Dagur - 05.11.1997, Qupperneq 1

Dagur - 05.11.1997, Qupperneq 1
Verð ílausasölu 150 kr. 80. og 81. árgangur - 209. tölublað Boðar enn híekkun á staðarsímtöliun StjómarformaðiLr Pósts og síma segir það stefnu fyrirtæk- isins að hækka verð á staðarsímtölum en lækka verð á lang- línusímtölum. Islenskir símnotendur geta bú- ist við að sú 20% hækkun á staðarsímtölum sem Póstur og sími segir að muni verða, þegar ný gjaldskrá tekur gildi á föstu- dag, sé einungis fyrsta skrefið í enn frekari hækkunum á næstu misserum. Stjórnarformaður fyrirtækisins, Pétur Reimars- son, boðar í samtali við Dag enn frekari hækkanir staðarsímtala á næstu misserum. „Okkar stefna er að útlendu símtölin muni halda áfram að lækka, en staðarsímtölin hækka á næstu árum,“ sagði Pétur. Hann segir þetta vera í samræmi við alþjóð- lega þróun. Samkvæmt upplýs- ingum stjórnarformannsins mun tekjumissir Pósts og síma eftir breytingarnar sem boðaðar voru eftir fund með Davíð Pétur Reimarsson. Neytendur geta átt von á enn frekari hækkunum staðar- símtala. Oddssyni á föstudag verða um 380 milljónir króna. Jóhann- es Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Neytendasamtakanna, gagnrýnir harðlega gjaldskrár- hækkanirnar og segir það sér- kennilegan leik að menn telji stórfelldar hækkanir í lagi, ein- ungis vegna þess að dregið hafi verið úr enn stórfelldari hækk- unum. Jóhannes gagnrýnir harðlega framgöngu Halldórs Blöndal samgönguráðherra. „Málflutningur Halldórs Blön- dal í liðinni viku var með þeim hætti að víða erlendis hefðu ráðherrar fokið,“ sagði Jóhann- es í samtali við Dag í gær. Utandagskrárumræða af lengri gerðinni fór fram á Al- þingi í gær og sættu Halldór og Póstur og sími þar líka mjög harðri gagnrýni. Málshefjandi var Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, þingflokki jafnaðar- manna, en það vakti sérstaka athygli að forseti þurfti að áminna ráðherra vegna þess að hann fór fjórum sinnum rangt með nafn þingmannsins í ræðu- stóli! Sjá ttarlega utnfjöllun á blað- síðum 8-9. Byggða- stomim á Krókmn Stjórn Byggðastofnunar sam- þykkti í gær að flytja þróunar- svið stofnunarinnar til Sauðár- króks. Starfsmenn þróunarsviðs Byggðastofnunar segja að ekkert samráð hafi verið haft við þá um flutninginn og ekki Ieitað eftir upplýsingum um verkefni þró- unarsviðsins, né hver áhrif flutningurinn hefði á þau. Starfsmenn undrast þessa ákvörðun. Kristinn H. Gunnarsson, stjórnarmaður í Byggðastofnun, segir þetta samhljóða ákvörðun stjórnar Byggðastofnunar. Hann segist líta svo á að þetta sé Iiður í að flytja stofnunina alla út á land. Hann segir að ef Byggða- stofnun geti ekki verið úti á Iandi, þá séu ekki margar stofn- anir sem þangað geti farið. Kristinn segir nokkuð um lið- ið síðan tillagan kom fram og starfsmönnum hefði verið kynnt þessi ákvörðun. Hann segir að á dagskrá á fundinum í gær hafi verið gert ráð fyrir greinargerð frá starfsmönnum, en hún hafi ekki komið fram. Hann segist telja þessa ákvörðun styrkja bæði stofnunina og Sauðárkrók. — HH Snjórinn er misjafnlega kærkominn mönnunum. Bílstjórar og bændur hafa verið að bölva honum síðustu daga en blessuð börnin kunna að meta hann. Á brekkunni á Akureyri voru krakkarnir komnir í snjókast og skemmtu sér konunglega. - MYND BfílNK Hallvarður Einvarðsson. Hallvaröur hættir Dómsmálaráðherra veitti í gær Hallvarði Einvarðssyni ríkissak- sóknara lausn frá störfum frá og með næstu áramótum. Hall- varður óskaði ekki sérstaklega eftir lausn frá embætti, en emb- ættið verður auglýst á næstu dögum. Oljóst hefur verið hvort ríkis- saksóknari gæti fengið lausn frá embætti við 65 ára aldur og haldið fullum kjörum, eins og gildir um hæstaréttardómara. Lagastofnun úrskurðaði í haust að svo væri og ákvörðun ráð- herrans byggist á því. Ríkissak- sóknari heldur fullum emb- ættislaunum til æviloka, en hann verður 66 ára í desember. W j Fjárhiuida- fflutabréfÍS t'kki kyrrsett bls. 8 9 Vnmmsltiptnr SINDRI | Alfa Laval ■sterkur í verki 1 • SÍMI 562 7222 • BRÉFASÍMI 562 1024

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.