Dagur - 05.11.1997, Page 16

Dagur - 05.11.1997, Page 16
Reykjavík °9 Mið Fim Fös Lau mm 5 -------f-15 ■10 J NNA3 ASA4 A4 ANA5 ANA4 SA3 ASA4 A5 ANA4 Stykkishólmur "9 Mið Fim Fös Lau mm_ 5 "1 ....1—15 A5 ANA5 ANA4 A4 ANA5 ANA4 Bolungarvík 9 Mið Fim Fös -10 J NNA2 NA6 ANA6 NA5 ANA3 A3 NA4 NA5 ANA4 Blönduós 9 Mið 5 Fim Fös Lau -10 - 5 N2 ANA1 ANA3 NA3 ANA1 ASA2 A2 ANA4 ANA3 Akureyri ‘9 Mið 0 -5- Fim Fös Lau mm -----H15 -10 - 5 0 Egilsstaðir Mið Fim Fös Lau mm NNV3 ASA3 NA3 NNA4 NA3 ANA2 A3 NA4 NA4 Kirkjubæjarklaustur 19 Mið Fim Fös Lau mm N2 SA2 A3 ANA3 ANA3 SSA2 ASA3 ANA3 ANA3 Stórhöfði Lau mm Miðvikudagur 5. nóvember 1997 Veðrið í dag... Hæg breytileg eöa suðaustlæg átt. Skýjað með köflum vlða um land og að mestu þurrt. Þó rigniug eða súld á annesjum vestanlands þegar líður á daginn og eins skúrir á Austfjörðum. Hiti 1 til 6 stig. Stoke vill gera 18 mán. samning við Krístján Enska úrvalsdeildarliðið Stoke hefur lýst yfir áhuga á að gera eins og hálfs árs atvinnumanna- samning við Kristján Öm Sigurðsson, leikmann KA í knattspymu. Kristján Öm liefur æft með unglingaliði Stoke í einn mánuð og talið var lík- legt að hann skrifaði undir unglingasamning við félagið til vors. Forráðamenn Stoke vilja gera gott betur, ]iví þeir hafa boðið Kristjáni þennan atvinnumannasamning. Ef skrifað verður undir, sem flest bendir til, þá verður Kristján Orn yngsti atvinnumaður Is- lands í knattspyrnu, en hann varð sautján ára fyrir tveimur vikum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann aflað sér nokkurrar reynslu, með Völsungi og KA, sem hann hefur leikið með und- ir stjórn föðurs síns, Sigurður Lárussonar. Sigurður hefur haft veg og vanda af samningamálun- um fyrir son sinn. „Upphaflega var rætt um að Kristján fengi unglingasamning til vors og aetlunin hjá mér var að hann fengi að kynnast lífinu þarna. Þeir hafa hins vegar sýnt Kristján Örn Sigurðsson. því mikinn áhuga að setja hann beint á eins og hálfs árs atvinnu- mannasamning. Það hafa verið skeytasendingar á milli mín og enska félagsins að undanförnu, en ég á von á því að þessi mál verði komin á hreint eftir viku,“ sagði Sigurður þegar rætt var við hann í gær. Kristján Örn hefur æft með unglingaliði Stoke tvisvar á dag, en einnig leikið með blönduðu varaliði og unglingaliði félagsins. Samkvæmt enskum knatt- spyrnureglum telst hann ungl- ingur fram til þar næstu ára- móta. Eldri bróðir Kristjáns er Lárus Orri, sem verið hefur einn af Iyk- ilmönnum liðsins á undanförn- um árum og svo kann að fara að hann eigi eftir að leika með Kristjáni. „Ekki er ólíklegt að forráðamenn Stoke hafi séð „lít- inn Lárus Orra“ í Kristjáni, enda hafa þeir haft orð á sér fyrir að vera mjög líkir á leikvelli. — FE Heimir á for um£ráKR? Páll Guðlaugsson, Itinn nýráðni þjálfari Leifturs, er þegar farinn að styrkja leik- mannahópinn. - mynd: bg Liðsstyrkur til Leiftursmaima Flest bendir til þess að miðju- maðurinn Heimir Guðjónsson muni yfirgefa KR-Iiðið í vetur. Heimir á enn eftir tvö ár af samningi sínum við Vesturbæjar- liðið, en vilji virðist vera til breyt- inga hjá vesturbæjarfélaginu. Heimir hefur lengi verið einn lykilmanna KR-liðsins og á nokkra leiki að baki með lands- liðinu. Hann náði sér hins vegar ekki á strik sl. sumar, meðal ann- ars vegna meiðsla sem héldu aft- ur af honum í byrjun móts. Björgólfur Guðmundsson, for- maður knattspyrnudeildar KR, vildi hvorki játa því né neita að Heimir væri á förum frá KR. „Við höfum rætt við Heimi um breytingar á samningnum og að hann muni jafnvel leika annars staðar. Málin hafa verið rædd í góðu og við munum reyna að ná lausn sem báðir eru ánægðir með, hvort sem hún feli það í sér að Heimir spili hér á landi eða erlendis,“ sagði Björgólfur. — FE Heimir Guðjónsson. Leiftursmenn gengu í gær frá samningi við Uni Arge, færeysk- an sóknarleikmann sem lék með HB á síðasta keppnistímabili. Arge skoraði 22 mörk í færeysku deildinni í sumar og kemur án efa til með að hressa upp á fram- Iínu Leiftursmanna, sem vænt- anlega verður einnig skipuð þeim Rastilav Lazorik og Þor- valdi Makan Sigbjörnssyni. Sá síðastnefndi er reyndar ekki samningsbundinn, en Leifturs- menn vonast til þess að hann gangi frá samningi á næstu dög- um. Arge er þriðji Færeyingurinn sem gengur í raðir Leifturs á skömmum tíma. Jens Martin Knutsen markvörður og varnar- maðurinn Össur Hansen hafa þegar gengið til liðs við Leiftur. Færeyingarnir hafa allir átt fast sæti í færeyska landsliðinu, sem náð hefur athyglisverðum ár- angri á síðustu misserum. Leiftursmenn hafa einnig skoðað nokkra Ieikmenn á Norð- urlandi. Settur var upp sérstakur æfingaleikur á Dalvík á föstu- daginn. Páll Guðlaugsson, hinn nýráðni þjálfari Leiftursmanna, fylgdist með nokkrum norð- lenskum leikmönnum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.