar skrattann á
vegginn.
„O litla jólatré" með Krist-
V _____________________________
ínu LiIIendal er fastur liður á
heimili Garra þegar ójólalegir
landsmenn fara í haustlita-
ferð í Vaglaskóg eða Þórs-
mörk. Garri verður klökkur á
meðan hann pakkar inn gjöf-
um, sníður borða og dregur
fram gamla jólasveina sem
margar dýrmætar
bernskuminningar eru tengd-
ar. Októberfest
heima hjá Garra
er þrungið
hangikjötsilmi,
negulnaglaseyð
og frómasið
stífnar.
Og Garri
skrifar kort í all-
ar áttir og send-
ir vinum og
kunningjum
sem staddir eru
í helgarferðum
erlendis: „Gleði-
leg jól!“
Savanna tríóið
með „Kááátt er
á jólunum"
meðan maður
situr af sér
þennan ör-
þreytta einslds nýta mánuð
sem í gær var loksins liðinn.
Og það er ekki fyrr en fyrsta
nóvember að Garra finnst
hann vera hluti af þjóðlífinu,
eða þjóðlifið sé orðið hluti af
Garra. Kertin loga í krans,
englaraddir syngja og Jesú-
barnið Iiggur í jötu Garra í
dag, því það er einsog allir
kaupmenn vita ekki ráð nema
í tíma sé tekið: í dag eru að-
eins tveir dagar til jóla. Tveir
útborgunardagar. GARRI.
Sigurvegarar óskast
ÁSGEIR
HANNES
T '2*$ 08j EIRÍKSSON
SKRIFAR
Aðdragandi kosninga til borgar-
stjórnar í Reykjavík á næsta ári
er hafinn og bráðum hálfnaður.
Ihaldið hefur skilið sauðina frá
höfrunum í flokkshestaprófkjöri
og meirihluti flokksmanna lét
prófkjörið liggja á milli hluta.
Úrslitin eru því ekki bindandi og
eigendur Sjálfstæðisflokksins
geta ráðskast með frambjóðend-
ur á D listanum eftir eigin
höfði. Að því Ieyti er prófkjörið
stórvel heppnað flokkseigenda-
prófkjör og flokkseigendafélag-
inu hefur alltaf verið illa við of
mikið lífsmark í flokknum sfn-
um. Úrslit prófkjörins eru
hefðbundin að vanda. Erfða-
prins flokksformanns úr Eyjum
hlaut sína rússnesku kosningu
eins og lög gera ráð fyrir og hátt
á annað hundrað prósent at-
kvæða. Konur kusu ekki konur
og ungt fólk kaus ekki ungt fólk.
Karlar, konur og ungt fólk kaus
gamlar karlrembur eins og
venjulega. Eða eins og erfða-
prinsinn úr Eyjum sagði í frétt-
um þó hann meinti líldega eitt-
hvað allt annað: - Sjálfstæðis-
flokkurinn skiptist ekki lengur í
konur og karla heldur í ungt fólk
og gamalt fólk og listinn er sigur
unga fólksins! Og auðvitað
stóðu ungu sigurvegararnir upp
fyrir gamla fólkinu eins og kurt-
eis börn í strætó.
Einu gildir hvernig flokkseig-
endur velta listanum á milli
handa sér og hann verður seint
hnoðaður til sigurs að óbreyttu.
Þó kjósendur séu taldir þjást af
pólitísku minnisleysi hafa Reyk-
víkingar ekki gleymt úrslitum
síðustu byggðakosninga. Sama
fólkið Ieiðir nú D listann og tap-
aði þá fyrir R listanum og Iistinn
verður því ekki leiddur af sigur-
vegurum heldur hinum sigruðu.
Allir gömlu borgarfulltrúarnir
sem nú óska eftir endurkjöri
voru sigraðir í síðustu kosning-
um. Sjálfstæðisflokkurinn getur
alveg eins sótt gamla og þreytta
borgarstjórann sinn frá ósigrin-
um ’78 niður í Seðlabanka og
dubbað upp í fyrsta sætið.
Að einu leyti hafa kjósendur í
prófkjörinu rétt fyrir sér. Kven-
semi er ekki í loftinu fyrir kosn-
ingarnar frekar en fyrir forseta-
kjörið i fyrra og frú Vigdís Finn-
bogadóttir var þá ekki endurtek-
in þrátt fyrir tilraunir. Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir er nú þegar
við stjórnvölinn í Reykjavík og
kjósendur sem vilja konu í borg-
arstjórastólnum veðja á R lista
frekar en freista gæfunnar á D
lista. Aðeins firnasterk karl-
remba getur ógnað goðsögninni
Ingibjörgu Sólrúnu og sá karl-
peningur er ekki fyrir hendi hjá
Sjalianum. Stelpan ofan af
Skipaskaga átti því ekki erindi
sem erfiði á mölinni í þetta sinn.
Reykvíkingurinn í Sjálfstæðis-
flokknum hafnaði hins vegar í
öðru sæti prófkjörsins.
I svo vonlausri stöðu verður
að finna djarfar lausnir og halda
hinum sigruðu til hlés við kosn-
ingabaráttuna. Ungur bílasali
náði íjórða sæti prófkjörsins og
á honum eru engin þreytumerki.
Maður úr einkarekstri hefur
ekki setið í borgarstjórn fyrir
Sjallann síðan Albert heitinn
Guðmundsson var og hét. Bíla-
salinn á rætur í menningarlífi
borgarinnar á sama hátt og Al-
bert tengdist íþróttum. Kjör-
nefnd á tvo leiki á borði: Annað
hvort að finna listanum nýja for-
ystusveit eða mynda oddaflug
með syngjandi bílasalann í
broddi fylkingar og útvarpsstjór-
ann og blaðamanninn úr sjö-
unda og áttunda sæti siglandi í
kjölfarið. Strákarmir tveir eru
með urrandi pólitískan metnað
og nokkra reynslu en allir þrír
eru sigurvegarar og hafa ekki
ennþá beðið ósigur á þessum
vígstöðvum. Ef þremenningarnir
tækju framboðið föstum tökum
og lærðu heimadæmin sín fyrir
kosningar gætu þeir staðið yfir
höfuðsvörðum R listans á kjör-
dag.
svauraö
Erujólaauglýsingar of
snemma áferðinni hjá
kaupmönnum í ár?
Sólveig Ólafsdóttir
Jfamkvæmdastjóri Sambands ís-
lenskra auglýsingastofa.
Samband
íslenskra
auglýsinga-
stofa hefur
enga skoðun
eða stefnu i
þessu og
þetta truflar
mig ekki
persónulega. En ég varð svolítið
hissa á því að bæklingar með
jólaauglýsingum skyldu berast
mér í október. Hinsvegar skil ég
vel að kaupmenn þurfi að koma
jólavörum á framfæri í nóvem-
ber.
Jón Ellert Lárusson
kaupmaður í Bókvali á Akureyri.
Ég veit að
þetta stuðar
suma, en við
kaupmenn á
Akureyri
höfum reynt
að stilla
þessu í hóf.
Erlendis
bytja þessar auglýsingar miklu
fyrr en hér. Og þeir siðir, sem
eru ríkjandi erlendis, hljóta fyrr
eða sfðar að koma hingað til
lands.
Magnús L. Sveinsson
fonnaður Verslunarmannafélags
Reykjavíkur.
Nei, það
held ég eldd.
Kaupmenn
hér eru í
samkeppni
við kaup-
menn er-
lendis og
talað er um
að fólk geri einhver innkaup í
ferðum t.d. til Bretlandseyja, þó
ég haldi að slíkt fari minnkandi.
Ef íslenskir kaupmenn vilja
standast erlenda samkeppni er
nauðsynlegt að Iáta neytendur
vita hvað hérlendis er á boðstól-
um þannig að þeir hafi saman-
burð á verði og vöruúrvali.
Sr. Jón Helgi Þórarinsson
prestur í Langlwltskirkju í Reykjavtk.
Já, mér
finnst of
snemmt og
ótímabært
að vitna til
jólanna í
auglýsingum
í októberlok
og þegar
jólaskraut má sjá í búðarglugg-
um. Ég vil hvetja kaupmenn og
almenning til að taka jólin ekki
út fyrirfram, en hafa undirbún-
ing í hófi. Mér finnst að Þjóð-
kirkjan eigi að minna á þau gildi
sem skipta máli; á boðskap Jesú
Krists og ekki síst að hvetja fjöl-
skyldur til að undirbúa komu
jólanna saman og gefa börnun-
um góða tíma.