Dagur - 11.11.1997, Blaðsíða 10

Dagur - 11.11.1997, Blaðsíða 10
26 - ÞRIÐJUDAGUR ll.NÓVEMBER 1997 LÍFIÐ í LANDINU --- BÍLAR --- Sex gíra og spordegur Toyota Corolla kom í sumar í breyttri útgáfu með mýkri línum, flottari innréttingu, nýstárlegum framenda og á heildina litið sem fallegri og svipmeiri bíll en áður. - myndir: ohr. Mælarn/r meö rauðum stöfum á svörtum netgrunni og girstöngin að hluta úr stáli og hluta leðurklædd setur sannarlega sportlegan svip á bílinn að innanverðu og það fylgir svolítill spennuhrollur köldu stálinu og mjúku leðrinu. En kannski samt svolftið hefðbundinn miðað við sportlegu eiginleikana, ekki satt? Toyota Corolla G6 er þriggja dyra hlað- baksútgáfa af Corollunni sem nú er boðin í a.m.k. þrettán mismunandi út- færslum hérlendis. Toyota Corolla kom í sumar breyttri útgáfu með mýkri Iínum, flottari inn- rétt- ingu, nýstár- Iegum framenda og á heildina litið sem fal- legri og svipmeiri bíll en áður. Þessi bíll sem var reynsluekið að þessu sinni, G6, sker sig tölu- vert úr öðrum Corolla bílum að einu leyti en hann er beinskiptur með sex gíra kassa. Hann sker sig reyndar úr öðrum fólksbílum á markað- inum að því leytinu. Að sjá á hlið bílsins sker hann sig Iít- ið úr ýmsum öðrum tveggja dyra hlað- bökum, en afturljósin og þó sérstaklega framendinn gefur Corollunni afgerandi og einstakan svip. SpennuhrolluT Þegar sest er undir stýrið tekur maður strax eftir því að mælarnir eru með rauðum stöfum á svörtum netgrunni og gírstöngin er að hluta úr stáli og hluta leðurklædd. Þetta setur sannarlega sportlegan svip á bílinn að innanverðu og það fer svolítill spennuhrollur um mann þegar maður leggur höndina á girstöngina og finnur bæði fyrir köldu stálinu og mjúku leðrinu, en miðað við þá sportlegu eiginleika sem sex gíra kassinn dregur fram þá hefði framleið- andinn mátt vera svolít- ið glannalegri í hönnun bílsins að innanverðu. Persónulega finnst mér G6 full hefðbundinn í innréttingu. Vegna þess að það er ótrúlega skemmtilegt að aka þessum bíl og sannarlega skemmtileg- ur valkostur að geta fengið bíl með sex gíra kassa. Tilfinningin að aka G6 er svolítið í átt- ina að því að sitja undir stýri á kappakstursbíl af því gírarnir eru svo margir og vélin svo lítil að maður verður að skipta ört um gíra ætli maður að ná aflinu út úr 1300 vélinni. En það er líka magnað hvað sex gíra kass- inn skilar mikilli hröðun og nýtingu út úr þessari Iitlu vél. Þetta er bíll fyrir stráka á öllum aldri. Eyðslan 8,9 lítrar á hundraðið. Ekki svo slæmt. Mundi ég? Mundi ég kaupa svona bíl? Tæplega sem fjölskyldubíl, en væri ég á aldrinum 17 til 25 ára og ólofaður þá væri þessi bíll mjög sterkur valkostur. Og ég verð að viðurkenna að sex gíra kassinn kitlar mig dálítið þó ég eigi að teljast ráðsett- ur. Þetta er upplagður bíll fyrir þá sem hafa gaman af því að keyra og ég er sannfærður um að þessi bíll verður léttur í endursölu þegar þar að kemur. G6 erbíll fyrirstráka á öllumaldri. Sexgíra kassinn nærótrúlegu afliútúrl300vél- inni og gefur öku- manninum nóg aðfást við og gerir aksturinn skemmtilegan - þ.e.a.s. sésvolítill strákur í bílstjóranum. I Nú þegar íslenskir ferðamenn flakka um allan heim og margir þeirra nota tækifær- ið til að versla, þá er rétt að fólk hafi það í huga að engin ábyrgð fylgir lausafé sem keypt er erlendis. Hérlendis gildir sú regla að Iausafé sem hér er keypt, svo sem raftæki hafa l-3ja ára ábyrgð. En kaupi fólk slíkt erlendis, þá er umboðsað- ili hér ekki skyldur til að þjónusta kaup- andann. Mörg dæmi hafa komið upp þar sem þetta hefur komið sér illa og oft er þá sparnaðurinn við að kaupa erlendis farinn fyrir Iítið, þegar hluturinn bilar og jafnvel enginn sem gerir við hann. HVAÐ Á É G A Ð GERA Var hún að meina eitthvað? Eg var að koma úr teiti, þar sem Ijöldi fólks var saman kominn. Eg tók leigubíl heim og kona sem hafði verið í sam- kvæminu og ég reyndar veitt smáathygli um kvöldið, bað um að fá far. Það var í lagi mín vegna, en þegar hún settist inn í bílinn, þá lá við að hún settist ofan á mig og hún sat mjög þétt upp við mig alla leiðina. Eg þorði nú ekkert að bregaðst við af því að ég hélt kannski að hún væri bara vel hífuð og nennti ekki að færa sig, en svo fékk ég eftirþanka, ætli hún hafi verið að reyna við mig? Hefði ég átt að gera eitthvað? Gera hvað? Ef hún hefur hallað sér vel að þér, þá er líklegt að hún hafi ein- hvern áhuga, ekki satt? Ef þú hefur einhvern snefil af áhuga, viltu þá ekki bara reyna að komast að meiru um hana og hafa samband? Betra er seint en aldrei. Vigdís svarar í síiiiann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í simaun kl. 9-12. Símmn er 563 1626 (beint) eða 800 7080 Pðstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgata 31 Ak. Netfang: ritstjori@dagur.is FLÓAMARKAÐUR Skriiborð, snyrtiborð, sófasett „Mig vantar gamalt furuskrifborð eða snyrtiborð og einnig ef einhver á gamal- dags sófasett. I skiptum get ég til dæmis látið tvö búðarborð, annað með gleri,“ sagði Sigurlaug, sem hringdi í okkur á föstudag. Sá eða þeir sem hafa möguleika á að bjarga Sigurlaugu geta hringt í síma 568 1784 á kvöldin. Óhreinindi á skyrtnkrögum BKarlmaður hringdi og vildi vita hvort til væri einfalt ráð til að ná fitu og óhreinindum af skyrtukraga. Hann segir að skyrturnar sínar séu alltaf með föstum óhreinindum og fitu, þó hann sé búinn að þvo þær. Besta ráðið sem ég veit, er að nota Bio-Spray. Úða því á kragann um 5 mín. áður en skyrtan er sett í vélina. Það er líka gott að setja spray þar sem maður svitnar gjarnan, svo sem undir hendur. Þá festist ekki svitalykt í skyrtunni. Svo er góð regla að vera ekki mjög marga daga í sömu skyrt- unni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.