Dagur - 05.11.1997, Síða 11
Tk^ur-
MIÐVIKUDAGUR S .NÓVEMBER 1997 - 11
ERLENDAR FRÉTTIR
L. A
Tveir laumufarþegar, sem sögðust vera frá Búrúndí, í íslenskri höfn.
<• *
Menn fyrir borð
Þrír sjómenn á dönsku kaup-
skipi, stýrimaður og tveir háset-
ar, voru nýlega fyrir rétti í
Esbjerg fundnir sekir um að hafa
varpað fyrir horð úti á rúmsjó
afrískum laumufarþega, er kom-
ist hafði um borð í skipið og falið
sig í því í höfn í Vestur-Afríku.
Stýrimaðurinn var dæmdur til
tíu mánaða fangelsisvistar en há-
setarnir sluppu með skilorðs-
bundinn dóm.
Gróði fyrir mafíur
Vitað er að undanfarið hefur ver-
ið nokkuð um að áhafnir kaup-
skipa hafi varpað laumufarþeg-
um fyrir borð. Fyrir nokkru
skýrðu filippínskir skipverjar á
Mærsk Dubai, skipi sem mun
vera í danskri eigu, yfirvöldum í
Kanada svo frá að skipstjóri
skipsins, sem var Taívani, hefði
látið kasta þremur laumufarþeg-
um frá Rúmeníu fyrir borð úti á
rúmsjó. Kanada framseldi af
þessu tilefni skipstjórann og
fimm skipverja aðra, sem einnig
voru Taívanar, yfirvöldum lands
þeirra, en síðan mun lítið hafa
gerst í því máli.
Aður hafði komist upp að
afrískum laumufarþegum hafði
verið varpað íyrir horð af m.a.
spænskum, úkraínskum og þýsk-
um skipum.
Þeir sem um þessar mundir
gerast laumufarþegar með skip-
um eiga það flestir sameiginlegt
að þeir vilja komast til Vestur-
Ianda og fá landvistarleyfi þar. Af
fréttuin að dæma virðast tiltölu-
lega margir þeirra vera Afríku-
menn. Þetta er þáttur í þjóð-
flutningum til Vesturlanda sem
staðið hafa í áratugi. Sumir um-
ræddra Iaumufarþega eru alveg á
eigin vegum, aðrir njóta til þessa
aðstoðar mafíuhópa. Hjá mafí-
um er smygl á fólki til Vestur-
landa fyrir löngu orðin meiri-
háttar viðskiptagrein og sam-
kvæmt sumum fréttum hafa þær
nú meira upp úr því en sölu á
eiturnautnaefnum. Því fer sem
sé fjarri að þriðjaheimsfólk það,
sem flytjast vill til Vesturlanda,
sé allt úr fátækari lögum samfé-
Iaga. Ymislegt bendir til þess að
sumt af því fólki flytji ekki vegna
þess að það búist endilega við
betri efnahag á Vesturlöndum en
það bjó við í ættlandinu, heldur
af því að það telji samfélög Vest-
urlanda „rnýkri" og tilhliðrunar-
samari en samfélög eigin ætt-
landa og því auðveldara að koma
ár sinni fyrir borð í vestrænu
samfélögunum.
Vegabréfslausir
Talið er að sumir umræddra far-
þega komist um borð með mút-
um sem þeir eða mafíur reiði af
höndum við skipverja. Það heyr-
ist að ekki hvað síst farmenn frá
fyrrverandi sovétblokk séu grun-
aðir um að vera veikir fyrir slíku.
Erik Dossing, yfirmaður ferða-
mannaeftirlits við hafnir Kaup-
mannahafnar, segir skipstjóra
nokkurra skipa frá þeim löndum
hafa beðið það eftirlit leyfis til
þess að leggjast að hafnargarði
Baksvið
Tala laiuimfarþega á
ársgrandvelli lieíiir
meira en fjórfaldast á
6-7 áram. Þeir era
ekki aufúsugestir og
skipaútgerðir verða
oft fyrir verulegum
fjárútlátum þeirra
vegna.
gagngert til þess að sleppa í land
8-10 laumufarþegum. Hafnaryf-
irvöld þar telja engum vafa
bundið að í slíkum tilvikum sé
uin mannasmygl að ræða.
En algengara er líklega að
laumufarþegar séu skipverjum
ekki aufúsugestir. Þungvæg
ástæða til þess er að erfitt getur
orðið að losna við farþega þessa.
A Vesturlöndum vilja yfirvöld
ekki taka við þeim og þaðan af
síður yfirvöld annarra landa.
Menn þessir eru margir vega-
bréfslausir, einhverjir kannski
vegna þess að þeir hafi ekki feng-
ið vegabréf í Iandi sínu en aðrir
af því að þeir telji að vegabréfs-
leysið auðveldi þeim að fá land-
vistarleyfi á Vesturlöndum. Ríki,
sem laumufarþegarnir eru frá
(eða segjast vera frá), nota vega-
bréfsleysi þeirra sem átyllu til
þess að neita að taka við þeim,
og von margra slíkra farþega
kvað vera að þetta leiði til þess
að þeir fái um síðir landvistar-
leyfi í einhverju vesturlandarík-
inu af mannúðarástæðum, eins
og það er gjarnan orðað í slíkum
tilvikum.
Refsað með uppsögn
Ekki er víst að það gangi því að
mörg ríki taka ekki við laumufar-
þegum af skipum og önnur
hleypa þeim því aðeins í land, að
fyrirtækin er gera út skipin borgi
háa fjárhæð með farþegum þess-
um út í hönd og ábyrgist allan
kostnað þeirra vegna langt fram í
tímann. Skipin tefjast oft út af
laumufarþegum eða sitja í lengri
tíma uppi með þá, af því að þeim
er hvergi hleypt í land. Allt þetta
þýðir kostnað fyrir útgerðirnar
og oft talsverðan. Þetta leiðir til
þess að skipverjar á skipi, sem
fær laumufarþega um borð, eiga
á hættu að útgerðin refsi þeim
fyrir meint aðgæsluleysi með því
að segja þeim upp. I þeim tilvik-
um munu yfirmenn vera taldir
bera mesta ábyrgð.
Sennilegt er að það hafi verið
með hliðsjón af þessu sem áð-
uráminnstir sjómenn í Esbjerg
fengu vægan dóm. Á Vesturlönd-
um hika menn við að slaka á
reglum um laumufarþega, af
ótta við að slíkt leiddi til stór-
felldra fólksflutninga með þessu
móti til Vesturlanda.
West of England, fremst í
heimi í skipatryggingum, segir
að í upphafi áratugsins hafi um
3200-3300 laumufarþegar upp-
götvast á ári. Nú finnist um
15.000 laumufarþegar árlega.
Við þetta er að bæta, eins og
tryggingafyrirtæki þetta orðar
það, þeim heppnu sem komast
leiðar sinnar án þess að yfirvöld
viti og þeim óheppnu, sem varp-
að er fyrir borð. Enginn veit hve
margir þeir eru.
Míkið maimtjón eftir fellibyl
VIETNAM - Fellibylurinn Linda gekk yfir suðurhluta Víetnams á
þriðjudag og skildi eftir sig slóð eyðileggingar og varð a.m.k. 120
manns að fjörtjóni. Að auki var yfir 1000 manns saknað á hafi úti og
var talið að stór hluti þeirra hefðu farist. Eftir að hafa lokið yfirreið
sinni um Víetnam hélt fellibylurinn inn í Burma og þaðan út yfir
Bengalflóa.
Sendinefnd SÞ
enn vísað á brott
ÍRAK - Stjórnvöld vísuðu í gær
vopnaeftirlitsnefnd frá Samein-
uðu þjóðunum í annað sinn á
brott frá landamærunum og sögð-
ust ekki veita neinni sendinefnd
aðgang að landinu ef í henni væru
einhverjir Bandaríkjamenn.
Sendinefndarmönnunum var
hins vegar tilkynnt á vinsamlegan
hátt að þeim væri frjálst að sinna
störfum sínum, ef Bandaríkja-
mennirnir yrðu skildir eftir. írakar
hafa einnig hótað því að skjóta nið-
ur eftirlitsflugvélar Bandaríkjanna
ef þær fljúga inn í lofthelgi íraks.
Saddam Hussein: vill enga Bandaríkja-
menn inn fyrir landamærin.
40 þúsirnd Fíateigendur yfirheyrðir
FRAKKLAND - Franska lögreglan tók á mánudag þá ákvörðun að
hafa samband við eigendur fjörutíu þúsund Fiat Uno bifreiða og
spyrja þá spurninga í tengslum við rannsókn á láti Díönu prinsessu af
Wales, en hugsanlegt er talið að ein af þessum bifreiðum hafi rekist
utan í Mercedes bifreiðina sem Dfana var í rétt áður en slysið varð.
Það gæti tekið margar vikur að yfirheyra alla Fíateigendurna, en byij-
að verður á þeim sem búa í París og nágrenni.
Dómarinn tekur sér
meiri tíina
BANDARÍKIN - Dómarinn í máli hresku
barnfóstrunnar Louise Woodward sagð-
ist í gær ekki myndu fella neinn endan-
legan dóm í málinu strax, en hann hafði
þá hlýtt á rök veijenda stúlkunnar fyrir
því að úrskurður kviðdómsins frá í síð-
ustu viku verði dæmdur ógildur eða
mildaður verulega. Woodward má því
enn um sinn bíða endanlegs úrskurðar í
málinu, sem vakið hefur heimsathygli.
Louise Woodward: þarf aö bíða
enn eftir dómi.
Farþegaflugvél nauölendir
ÞÝSKALAND - Farþegaflugvél með 136 manns innanborðs nauðlenti
á flugvellinum í Múnchen í gær, en flugmaður hennar hélt að eldur
hefði komið upp í einum hreyfli vélarinnar. Vélin var á leið til Kaíró,
en flugmaðurinn sneri henni við þegar í stað til Múnchen og var
hafður mikill viðbúnaður á flugvellinum. Eftir lendingu kom í ljós að
enginn bruni hafði verið, en bilun í mælabúnaði olli því að aðvörun-
arljós kviknaði.
Kvótatillögum Simonsens misvel
tekið
DANMÖRK - Hugmyndum Thorkilds Simonsens, nýja innanríkisráð-
herrans í Danmörku, um að sveitarfélögin fái hvert um sig ákveðinn
kvóta af þeim flóttamönnum, sem veitt er viðtöku í Danmörku ár
hvert, hafa fengið misjafnar undirtektir. Svend Áge Hansen, formað-
ur sveitarfélaga á Fjóni, segir tillögurnar vera óframkvæmanlegar, þar
sem flóttamennirnir myndu síðar meir hvort eð er leita í þéttbýlið þar
sem myndast hafa samfélög flóttamanna. Ráðherrum ríkisstjórnar-
innar hefur verið gefinn viku frestur til að komast að niðurstöðu um
kvótatillögurnar.
Frítt í strætó og einkabílar baimaðir
NOREGUR - Sósíalíski vinstriflokkurinn í Noregi vill að á þeim dög-
um, þegar mengun er hvað mest í Osló, verði almenningssamgöngur
í borginni ókeypis og jafnframt verði notkun einkabíla bönnuð í mið-
borginni. Loftmengun í Osló hefur verið með mesta móti undanfar-
ið, með vaxandi þrýsting á ráðamenn um að eitthvað verði gert til að
draga úr henni.