Dagur - 11.11.1997, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 11.NÓVEMBER 1997 - 19
LÍFIÐ í LANDINU
f
Þorski landad á Tálknafirdi. mynd: gs.
Hver á kvótann? Enginn!
„Harmleikur almenn-
ings“ voru orð mann-
fræðingsins um kvóta-
kerfið; ,Jullkomnum
eignarrétt“ útgerð-
anna á kvótanum voru
orð hagfræðinganna.
En mittámilli erhin
raunverulega staða:
Enginn á kvótann!
Stefán Jón Hafstein
fylgdist með málþingi
um auðlindina.
Umræðan um „sameign þjóðar-
innar“ er að skerpast mjög og
pólast milli tveggja gjörsamlega
ósættanlegra sjónarmiða. Þetta
er niðurstaðan af málþingi Sjáv-
arútvegsstofnunar Háskólans
um helgina. Annars vegar töluðu
hagfræðingar sem telja arðsam-
ast að tryggja „fullkominn eign-
arrétt" útgerða (og hugsanlega
fleiri) á kvótanum í sjónurn.
Einungis þannig verði há-
marksafrakstri náð því séreign-
arrétturinn einn fái þá sem eiga
að græða á fiskinum í sjónum til
að gæta hans líka. A gjörsamlega
andstæðri skoðun eru þeir sem
líta á kvótakerfið sem upphafið
að „harmleik almennings". En
hver er staðan nú? Eftir sjö ára
kvótakerfi með frjálsu framsali
veiðiheimilda er staðan sú að
lagalega séð hefur Alþingi skýrt
forræði um málið og getur
ákveðið breytt fyrirkomulag fisk-
veiða, afhent kvótann til eignar
þeim sem nú gera út, eða sett á
veiðigjald án þess að skapa bóta-
rétt gagnvart útgerðunum.
Lagaleg staða
Hópurinn sem var kominn sam-
an í Odda á laugardag til að
hlýða á fræðimenn tala um efn-
ið „hver á kvótann, hver ætti að
eig’ann?" sýndi Þorgeiri Örlygs-
syni lagaprófessor mikinn áhuga
þegar hann fór yfir lagalega
stöðu „kvótans", fisksins í sjón-
um.
Hann rakti hvernig „eign“ er
ekki fastmótað hugtak í íslensk-
um lögum og erfitt að vísa beint
Þorgeir Örlygsson: Hvorki þjóðin, út~
gerðarmenn né ríkið „eiga“ fiskinn í sjón-
um. Hins vegar sé ótvírætt að ríkið geti
sett reglur um hagnýtingu, leyft hana og
selt aðgang að.
með í hefðbundinn lagaskilning
um hvað „sameign þjóðarinnar11
þýði í raun - þótt þannig sé að
orði komist um auðlindina í
fyrstu grein fiskveiðilaga.
Þorgeir rakti hvernig „haf-al-
menningur" hefur hingað til ver-
ið talinn opinn öllum til veiða,
en það þýði ekki að þeir sem
hafi nýtt sér réttinn hafi haft á
honum „eign“. Og ríkið á ekki
heldur fiskinn í sjónum, enda
aldrei gert tilkall. Hvorki þjóðin,
útgerðarmenn né ríkið „eigi“ því
fiskinn í sjónum eins og stendur
samkvæmt skilningi laganna.
Hins vegar sé ótvírætt að ríkið
geti sett reglur um hagnýtingu,
Ieyft hana og selt aðgang að.
Þorgeir skilgreindi eiginleika
„eignar" samkvæmt lögum og
var niðurstaða hans að með því
að ríkið úthlutaði í upphafi
veiðiheimildum til útgerða og
leyfði síðan framsal þeirra hefðu
þær fengið ígildi eignar. Með
veiðiheimildir væri farið sem
ígildi eignar, eins og þekkt er og
umdeilt úr sjávarútvegi samtím-
ans. En það þýddi ekki að fisk-
urinn væri eign útgerðanna.
Vegna fyrirvara Iöggjafans við
setningu laganna og markmiðs-
lýsingarinnar sem kæmi fram í
orðunum „sameign þjóðarinnar11
Ragnar Árnason: Yfirburðir markaðs-
kerfisins eru slíkir að það ætti að ná tii
fisksins í sjónum líka. Útgerðirnar ættu
að fá „fuitkominn eignarrétt".
þá væri hægt að afnema kerfið
án bóta. Alþingi gæti tekið upp
veiðigjald, það gæti fjölgað rétt-
höfum til veiða, eða tekið upp
byggðakvóta, svo dæmi séu tek-
in. Og Alþingi getur lýst því yfir
að nytjastofnarnir við landið séu
eign ríkisins. An þess að greiða
útgerðum bætur fyrir.
Eftir ítarlegt erindi Þorgeirs
kvaddi Iagaprófessorinn Gunnar
G. Schram sér hljóðs og lýsti sig
sammála greiningu hans. Gunn-
ar hefur manna ötullegast viljað
koma hálendinu i ríkiseign, eins
og frumvarp ríkisstjórnarinnar
um þjóðlendur gerir ráð fyrir.
Iullkoiniim eignarréttur
Ef marka má umræður og eðli
fyrirspurna voru flestir gesta
áhugamenn um að skila „arðin-
um af auðlindinni til þjóðarinn-
ar“ með einum eða öðrum
hætti. Tveir þessara gesta hafa
lagt fram formlegar tillögur um
slíkt: Markús Möller hagfræð-
ingur við Seðlabankann leggur
til uppboð á veiðiheimildum, og
Pétur Blöndal alþingismaður
leggur til að árlega fái hver ein-
staldingur „hlutabréf’ í auðlind-
inni. Hagfræðingarnar Ragnar
Arnason og Birgir Þór Runólfs-
son eru hins vegar á þeirri skoð-
Gísli Pálsson: Að færa fiskinn i sjónum
til eignar útgerðanna er „harmleikur al-
mennings", nú er stór hætta að þetta
gerist
un að þeir sem standi auðlind-
inni næst (útgerðir eftir því sem
best verður skilið) fái „fullkom-
inn eignarrétt" yfir fiskinum.
Birgir lýsti fræðilegum kenning-
um um hvernig hægt væri að
mynda „veiðifélög" eigenda
fisksins, til dæmis veiðifélög
síldareigenda, o.sfr\'. Þeir
myndu sjálfir kaupa þá þjónustu
sem til þyrfti til að hámarka arð-
semina af áúðlindinni: rann-
sóknir, ráðleggingar - og veiðar.
Að þeirra mati væri ekki nóg að
útgerðirnar hefðu aðeins nýting-
arrétt, eins og nú, því yfir þeim
vofði óvissa um þann rétt - líkt
og Þorgeir haföi áður lýst. Birgir
taldi mun óhagkvæmara að ríkið
ætti fiskistofnana þar sem
reynslan af ríkiseign væri ekki
góð. Otgerðarmenn myndu nýta
fiskinn mun betur ef þeir ættu
fiskistofnana og fiskimiðin.
Ragnar lýsti því að yfirburðir
markaðskerfisins væru slíkir að
það ætti að ná til fisksins í sjón-
um líka.
Mannfræði ekki hagfræði
Til nokkurra skoðanakskipta
kom vegna þess að mönnum
fannst hagfræðin taka lítið tillit
til samfélagslegra þátta sem
skipta máli við fiskveiðastjórn.
Til dæmis að við deilurnar um
kerfið kosta útgerðina fé; til þess
væri vinnandi fyrir hana að
kaupa sér frið og eyða óvissu.
Gísli Pálsson gagnrýndi m.a.
afstöðu hagfræðinganna fyrir að
horfa einungis á málið frá mjög
þröngu sjónarhorni, og lýsti því
hvernig „einkavæðing" væri orðin
átrúnaður hjá tilteknum hópi
hagfræðinga. Hann varaði sterk-
lega við því að taka „almanna-
heill“ út úr umræðunni um físk-
veiðakerfið; að færa fiskinn í sjón-
um til eignar útgerðanna væri
„harmleikur almennings", og taldi
hann stóra hættu á að í það
stefndi.
Þjóðin á arðnm
Þórólfur Matthíasson hagfræð-
ingur nálgaðist vandamálið út
frá því að vilji Alþingis með fisk-
veiðilögunum væri ótvírætt sá að
þjóðin ætti að fá arðinn af auð-
iindinni. Hvernig það væri gert
skipti öllu. Hann taldi „gjafa-
kvóta“ mun síðri leið til þess en
veiðigjald. „Molarnir sem
hrykkju af borðum sægreifanna"
gegnum skattakerfið, bankakerf-
ið, hlutafélagavæðingu og við-
skipti þeirra við landsmenn
nægðu engan veginn til að
greiða þjóðinni eðlilegan arð af
auðlindinni. Því lægi beinna við
að hækka núverandi gjald út-
gerðarinnar, halda uppboð eða
fara aðrar slíkar leiðir. Veiðigjald
færði afraksturinn af auðlindinni
til þjóðarinnar allrar. „Gjafakvót-
ar“ færðu hann til einkaeigenda.
-SJH.