Dagur - 05.11.1997, Page 13

Dagur - 05.11.1997, Page 13
 MIÐVIKUDAGUR 5 .NÓVEMBER 1997 - 13 ÍÞRÓTTIR Haukar heiðradir Knattspyrnufélagið Haukar veitti viðurkenningar fyrir góðan ár- angur á árshátíð sinni sem hald- in var þann 25. október sl. Vald- ir voru íþróttamenn félagsins og féll sá heiður í skaut þeirra Gúst- afs Bjarnasonar handknattleiks- manns, Hönnu G. Stefánsdóttur knattspyrnukonu, Péturs Ingv- arssonar körfuknattleiksmanns, Ara Sverrissonar karatemanns og skíðakonunnar Kristrúnar Lind- ar Helgadóttur. Asbjarnarbikarinn hlaut Haf- steinn Ellertsson fyrir gott starf að unglinga- og æskulýðsmálum, Haukafjölskylda ársins voru hjónin Anna Guðmundsdóttir og Bjarni Jónasson ásamt börnum. Þá var Anna Ólafsdóttir valin stuðningsmaður ársins. Allir verðlaunahafar fengu táknrænt listaverk sem myndlistarkonan Sigríður Erla hannaði fyrir félag- ið. I/erðlaunahafarnir ásamt formanni Hauka. Frá vinstri: Bjarni Jónasson, Anna Guömundsdóttir, Hafsteinn Ellertsson, Gústaf Bjarnason, Pétur Ingvarsson, Hanna R. Stefánsdóttir, Anna Ólafsdóttir og Lúðvík Geirsson, formaður Hauka. :• . %", : P't*. ff4 is iý* ; t Ék ÍíteðÉsb f • * \ £7 (S ! . | tf .mh'-i Zinelik kemur hingað til lands Heimsmeistarinn í sjöþraut, Ro- bert Zmelik frá Tékklandi, hefur gefið Frjálsíþróttadeild ÍR já- kvætt svar um að hann muni koma hingað til lands og keppa á innanhússmóti félagsins, sem haldið verður í janúar nk. í Laug- ardalshöll. Zmelik, sem er 28 ára og þekktastur fyrir að verða Ólymp- íumeistari á leikunum í Barcelona fyrir fimm árum, mun keppa í þremur greinum gegn Jóni Arnari Magnússyni, Chris Huffins og Ólafi Guðmundssyni, auk þess sem ekki er loku fyrir það skotið að fleiri erlendir tug- þrautargarpar bætist í hópinn. FRI fékk mest í sinn hlut Frjálsíþróttasamband fslands, hefur fengið hæsta styrk allra sérsambanda það sem af er ára- tugarins frá Afreksmannasjóði. íslenskt frjálsíþróttafólk hefur fengið 23,7 milljónir af sjötíu milljóna kr. styrkveitingum nefndarinnar á átta árum. Þetta kom fram í ársskýrslu nefndar- innar sem lögð var fyrir fyrsta þing Iþrótta- og Ólympíusam- bands Islands. Eftirtalin sérsam- bönd fengu styrki frá sjóðnum á árunum 1990-97: 1. Frjálsíþr.samband. 23.720.000 2. Handkn.leikssamb. 20.250.000 3. Sundsamband 6.105.000 4. Skíðasamband 5.230.000 5. Júdósamband 5.210.000 6. Badmintonsamb. 3.040.000 7. Knattspyrnusamb. 1.600.000 8. íþr.samb. fatlaðra 1.458.000 9. Golfsamband 1.340.000 10. Fimleikasamband 1.230.000 1 1. Borðtennissamband 800.000 12. Körfuknattleikssamb. 650.000 13. Karatesamband 250.000 - FE O’Neffl kýldi mið- herja Utah í gólfið Shaquille O’NeilI var dæmdur í eins leiks bann og tíu þúsund dala sekt fyrir að slá Greg Ostertag, miðherja Utah Jazz, fyrir leik liðanna á föstudag. Ein- hver orðaskipti áttu sér stað á milli þeirra áður en O’Neill sló hinn 140 kílóa Ostertag í gólfið. Ostertag var sfðan svipur hjá sjón framan af leiknum og hitti aðeins úr einu af ellefu fyrstu skotum sínum. Lakers sigraði leiknum og batt enda á 2-leikja sigurgöngu Utah í NBA-deild- inni. O’NeilI bað hlutaðeigandi afsökunar á hegðun sinni. „Ég gerði mistök. I staðinn fyrir að einbeita mér að því sem best var fyrir liðið, gleymdi ég mér í hita augnabliksins og fór eftir tilfinningum mínum í stað þess að hugsa,“ sagði O’Neill, sem hefur enn ekki leikið með Los Angeles Lakers í vet- ur, vegna meiðsla. Fyrsti leikur hans átti að vera gegn Sacramento Kings í nótt, en hann tekur út bann sitt í þeim leik. Löngum hefur verið stirt á milli O’Neill og Ostertag, en Utah liðið sló LA Lakers út úr úrslitakeppn- inni í fyrra, þar sem varnarleikur Ostertag gegn O’Neill var talinn eiga stóran þátt í sigrinum. Jordan hitti á réttum tíma Michael Jord- an hitti að- eins úr 12 skotum af 29 utan af velli þegar Chicago Bulls lagði San Antonio Spurs, 87:83, á heimavelli sínum í fyrri- nótt. Chicago þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum, því tvífram- lengja þurfti leikinn. Þrátt fyrir að hittni Jordan hafi verið í lak- ara lagi, var hann engu að síður hetja Chicago, hann knúði fram framlengingu með þriggja stiga körfu, skoraði síð- ustu körfu meistaranna í fyrri fram- lengingunni og gull- tryggði síðan sigur meistaranna með síðustu körf- unni. Dennis Rodman, fyrrum leik- maður San Antonio, tók 22 frá- köst áður en hann fékk sína sjöttu villu og Jordan tók 13 frá- köst. David Robinson var at- kvæðamestur gestanna með 21 stig. Nýliðinn Tim Duncan skor- aði nítján stig og var með 22 frá- köst. Ekki misst úr leik í ellefu ár! AC Green, framherji Dallas Ma- vericks, er á góðri Ieið með að komast á spjöld sögunnar í NBA- deildinni. Green hefur ekki misst úr leik með liðum sínum, LA Lakers, Phoenix Suns og Dallas Mavericks sem hann gekk til liðs við í sumar, í ellefu ár, eða síðan 19. nóvember 1986. Green hefur leikið 896 leiki á þessu tímabili en metið er 906 leikir, sett af Randy Smith. Ef allt gengur að óskum mun Green leika sinn 907. leik gegn Golden State Warriors þann 20. þessa mánaðar. „Það er mikill heið- að hafa leikið svo marga leiki í röð. Ég hef verið heppinn, lent hjá góðum liðum sem hafa haft góða þjálfara og lækna í þjón- ustu sinni," sagði Green sem tví- vegis varð NBA- meistari með Lakers. - FE KNATTSPYRNA Atkinson líklegur eftir- inaður Pleat Ron Atkinson er talinn líklegur til að taka við framkvæmda- stjórastöðunni hjá enska úrvals- deildarliðinu Sheffield Wednes- day, en framkvæmdastjóra liðs- ins, David Pleat, var sem kunn- ugt er sagt upp á Iaugardag. Ron Atkinson stjórnaði Sheffi- eld Wednesday um tveggja og hálfs árs skeið, en hætti með lið- ið 1991. Atkinson vur uppnefnd- ur „Júdas” af stuðningsmönnum Wednesday-liðsins þegar hann fór frá klúbbnum til Aston Villa fyrir sex árum. Bobby Robson, tæknilegur ráðgjafi hjá Barcelona, var einn- ig orðaður við stöðuna, en sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem hann sagðist ekki vera á leið til Sheffield, en félagið segir að nýr framkvæmdastjóri verði ráðinn fyrir helgina. Wenger vlll kaupa fleiri leikmenn Arsene Wenger, franski fram- kvæmdastjórinn hjá enska úr- valsdeildarliðinu Arsenal, býr sig undir að taka upp tékkheftið, eftir slaka leiki að undanförnu. Talið er að Wenger hafi tíu millj- ónir punda til umráða til kaupa á Ieikmönnum. Stjórinn sagði að í 3:0 tapleiknum gegn Derby sl. laugardag hefði lið hans vantað sköpunargleði, aga, þolinmæði og sjálfstraust. „Við höfum Ieikið þijá leiki án þess að skora mark og það er áhyggjuefni, vegna þess að það sýnir veikleika. Ég mun finna lausn og við þurfum að kaupa nýja leikmenn, vegna þess að við erum ekki nógu sterkir á sumum sviðum." Markvörðnr skoraði Markvörður spænska 3. deildar- liðsins Racing Ferrol, Inigo Arteaga að nafni, komst í meta- bækurnar um síðustu helgi, þeg- ar útspark hans rataði í mark andstæðinganna, í 100 metra fjarlægð. Þetta er í fyrsta skipti sem mark kemur beint upp úr markspyrnu á Spáni. Tromsö hélt sætinu Tromsö lagði Eik Toensberg að velli 2:1 í síðari aukaleik liðanna um sæti í norsku 1. deildinni í knattspyrnu. Leikið var á heima- velli Eik, en fyrri leiknum lyktaði með 4:0 sigri Tromsö. Hilmar Björnsson, leikmaður KR, mun væntanlega leika með Tromsö á næsta keppnistímabili. GOLF Monty áfram í Evrópu Skoski kylfingurinn Colin Montgomerie, sem unnið hefur meira verðlaunafé á Evrópu- mótaröðinni undanfarin fimm ár heldur en nokkur annar, hefur ákveðið að gerast ekki meðlimur á bandarísku mótaröðinni á næsta ári. Montgomerie mun engu að síður taka þátt í nokkrum mótum vestanhafs, en hann mun hafa aðsetur í Bret- landi, eins og undanfarin ár.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.