Dagur - 11.11.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 11.11.1997, Blaðsíða 1
í lok lajidsfundarAl- þýðubandalagsins á sunnudaginn heyrðist loks rödd Bimu Þórð- ardóttursem þarmeð tilkynnti úrsógn sína. Þetta er í annað skipt- ið sem Bimu mislíkar þannig við flokkinn og segirskilið við hann. Ég nenni ekkert að vera spæld, en mér finnst fúlt að fólk skuli vera tilbúið til þess að láta af ákveðnum skoðunum til þess eins að fá þátttöku I einhverjum völdum, “ segir Birna Þórðardóttir, sem sagði sig úr Alþýðubandalaginu um helgina. mynd: eól „Flokksklæði mín eru engin glilklæði þannig að ég harma lítt þótt ég slíti þeim ekki. Mér er líka nokk sama þótt Alþýðu- bandalagið verði lagt niður, ég hef aldrei haft tilfinningatengsl við flokkinn. I þeim skilningi er ég eins flokks kona og ung var ég gefin Fylkingunni." Svo mælti Birna Þórðardóttir á landsfundinum en hér ger- ir hún frekari grein fyrir úrsögninni. „Eg gekk úr Alþýðubandalaginu árið 1991 í kjölfar þess að samningum við há- skólamenntaða opinbera starfsmenn var rift. Núna var ég í raun búin að taka ákvörðun um að segja mig úr flokknum en umræðurnar á fimmtudagskvöldið styrktu þá ákvörðun. Mér fannst ég ekki eiga heima þarna. Eg get ómögulega séð, þegar ég lít yfir störf Alþýðuflokksins, eitthvað sem er inn á þeirri h'nu sem ég vil. Alþýðuflokkurinn hefur t.a.m. stutt niðurskurð í heilbrigðis- kerfinu og varðandi afstöðu til Evrópu- sambandsins og Nató þá liggur hún íjós fyrir og Iiðið í Grósku og þar um kring er alveg sammála Alþýðuflokknum. Innan verkalýðshreyfingarinnar er Alþýðuflokk- urinn þessi dæmigerði bírókrataflokkur og ef við hugsum um tillöguna sem Alþýðu- sambandsforystan lagði fram á landsfund- inum, þá eru þar ekki komnir þeir aðilar sem ég legg traust mitt á. Ég býst ekki við lýðræðisljóma þaðan.“ Gróska og tuiga íhaldið Birna segist einfaldlega ekki eiga neitt sameiginlegt með þeim hugmyndum sem hafa verið á sveimi og þá kannski sérstak- lega í kringum Grósku. „Ég skil ekki hvað fólk er að tala um og á fimmtudagskvöldið hefði ég alveg eins getað verið á fundi hjá unga íhaldinu. Það var því hreinlegast að segja hless.“ Finnst þér þessar nýju raddir miða að því að jafna allt út? „Já, í raun og veru. Það eru settir fram frasar. Menn virðast hafa uppgötvað að það sé eitthvert misrétti og maður heyrði á mönnum að það stefndi jafnvel allt í áttina að stéttaskiptingu í þjóðfélaginu. Mér finnast þetta náttúrulega ekki merkilegar uppgötvanir, ekki miðað við þann þjóðfé- lagsveruleika sem ég sé. Að baki býr ósköp einfaldlega löngun til að ná völdum, eða hluta þeirra, skítt með á hvaða hátt. Það eru engin pólitísk „prinsipp", heldur miða pólitískar hugmyndir einungis að því að komast á jötuna, bara einhvers staðar." Hvað varstu óúnægðust með á fundin- um? „Mér fannst ekki vera rætt um pólitík, það voru örfá slagorð og síðan var lausnin að sameinast Krötunum því þá kæmi betri tíð og blóm í haga.“ Segja menn þig eklii bara forpokaða og óalandi? „Það getur vel verið, en ég get ekki séð neitt njtt í því að vilja hafa hér áfram her og að Island sé í Nató, það er heldur ekk- ert nýtt að heyra að menn vilji ganga til samstarfs við Evrópusambandið. Ég heyrði ekkert um að ryðja þyrfti burt þess- um valdastólum sem eru eða byggja eitt- hvað nýtt.“ En er ekki samfylkingarröddin að reyna að nálgast þetta? „Nei, bara að einhverjir aðrir setjist í sætin sem eru fyrir, það breytist ekkert með því. Það hefur ósköp lítið breyst í Reykjavík með R-listanum, þó það sé fer- Iega fínt að Iosna við íhaldið vegna þess að það er óheilbrigt að einhver sitji svona lengi. - En innihaldslega sé ég ekki breyt- ingarnar.“ Ertu algjörlega búin að missa trúna á ís- lensk stjómmál? „Þegar menn fara ekki út fyrir rammann þá breytist voða lítið. Hugsjónina vantar en ég upplifi mig ekkert eina og yfirgefna." Eru samt ekki afskaplega fáir eftir sem nenna að berjast gegn herstöðinni og Nató? „Nei, ef þú spyrð fólk í dag hvort það vilji að Island sé áfram meðlimur í kjarn- orkuvæddu hernaðarbandalagi, að Island taki þátt í endurkjarnorkuhervæðingu þá er ég klár á því að meirihluti Iandsmanna myndi segja nei. Ef þú hins vegar segðir: Er ekki allt í lagi að vera í menningar- og friðarbandalaginu Nató?, þá myndu menn segja að það skipti engu.“ Fyrr kýs xnaður ekkert Var ekki fullsnemmt að segja sig úrflokkn- um, þarf ekki að láta reyna á sameining- una? „Nei, sameiningin er ekki í þykjustunni, sumir vilja einfaldlega búa til einn Krata- flokk en aðrir ekki og auðvitað er engin eining um þetta. Ætli saxist ekki á liminn hans Björns míns eins og sagt er, menn tínast í burtu. Það eru miklu fleiri en ég sem neita að sameinast Krötunum, fyrr kýs maður ekkert.“ Heldurðu ekki að á kosningadag farir þú og kjósir gegn ihaldinu? „Ekki að ræða það. Verði enginn annar valkostur skila ég auðu og ekki bara ég. At- kvæði sem eru gefin stjórnmálaafli sem er dauðadæmt og með dauðadæmdar hug- myndir eru dauð hvort sem er.“ -MAR i Veitum hagstæð lán til kaupa á landbúnaðarvélum Reiknaðu með SP-FfÁRMÖGNUN HF Vegmúli 3 • 108 Reykjavik • Simi S88-7200 • Fax S88-7201 Grænt núme "SHÍ I& ■hhimhbhHHHHH t i 11rtrTii'rgtiT imrHlaiT liii'lflMTrÍTririfi iflBihaK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.