Dagur - 11.11.1997, Blaðsíða 7

Dagur - 11.11.1997, Blaðsíða 7
 ÞRIÐJUDAGUR 1 1 . NÓVEMBER 1997 - 23 LÍFIÐ í LANDINU L f V | Kinverski sendiherrann notaði tækifærið i ræðu sem hann héit til að tilkynna að engir óþægilegir eftirmálar yrðu að hálfu Kinastjórnar eft/r heimsókn varaforseta Tævan til íslands. Hér heilsar hann og óskar Jóni Baldvini velfamaðar. Hvort ætti Jón að fara austur eða vestur? HEIÐARSKOLI Kennarar - Kennarar Kennara vantar við Heiðarskóla í Leirársveit nú þegar. Um er að ræða kennslu yngri nemenda og íþróttakennslu frá áramótum. Upplýsingar gefa Jóhann aðstoðarskólastjóri í síma 433 8927 og formaður byggðasamlagsins í síma 433 8968. Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107, 600 Akureyri Sími 462 6900 Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, Ak- ureyri, föstudaginn 14. nóvember 1997 kl. 10 á eftirfarandi eignum: Grenivellir 14, 3. hæð til vinstri, Ak- ureyri, þingl. eig. Gyða Bárðardótt- ir, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður starfsm. ríkisins og Sparisjóður Bolungarvíkur. Karlsrauðatorg 16, Dalvik, þingl. eig. Ármann Sveinsson, gerðar- beiðandi Sýslumaðurinn áAkureyri. Mikligarður, versl. í suðurenda kjall- ara, Hjalteyri, þingl. eig. Sigurbjörn Karlsson, gerðarbeiðandi Sýslu- maðurinn á Akureyri. Norðurgata 17A, efri hæð, Akur- eyri, þingl. eig. Sigurgeir Söbech og Þuríður Hauksdóttir, gerðarbeið- endur Akureyrarbær, Byggingar- sjóður ríkisins og Tryggingamið- stöðin hf. Sýslumaöurinn á Akureyri, 10. nóvember 1997. Alþýðuflokkurinn kvaddi Jón Baldvin Hannibals- son og Bryndísi Schram með veglegum fagnaði í Rúgbrauðsgerðinni síðastliðið laugardagskvöld. Er mál manna að kratar hafi ekki í annan tíma skemmt sér betur. Kínverski sendiherrann stal senunni er hann flutti ávarp þar sem hann bar mikið lof á Jón Baldvin og sagði það nokkuð mein að hann skyldi verða sendiherra í Bandaríkjunum en ekki í Kína. Sendiherrann impraði á Taiwan málinu og hét því að þeir liðnu atburðir myndu ekki skyggja á samskipti þjóðanna í framtíðinni. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur var að- alræðumaður kvöldsins og kastaði fram eftirfar- andi vísu: Sjást eiframar heiðurshjón hugann lamar sorgin stór. Brj’ndís Schram og Baldvin Jón burt til Ameríku fór - u. Af heiðurshjónunum er það hins vegar að frétta að þau héldu til Washington daginn eftir fagnað- inn til að skoða hin nýju heimkynni sín og munu dveljast þar í tvær vikur. Bryndis Schram, Ásta B. Þorsteisdóttir, formaðurinn Sighvatur Björgvinsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Stefán Friðfmnsson og Geirmundur Oddsson létu sig ekki vanta og ekki leiddist þeim efmarka má fasió. Gleðigjafarnir Rúnar Geirmundsson og André Bachman heilsuðu upp á Jón Baldvin og Bryndísi. Mikið fjölmenni kvaddi sendiherrahjónin sem nú eru að kynna sér aðstöðu vestra. Verslun og þjónusta á Norðurlandi Auglýsingablað um verslun og þjónustu á Norðurlandi fylgir Degi fimmtudaginn 20. nóvember. Auglýsingapantanir þurfa að berast blaðinu í síðasta lagi föstudaginn 14. nóvember. Blaðinu, ásamt Degi, verður dreift inn á hvert heimili á svæðinu frá Sauðárkróki til Húsavíkur. Símar auglýsingadeildar eru 460 6191,460 6192, 563 1641 og 563 1615.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.