Dagur - 18.11.1997, Síða 2
1U-ÞRIÐJUDAGUR 18.NÓVEMBER 1997
LÍFIÐ t LANDINU
Dagur • Strandgðtu 31 • 600 Ækureyri
og Þverholti 14 ■ 105 Reykjavík
TJB*
Lausn á hangikj ötsraunmn
Stefánsjóns
Síminu hjá lesendaþjónustunui:
S63 1626netfang : ritstjori@dagur.
stobréf 460 6171 »»SS1 G270
ís
Kæri félagi. Mér vöknaði um
augu við lestur pistiis þíns um
hangikjöts og flatköku raunir
þínar og annarra góðra manna.
Hvaða Islendingur hefur ekki
staðið ráðþrota í þeim sorglegu
sporum sem þú lýsir. Allir eins
og engin spes.
Eg tek heilshugar undir skrif
Opið bréf
um, náttúrulausum aftökuhús-
um, við stressaðar aðstæður,
sem minna mest á skurðstofur
Landspítalans. Hvað er orðið af
gömlu góðu heimaskotnu roll-
unum? Þær eru svo mikiu betri,
sem hafa látið lífið á heimilum
sínum við kunnuglegar, afslapp-
aðar aðstæður, ekki síst ef kjötið
Hvað varðar hangikjötið, þá hefur það iengi verið handónýtt, rándýrt, bragðiaust,
vanreykt, fitulaust og óhangið.
þín en þó sérstaklega hvað varð-
ar allar þessar „þjóðarklíkur“
sem hafa alið af sér hraklega
meðalmennsku, hvort heldur er
í bjór, flatköku- eða hangikjöts-
málum þjóðarinnar. Það er helst
að Hörður í Eimskip, Jói Begg
og stórgrósserar kolkrabbans,
hafi efni á að hafa það svolítið
spes t.d. með alvöru Beluga
kaviar og Dom Perignon kampa-
víni. En á meðan verður pöpull-
inn að una við eintómt almanna
tros, sem allir hafa aðgang að.
Menn éta meira að segja sama
Emmess ísinn á jólunum og á
venjulegum þriðjudögum. Þetta
er auðvitað hið versta mál,
hundleiðinlegt í besta falli og
vandséð, hvað er til ráða.
Hvað varðar hangikjötið, þá
hefur það lengi verið handónýtt,
rándýrt, bragðlaust, vanreykt,
fituiaust og óhangið. Meira að
segja virðist blessuðum rollun-
um vera slátrað í sótthreinsuð-
hefur síðan fengið að hanga
góða viku í útihúsum á viðkom-
andi býli í þeim unaðslega ilm
sem féð ól allan sinn aldur í.
Það hefur sem betur fer farið
leynt, að fyrir um tuttugu árum
síðan var stofnuð fámenn „klíka“
sérvalinna og sérviturra félaga til
að bregðast við þessu hörmulega
ástandi. Trúflokkur þessi, hlaut
við hæfi, hið virðulega nafn,
„The Dead Meat Society". Und-
irritaður hefur frá upphafi notið
þess heiðurs, að vera æðsti-
prestur þessa trúfélags. Tilgang-
ur þess er sá að reykja besta
hangikjöt í heimi og þó víðar
væri leitað. Gengið er til verks-
ins einu sinni á ári um mánaða-
mót nóvember/desember. Fé-
lagar hittast þá á laun í félags-
heimili „The Deat Meat Soci-
ety“ sem er sérhannað til þess
að kveikja í því. Gengið er til
þessarar athafnar af mikilli virð-
ingu og lotningu, svo sem hæfir
tilefninu. Kjötið er sérvalið af
hverjum og einum safnaðar
meðlim og verkað á einum stað
undir vökulum augum inn-
vígðra. Athöfninni svipar reynd-
ar nokkuð til umskurðar gyðinga
og er ekki minna hátíðleg, enda
besta jólakjöt heims í veði. Það
er þó auðvitað leyndarmál safn-
aðarins, í hverju nákvæmlega
þessi athöfn og aðferðir felast.
Hverju læri er strokið og við það
gælt. Þetta tryggir að lærin fara
sátt og sæl í reykhúsið og koma
þaðan aftur löngu seinna, bros-
andi út að lendum. Elsku vinur.
Sem æðstiprestur í „The Dead
Meat Society" hef ég ákveðið að
bjóða þér þátttöku í þessum ein-
stæða söfnuði göfugra. Þú ert
mikill lukkunnar pamfíll, að
hljóta slíkt tækifæri, sem pöpull-
inn í Kolkrabbanum væri fús til
að myrða fyrir en gæti ekki einu
sinni keypt sér aðgang að, jafn-
vel þó í boði væri Eimskip,
Hagtak eða SR Mjöl. Þetta er
nefninlega sérréttindafélag sem
ekki stendur opið nema sérvöld-
um börnum alþýðunnar af ýms-
um stéttum. Meðfylgjandi er fé-
lagatal og afrit af fundarboði
síðasta árs. Þessi plögg er áríð-
andi að þú farir leynt með, sem
um mannsmorð (eða gjaldskrá
Pósts og Síma) væri að ræða
enda um geipilega verðmæt
sambönd að ræða. Þú munt svo
fá sendar upplýsingar um næstu
kjötmessu og hinn leynilega
fundarstað áður en langt um líð-
ur. Velkominn í hópinn bróðir.
Með bestu kveðju.
Æðstiprestur
The Dead Meat Society.
Kær kveðja.
Sverrir Ólafsson, myndlistar-
maður, Straumi.
Stórkostlegir tónletkar
Laugardagskvöldið 15. nóvem-
ber stóð Tónlistarfélag Fljóts-
dalshéraðs fyrir tónleikum í
Egilsstaðakirkju. Keith Reed,
óperusöngvari og söngkennari
við Tónlistarskólann á Egilsstöð-
um, valdi og flutti lög frá ýms-
um löndum. Keith vann í sumar
til Tónvakaverðlauna Ríkisút-
varpsins. Af því tilefni söng
hann við undirleik Sinfóníu-
hljómsveitar Islands í Háskóla-
bíói í lok október, en þeim tón-
leikum var útvarpað á Rás I.
Fékk hann góða dóma fyrir.
Keith hafði ekki áður haldið
opinbera tónleika á Austurlandi,
en óhætt er að segja að nú hafi
hann komið, séð og sigrað. í
stuttú' máli sagt, lýdltist kirkjan
af fólki, sem dreif víða að. Full-
yrða má að ánægjan var almenn
og mikíl - annað eins lófatak
hefur varla heyrst í Egilsstaða-
kirkju.
Píanóleikarinn Ólafur Vignir
Albertsson lék undir og var það
meístaralega gert í alla staði,
eins og hans er von og vísa.
Keith fæddist f Bandaríkjunum
árið 1959. Meistaraprófi lauk
hann í tónlist frá Indiana-há-
skóla í Bloomington með söng
sem aðalgrein. Hann kynntist
íslenskri konu, Ástu Bryndísi
Schram, og fluttist til Islands,
þar sem hann kenndi við Söng-
skólann í Reykjavík, Nýja Tón-
listarskólann og Kennaraháskóla
lslands. Keith söng nokkur
hlutverk hjá Islensku óperunni
en fluttist síðan til Þýskalands,
þar sem hann stundaði óperu-
söng, m.a. í Berlin. Árið 1996
fluttist hann með fjölskyldu
sinni til Egilsstaða.
Eftir nokkrar vikur mun
Kammerkór Austurlands undir
hans stjórn flytjá hið sí^ilda verk
Messías eftir Handel. Hljóð-
færaleikarar koma að nokkru
leyti frá höfuðborgarsvæðinu, en
allflestir söngvarar eru í námi
hjá Keith.
Nú er röðin komin að Norð-
lendingum og fá þeir tækifæri til
að hlusta á þennan frábæra
söngvara í safnaðarheimili Akur-
eyrarkirkju miðvikudagskvöldiði
19. nóvember. Þeir félagar
munu flytja sömu efnisskrá og á
Héraði, en hún er afar fjöl-
breytt, m.a. lög frá Bretlandi,
Ítalíu og Ameríku. Einnig skipa
íslensk lög stóran sess á efnis-
skránni. Hér er um að ræða tón-
listarviðburð sem Norðlendingar
ættu ekki að láta fram hjá sér
fara.
Jóhanna Sigurjónsdóttir,
Svarfaðardal,
Philip Vogler, Egilsstöðum.
Eftir nokkrar vikur mun Kammerkór
Austurlands undir stjórn Keith Reeds
flytja hið sígiida verk Messías eftir
Hándel.
Þegar ég steig út úr musteri Leifs heppna, með fríhafnarpokann i hendinni og sterka
minningu um sól i hjartanu, feykti rigningarhragiandinn þessari þóttafullu hugmynd
úr kollinum á mér, að minnsta kosti i biii.
Eitt skref fram
og tvö aftur
Mér var svoh'tið undar-
lega innanbrjósts þegar
ég sat innan um 500 sól-
brennda landa mína á
leið heim úr dásamlegu
haustfríi í Portúgal núna
í byrjun október. Stima-
mjúkar brosmildar flug-
freyjur, sem höfðu verið
á þönum alla ferðina
voru að bera síð-
asta glingrið úr
Saga boutique í
kaupglaðan land-
ann, áður en
kæmi að reglu-
bundnum inn-
kaupum í fríhöfn-
inni.
Hæglát rödd
flugstjórans til-
kynnti besta veður
í Keflavík, rigning-
arsúld og einhverj-
ar nokkrar hita-
gráður. Mig grun-
aði að maðurinn
byggi að staðaldri í
Saudi-Arabíu þar
sem miskunnar-
laus sólin eirir
engu. Ekki skrítið
að honum þætti
suðvestan sex gott
veður og Reykja-
nesið næsti bær við Himnaríki.
En ég var að koma úr mildu
og hreinu fjallaloftinu í norður
Portúgal þar sem vínviðurinn
grær upp í 700 metra hæð og
Iífið gengur sinn gang á svipað-
an máta og það hefur gert und-
anfarin 1000 ár. Bændurnir í
dalnum plægja, herfa og sá og
allt grær og dafnar sem sett er
niður. Hunang, vín ostar, græn-
meti, ávextir og kjöt eru fram-
leiðsluafurðir heimilanna en
ekki innpakkaðar neysluvörur á
upp sprengdu verði.
I flestum þorpum er krá,
kaupmaður og kirkja. Kráin er
jafnframt, kaffihús og veitinga-
staður fjölskyldunnar og jafn
sjálfsagður viðkomustaður og
kirkjan. Hér leggja ekki helgar-
druklcnir uppar og menningar-
vitar hald sitt á samfélagslífið,
það er almenningseign. Islend-
ingar hafa gjarnan
orð á því að þetta
land, Portúgal, sé „á
eftir". Á eftir hverju?
spyr ég mig. Hvað er
fram og aftur á því
fyrirbrigði sem við í
hroka okkar köllum
þróun*. Mér fannst
við ekkert „vera á eft-
ir“ ég og vinur
minn þegar við
sátum á sólböð-
uðu torginu í
Cóimbra elsta
háskólabæ í
Evrópu, um-
kringd forn-
frægum bygg-
ingum og litríku
mannlífi, í glös-
unum okkar
ungt grænt per-
landi vín á 45
krónur flaskan.
Og mér fannst
ég ekkert vera
nær siðmenn-
ingunni éða nú-
tímanum þegar
breiðþotan ösl-
aði gegnum
skýjalögin í
fangið á berang-
urslegri Mið-
nesheiðinni. Með massífri inn-
rætingu hefur því verið komið
inn í vitund okkar, að Island sé
hesta land í heimi og að okkur
beri að sýna því vesalings fólki
slúlning og jafnvel vorkunn-
semi sem ekki var svo stál-
heppið að fæðast á okkar fögru
fósturjörð. Ég hef oft haldið því
fram sjálf að ef við hugsum
okkur Evrópu eins og háhýsi,
þá sé ísland Penthousið, lúxus
íbúðin efst og þar af leiðandi
ekkert ejnkennilegt við það, að
þar sé dýrast að búa.
Þegar ég steig út úr musteri
Leifs heppna, með fríhafnar-
pokann í hendinni og sterka
minningu um sól í hjartanu,
feykti rigningarhraglandinn
þessari þóttafullu hugmynd úr
kollinum á mér, að minnsta
kosti í bili.
Þóra
Guðmundsdóttir
skrifar
Því hefur veríð kom-
ið inn í vitund okk-
ar, að ísland sé
besta land í heimi
og að okkurberí að
sýna því vesalings
fólki skilning og
jafnvel vorkunn-
semi sem ekki var
svo stálheppiðið að
fæðastá okkar
fögru fósturjörð.