Dagur - 05.11.1997, Side 5

Dagur - 05.11.1997, Side 5
X^T' MIÐVIKUDAGUR S.NÓVEMBER 1997 - S Aðeins 397 af 602 sjóðiun og stofnunum höfðu staðið skil á ársreikninguin til Ríldsendurskoðunar. Elsti sjóðurinn er frá 1662. Sjóðum fækk- ar. í ársbyrjun í fyrra höfðu aðeins 397 sjóðir og stofnanir af 602 staðið skil á ársreikningum til Ríkisendurskoðunar fyrir árið 1995. Þetta eru lakari skil en var að meðaltali á árunum 1991- 1994. Heildareignir þeirra skil- vísu námu 6,1 milljarði króna en skuldir 2,3 milljörðum króna. Tíu stærstu sjóðirnir voru með tæplega 40% af eignum og um 55% af heildartekjum. Ríkisendurskoðun telur koma til álita að birta skrá yfir þá sem ekki standa í skilum og jafnvel vísa málinu til frekari meðferðar hjá dómsmálaráðuneyti. Þá geta menn átt það á hættu að Iögregl- an rannsaki fjárreiður viðkom- andi sjóða og stofnana og taki einnig í sína vörslu skjöl og eign- ir og hafi umsjón með fjárvörslu. Sigurdi Þórðarsyni ríkisendurskoðanda er að bresta þolinmædi vegna óskiivísra sjóða og stofnana á ársreikningum. Hótar aö siga lögreglu á trassana. Stofnunin hyggst hinsvegar ekki fara með þá óskilvísu fyrir dóms- málaráðuneytið að svo stöddu, heldur reyna að fá lögboðin reikningsgögn með því að gefa trössunum einhvern frest. Þetta kemur fram í riti Ríkis- endurskoðunar um eftirlit með sjóðum og stofnunum sem starfa samkvæmt staðfestri skipulags- skrá. Þá fagnar stofnunin því að innan skamms er von á frum- varpi til laga um sjóði og sjálfs- eignarstofnanir sem stunda at- vinnurekstur. 560 sjóðir aflagðir I ritinu kemur fram að á síðustu árum hefur sjóðum fækkað tölu- vert í framhaldi af lögum sem heimila dómsmálaráðuneyti að leggja niður sjóði sem ekki áttu eignir sem námu að minnsta kosti 50 þúsund krónum. Þá hef- ur ráðuneytið beitt sér fyrir sam- einingu sjóða og stofnana þar sem það hefur átt við. Þetta hef- ur gert það að verkum að frá árs- byijun 1989 til ársloka í fyrra voru alls 560 sjóðir lagðir niður af 1168. A sama tímabili voru hinsvegar stofnaðir alls 147 nýir sjóðir. Elsti skráði sjóðurinn í sjóðaskrá er Reynislegat sem stofnaður var árið 1662. Margir þeirra sjóða sem enn eru við lýði eiga sér þó tæpast viðreisnar von. Um sl. áramót voru t.d. 52 sjóðir sem áttu minna en 100 þúsund krónur og 155 sjóðir sem áttu minna en 500 þúsund krónur. Þá eru margir sjóðir aðeins með vörslu- menn en engar stjórnir. Ríkis- endurskoðun telur einnig um- hugsunarvert hvort ekki eigi að hækka lágmarksstofnfé sjóða sem er 462 þúsund krónur. Stofnunin telur að sjóðir sem ekki eiga meira stofnfé og hafa ekki aðrar tekjur en ávöxtun þess séu ekki líklegir til stórræða. - GRH FRETTIR RíMsendtirskoðun hótar trössum í sjððakerfínu Vísar félags- stuldi á hug Vistrými eftir kjördæmum 1996 fyrir hverja 100 ellilífeyrisþega. Vistrýmum aldraöra er mjög misskipt milli landshluta, eins og myndin leiðir í Ijós. Fjöldinn er um 3.500 i landinu öllu, eða liðlega 15 rými fyrir hverja 100 ellilífeyrisþega að meðaltali. Þúsund vistrýmum færraá SV-hominu Jón Gauti Jónsson, fram- kvæmdastjóri og fyrrum bæjar- stjóri, segir að hvorki hann né Hrafn Sigurðsson séu viðriðnir meintan stuld á hlutafélagi Emanúels Morthens, sem greint var frá í Degi í gær. „Olafur Geirs- son hafði milli- göngu um kaup á þessu hlutafé- lagi af Bjarna Þór Sigurðssyni, sem rak bók- haldsskrifstofu hér í bæ. Það hvarflaði aldrei annað að mér en að þar væri allt með eðlilegum hætti. Við Hrafn fórum út úr fé- laginu og það var elvki fyrr en ári síðar að það uppgötvaðist að félagið væri illa fengið. Við lögð- um þá mikla áherslu á að félaginu yrði strax skilað," segir Jón Gauti. Hann segir það mikla brotalöm að menn hafi getað Iabbað inn í op- inbera skráningarstofu og skráð á sig félag án þess að raunveru- legir eigendur væru spurðir. Ólafur Geirsson staðfestir orð Jóns Gauta. „Það liggur inni hjá rannsóknarlögreglunni kvittun um að við höfum keypt félagið af Bjarna Þór. Eg sá um þetta en var biekktur og skil ekkert í því af hverju Bjarni Þór var ekki ákærð- ur, enda voru fleiri mál í gangi gegn honum á þessum tíma,“ segir Ólafur. I frétt Dags í gær kom fram að Emanúel og Þorbjörg Morthens hafi höfðað einkamál gegn Jóni Gauta, Hrafni Sigurðs- syni og Ólafi Geirssyni og krafist bóta vegna óþæginda sem þau urðu fyrir eftir að hlutafélag hafði verið hirt af þeim. Þau gera kröfu upp á 500 þúsund króna greiðslu vegna óþæginda og kostnaðar. „Ég get bara harmað það ef þau hjónin hafa orðið fyrir óþægindum og ef til vill hefði verið rétt að kynna sér álit fyrri eigenda hlutafélagsins. En við vorum að kaupa félag af bók- haldsskrifstofu, sem við töldum að treysta mætti. Við vorum grandalausir og ég skil ekki af hverju kærunni er beint til okkar en ekki Bjarna Þórs,“ segir Jón Gauti. - FÞG Um þúsund vistrými fyrir aldraða vantar á SV-hom landsins til þess að hlutfallið sá það sama og á lands- hyggðinni. Eru vistrými fyrir aldraða allt of fá í höfuðborginni eða kannski of mörg á landsbyggðinni? Mið- að við fjölda ellilífeyrisþega vant- ar um 770 rými í Reykjavík og hátt í 200 í Reykjaneskjördæmi til þess að ná meðaltali lands- byggðarinnar; um 1 vistrými fyr- ir hverja 5 ellilífeyrisþega. 1 Reykjavík eru 8 aldraðir uni hvert rými, en aðeins liðlega 4 á Suðurlandi, samkvæmt upplýs- ingum Tryggingastofnunar. Ellilífeyrisþegar eru hlutfalls- lega flestir á Norðurlandi-vestra en hins vegar langfæstir í Reykjaneskjördæmi. I heild er hlutfall aldraðra líka heidur hærra á landsbyggðinni en sam- anlagt í R-kjördæmunum á SV- horninu, þar sem næstum 66% landsmanna eru búsettir, en bara 65% ellilífeyrisþeganna. Þar eru þó einungis 55% af vistrým- um aldraðra. Ellilífeyrisþegar voru um 23 þúsund á síðasta ári (8,6% lands- manna) samkvæmt tölum Tryggingastofnunar. Vistrými aldraðra voru þá rúmlega 3.500, sem þýðir að 6-7 aldraðir eru um hvert vistrými. - HEI Jón Gauti Jónsson: Skil ekki af hverju við erum kærðir en ekki Bjarni Þór Sigurðsson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.