Dagur - 11.11.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 11.11.1997, Blaðsíða 5
 ÞRIÐJUDAGUR ll.NÓVEMBER 1997 - 21 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU I essinu sínu á hátíðaitónleikum Tónlistarfélag Akureyrar efndi til hátíðartónleika í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju laugar- daginn 8. nóvember. Á tónleik- unum komu fram Björg Þór- hallsdóttir, sópran, Michael Jón Clarke, baritón, og Richard Simm, píanóleikari. Tónleikarnir hófust á flutningi laga eftir Stefán Ágúst Kristjánsson, en í upphafi tón- leikanna voru Tónlistarfélagi Akureyrar færðar að gjöf 200 geislaplötur með lögum Stefáns Ágústs og einnig nótur hans. Mic- hael Jón Clarke söng Iögin Þröstur við ljóð Jóns Sigurðssonar og Á misturblárri heiði við ljóð Ingólfs Kristjánssonar, en Björg Þór- hallsdóttir lögin Við Ganges við ljóð Gunn- ars Dals og Angan hleikra hlóma við ljóð Davíð Stefánssonar. Söngvararnir tveir sungu loks dúett í laginu Brúður söngvarans við Ijóð Davíðs Stefánssonar. Flutningur Bjargar og Michaels Jóns var góður í þessum verkum og ekki síður undirleikur Richards Simms. Lögin nutu sín fallega og er ljóst, að hér er um söngverk að ræða, sem vert væri að nýta víðar og oftar en gert hefur ver- ið til þessa. Röddin full og þjál Micháel Jón Clarke var greinilega í essinu sínu á þessum tónleikum. Hann flutti hvert verkið af öðru með snilldarbrag. Rödd hans var full og þjál og túlkun hans í langflestum tilfellum í sérlega góðu samræmi við lag og ljóð. Nefna mú lagið Á vori (Im Frúhling) eftir Franz Schubert og einnig hið gullfal- lega lag Richards Wagners O du mein hold- er Abendstern, þar sem reyndar brá fyrir lítils háttar óstyrk á neðstu tónum. Lang- best tókst Michael Jóni Clarke in hinu mikla meistaraverki Franz Schuberts, Erl- könig eða Álfakóngin- um, sem var meistara- lega flutt og verulega áhrifamikið. Texta- framburður Michaels Jóns Clarkes var með mikium ágætum. Greina mátti hvert orð t.d. í Ijóðunum við lög Stefán Ágústar Kistjánssonar og kom þó ná- kvæmni í framburði í engu niður á gæðum söngs eða túlkunar. Björg Þórhallsdóttir virtist ekki alveg í besta formi. Fyrir kom að á rödd hennar væri örlítill gjallandi og á stundum smávegis óróleild. Henni tókst þó víða vel, svo sem í lögum Stefáns Ágústs. Langbest tókst Björgu í aríu Toscu, Vissi díarte, úr óperunni Tosca eftir G. Puccini. I þessu verki komst Björg verulega á flug og sýndi af sér glæsitakta. Af því mátti enn ráða það, sem vitað var, að Björg hefur til að bera eftirtekt- arverða raddræna getu til söngtúlkunar. Enn er þó spölur ógenginn til fulls þroska á braut Iistarinnar, enda Björg enn í námi. Góður imdirleikur Björg Þórhallsdóttir og Michael Jón Clarke fluttu nokkra dúetta. Samhæfing þeirra í innkomum og flestum túlkunaratriðum var góð. Best tókst flutningur dúetts Dorabellu og Gugliamos, II core di dono, úr óperunni Cosi fan Tutti eftir W.A. Mozart. Þar féllu raddir vel saman og styrkhlutföll voru í allgóðu lagi. Á þessu var nokkru brestur í öðrum dúettum og var Björg gjarnan heldur sterk í flutningi sínum. Richard Simm sýndi ljóslega í píanóleik sín- um, livers virði góður undirleikur er. Tæp- lega er vafi á því, að hann er á meðal hæf- ustu manna á þessu sviði hér á landi. I h\avetna fylgdi hann öðrum flytjendum og átti ætíð stóran hlut í túlkun verkanna, sem voru á efnisskránni. Víða fór hann hrein- lega á kostum svo sem í undirleik við lög Schuberts og miklu víðar. Tónleikarnir voru vel heppnaðir og fluttu listamennirnir auka- lög fyrirþakkláta áheyrendur, sem klöppuðu þeim verðugt lof í lófa. í upphafi hátíðartónleikanna voru TónlistarfélagiAkureyrar færðar að gjöf200geislaplöt- urmeð lögum Stefáns Ágústs og einnig nóturhans. Krístínn Hallsson, óperusöngvarí. Góðra vina fundur Góðra vina fundur minningar Kristins Halls- sonar óperu- söngvara er komin út hjá Forlaginu. Páll Kristinn Páls- son skráði. Titill bókarinnar segir sitt- hvað um efni hennar, en Krist- inn hefur lengi verið meðal ástsælustu listamanna. En þótt allir þekki söngvarann af rödd hans og hafi séð hann í ótal óperum, eru færri sem kannast við gleðimanninn, embættis- manninn, sagnamanninn og fjölskylduföðurinn Kristinn Hallsson. En í bókinni er leit- ast við að kynna lesendum margar hliðar bassasöngvarans og lífsferill hans er rakinn. Auk frásagnar Kristins segja nokkrir af samferðamönnum hans frá kynnum af honum. Þeir eru Þuríður Pálsdóttir, Guðmundur Jónsson, Bryndís Signrðardóttir, Flosi Ólafsson, Lára Rafnsdóttir og Runólfur Þórarinsson. Bókin er 311 blaðsíður að stærð auk myndasíðna. For- lagiö gefur út og býðst hún sem bók mánaðarins á 2.780 kr. en frá 1. des. verður leið- beinandi verð 3.980 kr. Dramatísk ástarsaga Þórunn Valdimarsdóttir, skáld og sagnfræðingur, hefur skrif- að skáldsöguna Alveg nóg og er hún nú komin út hjá Forlag- inu. Bókin fjallar um hana Guðrúnu Jónsdóttur, sem situr í Kaupmannahöfn og rifjar upp leit sína að ástinni og harm- þrungnuin atburðum. En hún hætti öllu voli og víli og áttar sig á því að enginn flýr örlög Ævlntýri Ár- mairns. Kr. Ævintýri lífs míns er end- urminngabók Ármanns Kr. Einarssonar, rithöfundar. Bókin er ekki ævisaga í venjulegum skilningi, í stórum drátt- Ármann Kr. Einarsson. heldur er hún um kynning á lífi höfundar og ritstörfum, sem er samofið. Söguþáttunum er skipti i rúmlega hundrað kafla, sem allir hafa við rök að styðjast, en sums staðar er farið frjálslega með efni, eins og rithöfunda er gjarnan háttur. Bókin er gefin út af Fáke og er 408 blaðsíður og prýdd fjölda mynda. Verðið er 3.980 kr. Miimingar frá Gilsá Minningabrot Sigurðar Lárus- sonar frá Gilsá er heitið á ný- útkominni bók. Nafnið vísar til efnis bókarinnar, sem er Ijöl- breytt og nokku mislitt ef marka má heiti kaflanna. Fyr- irsagnir þeirra eru m.a. Frá bernskuvori. Kaupstaðarferð fyrir 50 árum og Fjárkaupaferð norður í Þistilfjörð 1953. Ur sjóði minninganna, félagsmála- störf og fleira. Sýnishorn af ljóðum og lausavísum. Og fleira og fleira.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.